Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.2005, Qupperneq 55
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 55
Sigrún Eðvaldsdóttir.
Sigrún í Salnum
Sigrún Eðvaldsdóttir verður með
einleikstónleika í Salnum klukkan
fjögur í dag þar semhúnmun leika
verk samin fyrir fiðlusnillinga frá
ólíkum tímum og eru þau eftirþá
Franz Schubert, André Previn,
Camille Saint-Saéns og Dimitri
Schostakovitch. Verkin á þessum
tónleikum eru öll tengd samtíma
fiðlusnillingum tónskáldanna. Þau
hafa nýtt sér hughrifsem fiðluleik-
ararnir hafa tendrað I brjóstum
þeirra.
Sigrún Eðvaldsdóttirhóffiðlunám í
Barnamúsíkskólanum í Reykjavík.
Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlist-
arskólanum i Reykjavík árið 7984
og bachelor-gráðu 1988. Hún hefur
tekið þátt i mörgum fíðlukeppnum
og unnið til fjölda verðlauna fyrir
leik sinn. Hún hefur komið viða
fram sem einleikari og kammer-
músikant og komið fram fyrir hönd
íslands á ýmsum tónlistarhátíðum.
Tónskáld hafa helgað henni ein-
stök verk sín. James Lisney sem
leikur með henni á hljómleiknum
hefurstarfað víða sem undirleikari.
Alþjóðlegi barna-
leikhúsdagurinn er
á morgun og af því
tilefni hefur Guð-
rún Helgadóttir
tekið saman ávarp
í tilefni dagsins.
Dagurinn er hald-
inn hátíðlegur til
að minna á mikil-
vægi leiksins og
leikhússins fyrir
börn á öllum aldri
Er nokkuð til faUegra en fullur sai-
ur af eftirvæntingarfullum bömum
sem bíða eftir að tjaldið lyftist? Bak
við þaö leynist ævintýrið sem bráð-
lega birtist þeim í ailri sinni dýrð og
verúleikinn gleymist eins og hönd
strjúki móðu af rúðu. í hugarheimi
barnsins er nægilegt rými fyrir allt
sem það sér og heyrir án allra fýrir-
fram ákveðinna skoðana.
í sjálfsævisögu sinni Séð og lifað
segir Indriði Einarsson frá því því
þegar hann fjórtán ára gamall og ný-
kominn til Reykjavíkur sá sýningu á
leikriti Matthíasar Jochumssonar
Útilegumennirnir árið 1865. Svo
mikil áhrif hafði sýningin á hann að
honum þótti sem þetta væri „það
mesta í heimi“.
Við sem ólumst upp utan Reykja-
víkur áttum þess h'tinn kost að sækja
leikhús, enda vom þær fáu leiksýn-
ingar sem í boði vom sjaldnast
ætlaðar börnum. Og ef til vill var lítill
skilningur á að börn ættu erindi við
slfkt. Á skemmtunum af öllu tagi var
mest um skrautsýningar, og ein er
vissulega minnistæð. Kvenfélag í
bænum sýndi leikgerð af kvæðinu
um Lorelei, og til að auka vandræði
hinna ráði firrtu sæfara var reykur
látinn liðast um sviðið eins og dimm
þoka. Svo fór hins vegar að þokan
lagðist þétt yfir salinn allan og menn
þustu út að köfnun komnir. Ein-
hverjir sáu í nærbuxurnar á einni
leikkonunni. Þetta nægði bæjarbú-
um til skemmtunar lengi á eftir og
vom konurnar kærkomið bitbein
húsmæðra sem ekki létu hafa sig í
svona vitleysu. Annað skildi þetta
ekki eftir.
En eins og Indriði var ég á ferm-
Flestir í steinasteikinni
Sem betur fer em ferðamenn
orðnir svo margir árið um kring, að
rými er fyrir veitingahús, sem að
hálfu eða öllu leyti eru ekki hluti af
þjóðfélaginu, heldur af svonefndri
ferðamannaþjónustu. Slíkur staður
er Ópera í Lækjargötu, hálfsetin
ferðafólki, sem biður um steina-
steik.
Steinasteik hefur marga kosti.
Þú sérð hráefnið og kemst að raun
um, að það er ferskt og gott. Þú get-
ur matreitt það að vild, hvort sem
þú vilt það hálfhrátt eða þrauteld-
að. Einkum er hún skemmtileg, því
að ferðafélagar, sem eru fýrir löngu
orðnir leiðir hvor á öðrum, geta
talað um matreiðsluna.
Fyrir okkur heimafólkið, sem
förum út, af því að við nennum ekki
að elda heima hjá okkur, er lítið
spennandi að þurfa að elda á veit-
ingastaðnum. Þess vegna þorir ekk-
ert veitingahús enn að bjóða gest-
um gegn vægu gjaldi að fara í
uppvaskið á eftir til að lífga við
umræðuefni þeirra.
Óperan er skemmtilega ofhlað-
in, hálfgerð leiktjöld. Þegar upp
stigann kemur, mætir okkur eftir-
líking af torgi með ljósastaurum og
gangstéttarborðum undir opnum
gluggum, þar sem eftirlíking aif veit-
ingahúsi er fyrir innan. Hér kosta
aðalréttir 3200 krónur og þríréttað
kostar 5700 krónur.
Við settumst við borð á gang-
stétt, reyndum í hálfrökkri kerta-
ljósa að rýna í mikinn matseðil og
tókum eftir, að þægileg músík var
kurteislega stillt. Við fengum frekar
vont brauð, frekar gott borðvín og
grafið gæsakjöt í þurrara lagi með-
an við biðum eftir matnum. Þetta
gaf svona la-la-tón.
