Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. JÚNl2005
Fréttír DV
Ölvun
veldur slysi
Lögreglan á Akureyri
fékk tilkynningu um að bíll
hefði oltið um áttaleytið í
gærmorgun. Slysið átti sér
stað við Sólgarð í Eyjar-
fjarðarsveit. ökumaðurinn,
sautján ára piltur sem fékk
bflprófið í þessum mánuði,
er grunaður um ölvun við
akstur. Hann missti stjóm á
bfl sínum, ók út af og valt
nokkrar veltur. Bfllinn er
talinn ónýtur og var þessi
ungi ökumaður fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri en áverkar liggja
ekki fyrir. Myndin tengist
fréttinni ekki á beinan hátt.
Amfetamín í
Hafnarfirði
Lögreglan í Hafiiarfirði
stöðvaði ungmenni við
hefðbundið
eftirlit aðfara-
nótt sunnudags.
Við leit í bflnum
fannst smáræði
af amfetamíni
sem talið var til eigin
neyslu. Einnig vom tveir
stöðvaðir og grunaðir um
ölvun við akstur í Hafnar-
firði. Lögreglan í Kópavogi
stöðvaði einn ökumann
sem grunaður um ölvun við
akstur. Önnur verkefrii hjá
lögreglu vom hefðbundin
og fólu í sér útköll vegna
hávaða og ölvunar í heima-
húsum.
Wa'MWfg l|(
Skert náms-
framboð
Háskólinn á Akureyri
hyggst bregðast við
rekstrarvanda skólans en
alls skortir skólann að
minnsta kosti 40 milljónir á
ári til að endar nái saman.
Nemendum í skólanum
hefur á undanförnum ámm
fjölgað mjög og rannsóknir
innan hans hafa verið efld-
ar. Þetta hefur leitt til um-
talsverðs kostnaðarauka í
rekstri skólans sem hefur
að mestu leyti verið mætt
með auknum framlögum
ríkisins. Skólinn mun nú
bregðast við vandanum
með því að draga úr náms-
framboði og fjölga í nem-
endahópum.
Ástarskandall. Bubbi Morthens birtist þjóöinni og heldur uppi vörnum fyrir kon-
una sem eitt sinn átti hug hans allan. Hótar málaferlum og segist finna þörf fyrir
ofbeldi. Ásgerður Guðmundsdóttir, eiginkona mannsins sem hún segir hafa fallið í
faðm Brynju, segist standa við hvert orð. Sannleikurinn meiði en sé sagna bestur.
Framhjáhaldsuppgjör í fjölmiðlum
„Það sem ég sagði í þessu viðtali er einfaldlega satt,“ segir Ás-
gerður Guðmundsdóttir, konan sem kom upp um meint fram-
hjáhald Brynju Gunnarsdóttur, fyrrverandi eiginkonu Bubba
Morthens. Tónlistarmaðurinn Bubbi reis til varnar Brynju í fjöl-
miðlum í gær og talaði um árásir í sinn garð og bama sinna.
„Hvað með bömin mín?“ spyr Ásgerður, sem horfði á eftir eigin-
manni sínum í hendur Brynju.
Brynju en ekki tekið upp símann. Ég
hef ekkert að segja við þá konu,“
segir Ásgerður.
„Mér finnst þetta siðlaust. Ég
sagði einfaldlega sannleikann og
svona bregst þetta fólk við," segir
Ásgerður, sem á tvö böm
með Gunnari Erlingssyni,
sem hún segir nú hvfla í
faðmi Brynju Gunnars-
dóttur. Ásgerður segir að
eftir að sagan öll birtist í
vikuritinu Hér & Nú hafi
síminn hjá henni vart
stoppað; hún upplifi sig í
rússíbanareið, ijöl-
miðlasirkusi. Hún eigi líka
böm eins og Brynja og
Bubbi.
