Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005
Fréttir DV
Vignir SimJpíússdii
Kostir & Gallar
Vignir þykir vera með eindæmum
skemmtilegur og fínn félagi.
Kunnugir segja hann frábæran
lagahöfund og afbragðs gítar-
leikara. Þeirsem unnið hafa með
kappanum segja hann auðveld-
an i samstarfi.
Vignir þykir vera mjög þrjósk-
ur og þver náungi. Vignir er
með miklar og siðar krullur
sem sumir segja að megi fara
en aðrir telja það vott um karl-
mennsku og finnst þær flottar.
„ Vignir er náttúrlega hress
og skemtilegur strákur.
Hann ergriðarlega metn-
aðargjarn, vandvirkur og
alveg frábær félagi. Svo er
hann náttúrlega frábær tónlistar-
maður sem auðvelt erað vinna
með, það verður að koma fram.
Gallarnir hans eru helst þeir að
hann getur verið mjög þrjóskur og
stlfurásínu."
Sigurður Samúelsson bassaleikari írafárs.
„Vignir er náttúrlega voða-
lega finn gítarleikari og
lagahöfundur. Svoerhann
með fínar og síðar krullur
sem er klárlega kostur.
Góður gítarleikari verður aðhafa
finar krullur, það er skilyrði. Vignir er
alveg óheyrilega þrjóskur og ég
myndi bara segja þver. Hanner lika
góður pabbi sem er ekkert merki-
legt. Hann er mjög upptekinn af
gítarnum slnum og i hverju einasta
lagi eru langir gitarkaflar þar sem
trommurnar þagna oghann er
baraeinn."
Andrí Cuðmundsson hljómborðsleikarí Ira-
fárs.
1
„Fyrir það fyrsta þá er
hann afskaplega Ijúfur
strákur. Það er ákaflega
gott að vinna með honum.
Hanner hugulsamur, hlýr
og góður iþvi sem hannerað gera.
Hann hefurþann hæfíleika að geta
sagt manni að eitthvað sé glatað
án þess að maðurmissi sjálfs-
traustið. Hann erbesti lagasmiður
þjóðarinhar og frábær gltarleikari.
Það eina sem ég hefút á hann að
setja erhárið á honum sem erorðið
alltofsitt, þáð er kominn timi á
klippingu."
Jón Jósep Snæbjörnsson söngvarí.
Vignir Snær Vigfússon er fæddur áriö 1979 og
veröurþví tuttugu og sex ára íjúlí. Kona hans
heitir Þorbjörg Sæmundsdóttir og eiga þau eitt
barn. Hann er lagahöfundur og gltarleikari
hljómsveitarinnar Irafár. Hann samdi framlag
Islands í Eurovison ásamt Þorvaldi Bjarna Þor-
valdssyni sem frumfíutt veröur afSelmu Björns-
dóttur I þætti Gísla Marteins I kvöld.
Idol-þjófurinn Gísli Hvanndal Jakobsson var í vikunni dæmdur fyrir að stela frá
Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Með dómnum rauf Gísli skilorð sem hann fékk
árið 2003 þegar hann braust inn í sumarbústað og skemmdi hann með partístandi
og drykkjulátum. Gisli segir þó bót í máli að hann þurfi ekki að sitja af sér dóm-
inn. Hann þarf þvi ekki að eyða næsta mánuði í köldum fangaklefa.
Idol-stjarnan Gísli Hvanndal Jakobsson hefur verið dæmdur
fyrir þjófnað úr Fjdrðungssjúkrahúsi Akureyrar. Með dómnum
rauf Gísli skilorð sem hann fékk þegar hann var dæmdur árið
2003 fyrir ölvunarakstur og innbrot í sumarbústað sem hann svo
skemmdi með veisluhöldum.
Samkvæmt dómsorði á Gísli að
afplána einn mánuð í fangelsi. Ef
honum tekst að halda skilorð
næstu tvö árin verður refsingin
felld niður. Drengurinn sem söng
um álfa í 32 manna úrslitum Idol-
keppninnar sleppur þvf við and-
vökunætur í köldum fangaklefa ef
honum tekst að halda sér á beinu
brautinni.
Engu að síður er Gísli dæmdur
fyrir brot sín enda játaði hann þau
greiðlega fyrir dómi.
Dæmdur
Það var lögreglustjórinn á Akur-
eyri sem höfðaði málið á hendur
Gísla Hvanndal. Hann var ákærður
fyrir að brjótast inn í kjallara Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri 28.
maí 2004 og stela þaðan tveimur
stórum rörtöngum, hamri, sög,
skrúfum, kítti, borvél af Cress-
gerð, nokkrum borum, heyrnar-
hlífum og brettaskífu af gerðinni
Hitachi.
Taldi dómurinn sekt Gísla
sannaða og var hann því dæmdur
fyrir þjófnað.
Sagðist hafa sofnað
Sjálfur lýsti Gísli atburðarásinni
á eftirfarandi hátt í ítarlegu viðtali
við Tímarit Morgunblaðsins á dög-
unum: „Ég var 18 ára gamall, hafði
verið á djamminu á Akureyri og
lenti á rúntinum með tveimur
öðrum mönnum. Ég var undir
áhrifum áfengis og sofnaði í bíln-
um. Svo var ég vakinn og vissi ekk-
ert hvar við vorum. Annar mann-
anna bað mig að hjálpa sér og fór
með mig inn um dyr sem stóðu
opnar, rétti mér sög og bað mig að
bera hana út í bfl. Áður en ég vissi
af var löggan komin."
