Freyr

Volume

Freyr - 01.10.1945, Page 4

Freyr - 01.10.1945, Page 4
13ð FRE YR vanhöldunum í þessum flokkum. Þau hafa árlega verið meiri í þeim flokknum, sem lakari var 1941, en í hinum (sjá Prey 1943 nr. 8). Samt komu í ljós nokkrar breytingar á vanhöldunum á sumum bæjum í báðum flokkum. Á sumum bæjum í lakari flokk- num dró til muna úr vanhöldunum af völdum mæðiveiki síðustu árin, t. d. á Snældubeinsstcjðum, Kjalvararstöðum og Sturlu-Reykjum. Hins vegar hafa mæði- veikivanhöldin farið nokkuð vaxandi á sumum bæjum í betri flokknum, t. d. Kópareykjum, Skáney og Deildartungu. Á töflu I. sézt meðal annars árlegt við- hald ánna (talið í %) á hverjum bæ á hverju ári síðan 1939 og meðalviðhald ánna á hverjum þessara bæja síðustu 6 árin. Þar kom í ljós að á aðeins einum bæ í lakari flokknum, Snældubeinsstöðum, hefir þurft minna til viðhalds ærstofninum að meðaltali á ári síðan 1939, en á lakasta bænum í betri flokknum, Deildartungu. Við athugun á viðhaldskostnaði ánna á þessum bæjum síðan 1939, kom i ljós að eðlilegra er að aðgreina fjárstofnana í þrjá flokka og er það gert nú eins og tafla I. sýnir. Flokkarnir eru kallaðir A, B og C. í A flokki er féð á þeim bæjum, þar sem upp- eldið gengur lakast, og mest þarf til ár- legs viðhalds ánna, í B. flokki er féð á þeim heimilum, þar sem uppeldið gengur í meðallagi og í C flokki er féð, þar sem upp- eldið gengur bezt og minnst þarf til við- halds ánna. Aðeins 3 bæir eru í A flokki, 7 í B flokki og 4 í C flokki. Tafla I. sýnir hve mörg gimbrarlömb hafa verið sett á á hverju hausti á hverj- um bæ i öllum flokkum síðan 1935, hve margt var lifandi af hverjum árgangi í janúar 1945, hve margt dautt úr mæði- veiki alls úr hverjum árgangi og hve margt hefur gengið úr tölu af öðrum orsökum en mæðiveiki alls úr hverjum árgangi á hverj- um bæ. Neðst á töflu I. sézt niðurstaðan öll árin fyrir alla bæina í öllum flokkum. Til skýringar töflu I. fylgir línurit A. Það sýnir glögglega hve mörg % af ánum úr hverjum árgangi í hverjum flokki voru lifandi í jan. 1945, það dökka af súlunum. Ennfremur sýnir það skyggða af súlunum efst, hve mörg % hafa gengið úr tölu ánna af öðrum orsökum en mæðiveiki, en það hvíta af súlunni, milli þess dökka og skyggða, sýnir mæðiveikivanhöldin alls. Að öðru leyti þarf taflan ekki skýringa við. Lesandinn sér strax á töflu I. og línuriti A að all mikill munur er á því, hve ærnar lifa skemur í A flokki en B og C flokki. Vanhöld af öðrum orsökum en mæðiveiki eru meiri á bæjum í C flokki en á bæjum í A og B flokki. Þrátt fyrir það er þó árlegt viðhald minnst á bæjum í C flokki. Meðal viðhald ánna á öllum bæjum í A flokki síðustu 6 árin er 37,9%, á bæjum í B flokki 29,4%, en á bæjum í C flokki 25,3% á sama tíma. Árlegt viðhald allra ánna á Öllum bæjum í þessum 3 flokkum síðan 1939 er sem hér segir: Árið 1939 31,1% — 1940 29,1% — 1941 28,2% — 1942 27,8% — 1943 34,2% — 1944 28,4% Öll árin 1939—1944 að meðaltali 29,8% Það dregur því lítið úr viðhalskostnað- inum og mæðiveikinni. Að vísu rmnnkaði árlegt viðhald ærstofnsins um 1% á ári frá 1939—1942, en 1943 varð viðhald ánna erfiðara en nokkurt ár annað síðan 1939, eða 34,2% Ekki er fyllilega ljóst hvað veldur þessu mikla viðhaldi árið 1943. Tíð var að

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.