„Svo hef ég séð númerið hennar
Reiður Bubbi
Síðustu mán-
uði hefúr Bubbi
Morthens verið
í sjálfskipuðu
fjölmiðlabanni
en það bann
rauf hann í
gær. Reiður
Bubbi birtist
þjóðinni í fréttum Stöðv-
ar tvö þar sem hann hótaði skaða-
bótamálum og barsmíðum. Bubbi
sagðist í viðtalinu þurfa að út-
skýra fyrir dóttur sinni að
„Brynja hefði ekki haldið
framhjá." Hann sagði böm
sín líða fýrir skrif Eiríks Jóns-
sonar blaðamanns, sem
hann efaðist um að væri
„hæfur" til að ala upp eigin
böm.
Satt og rétt
Ásgerður segir siðleysi
koma fýrst upp
í hugan.
„Fólkið er
búið að fram-
kvæma þessa
hluti. Bubbi
tekur þetta
greinilega til
sín og
hann um
það,"
segir Ás-
gerður, sem vill ein-
faldlega að málinu
Ásgerður
Guðmundsdóttir
Segiststanda við
allt sem hún segir.
ljúki. Hún sé búin að segja
sitt og standi við það. Ann-
að skipti hana ekki máli.
Hvorki náðist í Bubba
Morthens né Brynju
Gunnarsdóttur í gær en
Brynja mun vera í fríi úr
vinnu sinni hjá Eddu
miðlun.
simon@dv.is
Brynja Gunnarsdóttir og Bubbi
Morthens Berjast I fjölmiðlum
vegna opinberunar um framhjáhald.
------------------1 i ....-------
„Þessi nýja blaðamennska er ofbeldi." „Ég sagði einfaldlega sannleikann
og svona bregst þetta fólk við/'
Viðtalið við Bubba úr fréttum Stöðvar tvö í gær
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir:
„Óhætt er að segja að forslðufréttir slð-
ustu tveggja tölublaða Hér ognú hafi
vakið athygli I okkar litla þjóðfélagi. I
þessari viku birtist forsíðufréttin Brynja
hélt framhjá Bubba og fannst mörgum
sem blaðamennska á Islandi hefði náð
nýrri lægð í umfjöllun um einkallffólks.
Vikunni á undan
hafði hins vegar
birst fyrirsögnin
Bubbi fallinn,
sem þegar blaðið
var lesið átti að
skiljast: Fallinn á
reykingabindind-
inu. Hópur blaöa-
manna hefur
mótmælt þessum
vinnubrögöum opinberlega og nú er
komið að Bubba sjálfum, sem segist
ekki vera maður til að taka svona
meðferð þegjandi."
Bubbi Morthens:
„Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera.
Þeir vita alveg hvað þeir eru að setja
upp, sko. Ætlunin er að selja þetta:
Bubbi er byrjaðurað dópa. Síðan hafa
þeir svona öryggisventil á, sko... að
reykja. Ég er búinn að reykja í eitt og
hálft ár! Ég er búinn að vera að hætta
að reykja út og inn í tuttugu og fímm
ár! Ég meina, hvaða bull erþetta?
En tilgangurinn er fyrst og fremst þessi
að skaða mig. Afkoma min og trúverð-
ugleiki og ímynd mín. Þetta byggist
allt á því að ég sé edrú. Að, semsagt...
allt sem ég geri I dag byggist á því.
Efég fell þá hrynur allt I kringum mig.
Það er alveg borðliggjandi. Og samn-
ingar sem ég hef verið að gera við stór
fyrirtæki úti í bæ. Þeir byggjast á því að
ég sé edrú. Þetta er at-
vinnurógur af verstu
tegund."
Eva:
„Bubbi Morthens segist
hafa lifað sem opinber
persóna í aldarfjórðung
og sætt sig við ýmiss
konar umfjöllun sem
fylgir því aðhafaat-
vinnu afþví að vera frægur. Þegar
hann og eiginkona hans til nítján ára
skildu nýverið hafí hann hins vegar
talið best að taka hlé frá viðtölum.
Ákvörðun sem hann taldi á slnu valdi
að taka."
Bubbi:
„Ég veit ekki hvað þetta er. Ég heyrði
viðtal utan afmér við Eirík þar sem
hann sagði:„Bubbi er búinn að mis-
nota fjölmiðla í tuttugu og fimm ár.
