Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 Helgarblaö DV Jón Ásgeir Jóhannesson lýsti því yfir fimm ára gamall aö hann ætlaði að verða ríkasti maður í heimi. Hann byrjaði tólf ára á að selja fólki poppkorn á Eiðistorgi og setti síðan upp leikvélar í Glæsibæ og Kringlunni. Nú er hann milljarðamæringur sem á heimili í London og Reykjavík. Foreldrar hans segja hann feiminn og blíðan dreng og sambýliskona hans segir marga misskilja feimnina sem hroka. Fyrir tuttugu og fimm árum reyndi tólf ára drengur að vinna sér inn pening með því að selja fólki poppkorn á Eiðistorgi og í Austurveri. Þegar hann var sex ára spurði afí hans hann hvort hann ætlaði að verða milljónamæringur þegar hann yrði stór. Drengurinn leit undrunaraug- um á afa sinn og svaraði að hann ætlaði sér að verða milljarðamæringur. Pilturinn óx úr grasi og ræður nú ásamt fjölskyldu sinni stórum hluta matvælamarkaðsins hér á landi auk þess að eiga fjölda fyrirtækja í öðrum rekstri. fsland var ekki lengi nógu stórt fyrir hann og hefur hann orðið umsvifamikill í útrás íslendinga í útlöndum og lagt undir sig vænan hluta tískumarkaðsins í Bret- landi. Piltur sem um ræðir er sonur Jóhannesar Jónssonar og Ásu Karenar Ásgeirsdóttur og heitir Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Ásgeir er fæddur í janúar 1968. Hann kynntist ungur Lindu Margréti Stefánsdóttur, giftist henni síðar og eiga þau saman þrjú börn en eru nú skilin. Nú er Jón Ásgeir í sambandi með Ingibjörgu Pálma- dóttur innanhússarkitekt sem er sjö árum eldri en hann. Þau eiga engin börn saman en Ingibjörg á þrjú börn af fyrra hjónabandi. Ingibjörg er eitt fjögurra barna Pálma Jónssonar í Hagkaupum og Jónínu Sigríðar Gísladóttur. Systir Jóns Ásgeirs er Kristín Jóhannesdóttir héraðsdóms- lögmaður, framkvæmdastjóri Gaums, fjárfestingafélags Bónusfjöl- skyldunnar. Fjármálavitið og kaup- mennska eru þeim báðum í blóð borin. Byrjaði í poppinu Poppsalan var einungis byrjunin á ótrúlegum ferli Jóns Ásgeirs í kaupmennsku. Hann rak lengi þýsk leiktæki sem voru vinsæl hjá börn- um í Kringlunni, Glæsibæ og víðar. Einhverjir muna eftir því að hafa borgað tíkall fyrir að sitja á baki plastffls eða í kappakstursbíl. Þessi rekstur gekk vel hjá Jóni Ásgeiri og fékk hann umboð þessara tækja á ís- landi. Systir hans tók seinna við rekstrinum. Hann fór sem leið lá í Verslunarskóla íslands en fljótlega eftir útskrift opnaði hann Bónus ásamt föður sínum sem þá var at- vinnulaus. Sökum kennaraverkfafls á síðasta ári hans í Versló gat hann einbeitt sér að undirbúningnum og vann myrkranna á milli við að koma búðinni á laggirnar. Bónusfeðgar og Hagkaups- menn ósammáía Fljótlega eftir opnun fyrstu Bón- usverslunarinnar færðu feðgarnir út kvíarnar og íjölgaði útibúunum ört en 1992 keypti Hagkaupsfjölskyldan helmingshlut í verslanakeðjunni. Fyrirtækin voru rekin samhliða til að byrja með en þó í samkeppni. Árið 1998 var Baugur stofnaður fyrir til- stilli Jóns Ásgeirs og tók hann þá við forstjórastóli fyrirtækisins, aðeins þrítugur að aldri. Þá sameinuðust Bónus, Nýkaup, Hagkaup og Hrað- kaup auk smávöruverslana og bens- ínstöðva Orku en Aðföng sá um Poppsalan var ein- ungis byrjunin á ótrú- legum ferli Jóns Ás- geirsí kaupmennsku. Hann rak lengi þýsk leiktæki sem voru vin- sæl hjá börnum í Kringlunni, Glæsibæ og víðar. Einhverjir munaeftir því að hafa borgað tíkall fyrir að sitja á baki plastfíls eða í kappakstursbíl. innkaup og dreifingu vara fyrirtækj- anna. Samstarfið gekk upp en þó var ákveðið missætti milli Bónusfeðga og Hagkaupsmanna um stefnuna sem fyrirtækið átti að taka. Jón Ásgeir stórt nafn erlendis í dag á Baugur Group allt að 60% hlutdeild í matvörumarkaði á ís- landi. Umsvif fyrirtækisins á erlend- um markaði fara sívaxandi en á fundi hjá Barclays-banka í október í fyrra sagði Jón Ásgeir að Baugur Group ræki um 1000 smásöluversl- anir í Bretlandi 'og fer þeim sffellt fjölgandi. Hann er núna númer fjög- ur á lista yfir áhrifamestu menn í breskum tískuheimi og færði sig upp um fjörutíu og sjö sæti milli ára. Fréttir af fjárfestingum feðganna í Baugi hafa orðið daglegt brauð á öldum ljósvakans gegnum árin og eru flestir hættir að kippa sér upp við það að heyra að fyrirtækið hafi verið að gera milljarðasamninga. Metnaðarfullur húmoristi Þeir sem þekkja vel til Jóns Ásgeirs segja hann vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.