Fortíðin
í sama viðtali gagnrýndi hann
DV harkalega fyrir að fjalla um sitt
mál. Sagðist ékki hafa verið dæmd-
ur fyrir þjófnað og sagði lida sem
enga frétt gerða að stórfrétt. Það
sem Gísh minntist hins vegar ekki
á var að tæpu ári áður en hann stal
vinnutækjum af Fjórðungssjúkra-
húsinu var hann ákærður fyrir að
hafa ölvaður truflað stúlku sem
hann sat í bfl með þann 18. mars
2003 með þeim afleiðingum að
hún missti vald á bflnum og fór út
af veginum.
Gísli var einnig ákærður fyrir að
hafa brotist inn í. sumarbústað
Verkstjórafélagsins, stofnað til
samkvæmis og stuðlað að miklum
skemmdum á bústaðnum.
Ölvunarakstur
Vegna ungs aldurs Gísla var
refsingu vegna sumarbústaða-
rmálsins frestað. Hann var einnig
sýknaður af ákærunni um að hafa
truflað stúlkuna við ákstur eftir að
hún breytti framburði sínum frá
lögregluskýrslum og fyrir dómi.
„...það getur verið að ég.hafi rekist
„Ég á ekki heima í
umhverfi glæpa og
dómsmála. Það er
ekkiég."
í höndina á Láru, en það olli ekki
þessu slysi, það olli slysinu að hún
reiddist og bremsaði niður,“ sagði
Gísli fyrir dómnum á sínum tíma.
Ekki glæpamaður
„Ég vil ekki tjá mig um þetta
mál," sagði Gísli Hvanndal þegar
DV hafði samband við hann í gær.
Þó sagði hann bót í máli að hann
þurfi ekki að sitja af sér dóminn.
Kannski orð Gísla í umræddu
Morgunblaðsviðtali segi allt sem
segja þarf. „Maður þarf að vanda
sig í lífinu og velja sér það um-
hverfi sem manni líður besti í,“
sagði Idol-söngvarinn sem heillaði
þjóðina og bætti við: „Ég á ekki
heima í urnhverfi glæpa og dóms-
mála. Það er ekki ég.“
simon@dv.is
Harður árekst-
uráSelfossi
Harður árekstur varð
innanbæjar á Selfossi um
miðjan dag í fyrradag. Lög-
reglan á Selfossi segir að
tveir bflar, stór jeppi og
sendibifreið, hafi keyrt sam-
an á Gagnheiði. Bílstjóri
sendibifreiðarinnar var
sendur í skoðun á Sjúkra-
húsi Suðurlands. Bílamir
skemmdust báðir töluvert.
Ekki var um ógætilegan
akstur að ræða, að sögn lög-
reglu, heldur munu bfl-
stjóramir ekki hafa séð
hvom annan og því hafi
áreksturinn orðið eins harð-
ur og raun ber vitni.
Slökkviliðsstjóri svarar ásökunum um kynferðislega misnotkun
Alltaf haldið fram sakleysi mínu
„Þetta hafa verið þrjú hrikaleg ár,
að hafa þetta hangandi svona yfir
sér,“ segir Egill Sigurðsson slökkvi-
Uðsstjóri á Tálknafirði. Egfll var
kærður fýrir að hafa kynferðislega
misnotað bam önnu Gísladóttur,
fýrrverandi sambýliskonu sumar.
Eftir tveggja ára rannsókn komst
ríkissaksóknari að því að ekki væri
ástæða til að ákæra Egil fyrir hin
meintu brot. í gær ræddi DV við
önnu sem gagnrýndi rannsóknina
og sagðist viss um sekt mannsins.
„Ég hélt að þegar rannsókninni
lyki fengi maður loksins frið til að
lifa sínu lífi,“ segir EgiU. „Það liggur
við að maður hafi verið tekinn af lífi
fyrir þessar ásakanir. Ég hef aUtaf
haldið fram sakle.ysi mínu, enda em
þessar ásakanir kjaftæði frá upphafi
til enda. Rfldssaksóknari komst svo
að því að ég hefði ekkert gert en
Anna er greinilega ekki tUbúin að
sætta sig við þá niðurstöðu."
EgiU býr einn í Tálknafirði og
starfar í Vélsmiðju. Hann er einnig
slökkviliðsstjóri í hlutastarfi og segir
þetta mál hafa umturnað lífi sínu.
Tálknafjörður sé Utfll staður og aUur
bærinn hafi vitað af þessu. „Bæjar-
búar hafa samt stutt við bakið á mér
og reynt að hjálpa mér í gegnum
þetta. Það vita aUir sem þekkja mig
að ég myndi aldrei gera þessa hluti.
Ég skfl hreinlega ekki hvað vakir
fyrir þessari konu."
simon@dv.is
Anna Gfsladóttir Gagnrýndi rann-
sóknina og segist viss um sekt Egils.