Snarpt sítrónu-
bragð var af þunnt
sneiddum hörpuskel-
fiski, sem raðað var á
disk að carpaccio-
ingaraldri þegar ég sá fyrst „alvöru"
leiksýningu. Og það var ekki einfalt
mál. Fyrst þurfti að fara með Hafnar-
fjarðarstrætó til Reykjavíkur til að
kaupa miða, sem var klukkutímaferð
hvora leið og ferðir strjálar og síðan
aftur í leikhúsið alein um kvöld. En
hér var heldur ekki um neitt smámál
að ræða. Sýningin var Hamlet með
Lárus Pálsson í hlutverki Danaprins.
Og þá gerðist þetta sem Indriði talar
um: Þetta var „það mesta í heimi“.
Ég man ekkert eftir heimferðinni né
Ópera
★ ★★
Veitingagagnrýni
hætti, vættur með vinaigrettu úr
sítrónuolíu og balsamik-ediki,
ágætis matur.
Kræsingar hafsins reyndust fela í
sér hvítlauksristaða hörpuskel fi'na,
hlutlausa tígrisrækju, ofeldaðan
humar og snigla í seigari kantinum.
Með þessu var ítalskt klettasalat og
mikil og góð humarfroða í bolla.
Þetta var nokkuð góður réttur og
glæsilega upp settur.
Smálúða með kapers og
kryddsmjöri blönduðu lime og chili
var frekar mikið elduð og þurrari en
við mátti búast, sennilega freðfisk-
ur. Bökuð kartafla fylgdi með, svo
og staðlað salat staðarins. Þetta var
ekki merkilegur réttur.
Ofnsteikt akurhæna var gegn-
umsteikt, samt ekki tiltakanlega
seig, en bragðlítil og laus við villi-
keim. Mikið magn var af vel gerðri
brúnsósu og til hliðar var skemmti-
lega lítið steikt grænmetisblanda,
sem hafði rauðar kartöflur að uppi-
stöðu.
Nú er tiramisu horfið af öllum
stöðum í borginni og í staðinn
komið créme brulée með skorpu og
panna cotta án skorpu. Það fyrra
var hér með súkkulaðifroðu og
pistasíuís og það síðara með sykur-
frauði og skemmtilega súrum bát-
um af blóðappelsínum, frísklegur
eftirréttur. Kaffið var gott.
Jónas Kristjánsson
L , A.iagiak jfig \
• J | j
í _l í
næstu dögum á eftir. En lífið hafði
breyst og varð aldrei aftur eins og
það hafði verið. Svo miklu betra.
Þau böm sem nú em að alast upp
eiga kost á fjölbreyttara leikhúsi, en
miklu meira þarf til. Helst ættu börn
að fara jafnoft f leikhús og fullorðnir.
Allt starf leikhúsanna fýrir bömin
ber samt að þakka, en þau þurfa
stuðning yfirvalda til að geta haldið
úti blómlegri leikstarfsemi í þágu
barnanna.
Börnin okkar em það besta í
Við sem ólumst upp
utan Reykjavtkur átt-
um þess lítinn kost að
sækja leikhús, enda
voru þær fáu leiksýn- '
ingar sem í boði voru
sjaidnast ætlaðar
börnum,
heimi. Opinn hug þeirra þyrstir í
ævintýrið sem leikhúsið er. Óg leik-
húsið getur ef vel er að farið aukið
þeim slcilning og gleði svo að þau fari
heim og finnist þau hafa séð það
mesta í heimi. Frá góðu leikhúsi
kemur betra fólk.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Leikfélacj Reykjavikur • Listabraut 3, 103 Reykjavik
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
I kvöld kl 20, Su 20/3 kl 20, tau 9/4 kl 20,
Su 10/4 kl 20 S/ðustu sýningar
■■EinmcnnimssHi
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
vesturfarasögum Böðvars Cuðmundssonar
Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20,
Lau 30/4 kl 20
HERI HERASON
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 k! 20
LINA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning
Su 3/4 kl 14 - Aukasýning
Lokasýníngar
HOUDINI SNYR AFTUR
Fjölskyldusýning um páskana.
Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20,
Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA
- UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitíngasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið
- kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ ( TÍMA
NÝJA SVIÐ/UTLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
e. Krístínu Ómarsdóttur
í kvöld kl 20, Su 20/3 Id 20, Fö 1/4 kl 20
AUSA eftir Lee Hall
í samstarfi við LA.
Su 20/3 kl 20, Su 3/4 kl 20
- Ath: Mlðaverð kr. 1.500
AMERICAN DIPLOMACY
eftir Þorleif örn Arnarsson. í samstarfi við
Hið lifandi leikhús.
Fi 31/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20
S/ðustu sýnlngar
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Su 20/3 kl 21 BREYTTUR SÝNINCARTlMI!
Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 20,
Fö 1/4 kl 20 - UPPSEtr,
Lau 2/4 kl 20 UPPSELT,
Fi 14/4 kl 20, Fö 15/4 kl 20 - UPPSEIT
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI.SÖGN ehf. og LA
I kvöld kl 20, Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20
j Sfðustu sýnlngar
15:15 TÓNLEIKAR - SÓLÓ
7inna Porsteinsdóttir / dag kl 15.15
Börn 12 ára og yngri fá fritt í
í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna
- gíldir ekkí á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasalaltíborgarleikhus.is
Miðasalú A netinu www.burgatleikltus.is
MiðútMTlan ( Borgarleikhúsinu er opln: 10-18 mánudaga og priðjudúga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og fövtudaga 12-20 lougurduga og sunnudagu