Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Qupperneq 11
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 17
Vilja banna
birtingu
launa
Ungir sjálfstæð-
ismenn styðja frum-
varp Sigurðar Kára
Kristjánssonar um
að banna birtingu launa
fólks í blöðum og tímarit-
um eins og Frjáls verslun
gerir árlega. Hafsteinn Þór
Hauksson formaður SUS,
segir birtingu launa ekki
samræmast lögum um per-
sónuvernd. Með því skapist
stóra bróður-samfélag þar
sem borgarar hafi eftirlit
með hvor öðrum. Aðspurð-
ur hvort hann hafi samt
aldrei freistast til að glugga
í Frjálsa verslun segir Haf-
steinn: „Jú, ég hef séð þess-
ar tölur en aldrei gert mér
far um að kaupa blaðið."
Fékknýrafrá
konunniog
sveik hana
John Jewell í Woodley
á Bretlandi launaði eig-
inkonu sinni h'fgjöf með
því að yfirgefa hana og
taka upp samband við
eiginkonu bróður henn-
ar. Hinn 53 ára gamli
Jewell var lífshættulega
veilcur þegar eiginkona
hans til 33 ára, Carol,
ákvað án umhugsunar
að gefa honúm annað
nýrað sitt. Nú er Jewell
fluttur inn til svilkonu
sinnar. „Ég reyni að
horfa fram veginn en
ekki til baka," segir Carol
sem er bæjarstjóri í
Woodley.
Hagkvæmir
sjómenn
Aflaverðmæti á hvem
sjómann er mestur á ís-
landi og í Hollandi af þjóð-
unum í Evrópu, samkvæmt
fregnum Fiskifrétta. Hver
sjómaður á íslandi skapaði
14,5 milljónir króna árið
2003. Spánverjar em mesta
fiskveiðiþjóð Evrópusam-
bandsins hvað aflaverð-
mæti og fjölda sjómanna
snertir og eiga tífalt fleiri
sjómenn en íslendingar.
Hins vegar ná Norðmenn
flestum tonnum upp úr sjó
og íslendingar næstílestum.
Presturfær
nakiðfólká
samkomur
Séra Robert Wright í
Brisbane í Astrahu hefur
stofnað til vikulegra sam-
funda með nöktu fólki
sem er kristilegrar trúar,
samkvæmt fréttum
Australian Daily Tel-
egraph. Wright var vígður
fyrir 3 árum en hann hef-
ur verið strípisinnaður f
16 ár. Hann hefúr einnig í
hyggju að halda nakta
tónlistarhátíð þar sem
jafiivel öryggisverðir
verða á Adamsklæðun-
um. Hann segist ekld vilja
gera kristna að strípisinn-
úm, heldur beinir hann
orðum sínum til krisins
fólks sem þegar er þess
eðhs að vhja vera nakið til
hátíðabrigða.
Gamalt fólk í Reykjanesbæ fórnarlömb bíræfinna þjófa
Innbrotaalda í félagsmiðstöð eldri borgara
„Gamla fólldð tekiu þetta virki-
lega inn á sig," segir Jóhanna Arn-
grímsdóttir forstöðukona Selsins í
Reykjanesbæ sem er félagsmiðstöð
eldri borgara. Á síðustu mánuðum
hefúr þrisvar sinnum verið brotist
inn í félagsmiðstöðina, nú síðast í
þessari viku. Selið hefur óskað eftir
hálfri mihjón króna í styrk frá bæn-
um th að setja upp þjófavarnar-
kerfi í félagsmiðstöðinni, enda
gamla fóUdnu ekki rótt þegar bí-
ræfnir þjófar sitja um húsið.
„Þeim finnst þetta rosalega
slæmt. f einu ráninu var tekin far-
tölva og stafræn myndavél og í
seinna skiptið var það skjávarpi og
prentari," segir Jóhanna. „Svona
lagað veldur óöryggi meðal gamla
fólksins. Þeim finnst kannski að
þau eigi sök á þessu ef þau hafa
ekki gengið nógu vel frá húsinu.
Þetta veldur titringi sem er ekki
gott fyrir svona stað."
Selið er félagsmiðstöð eldri
borgara i bænum. Jóhanna segir að
þarna geti eldra fólk komið saman,
stundað handavinnu eða föndur;
þetta sé vel sóttur, notalegur og
þægilegur staður.
Bæjarráð Reykjanesbæjar tók
við erindi framkvæmdastjóra
menningar og íþróttamála bæjar-
ins, Stefáns Bjarkarsonar, um upp-
setningu þjófavarnarkerfiðs í Sel-
inu vegna tíðra innbrota. Kostnað-
ur nemur tæpri hálfri miUjón og
vísaði ráðið málinu tU endurskoð-
unar fjárhagsáætlunar.
„Manni finnst því ótrúlegt að
þjófar skuli ráðast á svona starf-
semi," segir Jóhanna en lögregl-
unni hefur ekki tekist að hafa uppi
á félagsmiðstöðvarþjófunum.
simon@dv.is
Jóhanna Arngrímsdóttir forstöðumað-
ur Selsins Segirránin valda titringi meðal
eldri borgara.
DANSLEIKUR
UM HELGINA
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á www.klubburinn.is og í síma 567-3100
KLÚBBURINN
VIÐ GULLINBRÚ
GUN