Nota þá sér til framdráttar. Svo fer
hann í fjölmiðlabann. Heldurðu bara
að hann geti farið i fjölmiðlabann?" I
rauninni mátti lesa milli línanna:„Við
þvingum hann I viðtal. Hvernig sem
við ætlum að fara að þvíþvingum við
hann í viðtal."
Það er það sem þeir eru að gera við
fyrrverandi konuna mína. Það er ein-
hver Slmon sem hringir I hana dag og
nótt eftir forsiðuna á Hér og nú. Með
því að setja hana á forsíðuna þá telja
þeirsig geta þvingað hana I viðtal.
Þessi nýja blaðamennska erofbeldi.
Ég get alveg sagt (horfir I vélinaj:
Gunnar Smári,
Mikki Torfa, Eirikur.
Hittið mig niðri i
Faxafeni. Ég skal
boxa við ykkur alla.
Löglega. Inni í Hlf HL
hringnum. Þetta er
ekkert ósvipað."
Eva:
„Þú ert greinilega
rosalega reiður."
Bubbi:
„Já, ég er gifurtega reiður og er að
reyna að hemja mig. Fyrir tíu árum síð-
an heföi ég farið heim til allra þeirra.
Allra þeirra og lamið þá. En, hérna, ég
geri það ekki i dag. Ég á mikið undir
mér.
Já, auðvitað er ég reiður. Hver er til-
gangurinn með því að taka mig, eða
réttara sagt fjölskyldu mína? Ég á
börn, þrjú börn. Mikki Torfa á börn. Ég
held að EiríkurJónsson eigi börn. Ég
veit ekkert hvort hann hugsar um þau
en ég held hann eigi börn.
Og hérna... Hver er tilgangurinn? Hver
er tilgangurinn með þvi að ég þurfi að
verja móöur barna minna? Og segja
þeim að hafa ekki áhyggjur. Mamma
þeirra sé ekki vond. Hafi ekki haldið
framhjá mér. Og ég sé ekki byrjaður
að dópa. Dóttir mín segir: „Pabbi,
pabbi. Ekki dópa, þá deyrðu." Og svo
sjá þau þetta í búð-
um og gluggum og
annað, sko."
Eva:
„GunnarSmári Egils-
son, forstjóri 365 fjöl-
miðla, ber á endan-
um ábyrgð á þessu
öllu. SegirBubbi, sem
í viðtalinu vandar.
ekki blaðamönnum fyrirtækisins kveðj-
urnar."
Bubbi:
„Mér þykir líka alveg ferlega skrýtið að
ég sé að vinna hjá fyrirtæki sem er að
rústa æru minni. Hvernig get ég unnið
hjá fyrirtæki, lýsa boxi og framvegis,
Idolið og allt þetta? Og þessir menn
eru á meðan að tæta af méræruna."
Viðtal Evu viö Bubba verður birt i heild
sinni í Islandi í dag í kvöld.
Leikræn tilþrif í héraðsdómi
Á föstudaginn mætti heymarskert
spákona í Héraðsdóm Reykjavíkur.
Hún hafði smyglað kókaíni í sérútbú-
inni hárkollu og hágrét í héraðsdómi
þegar hún sagði raunasögu sina.
Þetta var víst einhverjum Albert að
kenna. Afríkubúa sem hafði vélað
spákonuna í þennan gjöming.
Svarthöfði veit að lífið er leikhús.
Sú staðreynd verður sjaldan jafn
augljós og í lokuðum dómsölum
héraðsdóma landsins. Þangað mæta
jafnt forhertustu glæpamenn og
veikburða fómarlömb; segja sögu
sína á dramatískan hátt meðan lög-
fræðingar leikstýra sýningunni með
tilvitnunum í gamla dóma og lag-
anna bókstaf.
Heyrnarlausa spákonuamman er
gott efni í bíómynd. Málsvörn
Hákonar Eydal er nánast bók-
menntalegt meistaraverk. Fall Land-
símadrengjanna, fjölskyldudeilur
afkomenda Laxness, allt em þetta
skínandi perlur í annars leiðinlegum
hversdagsleika.
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað rosalega gott, það erekki hægt annað,“segir Kjartan Guðbergsson, betur
þekktur sem Daddi diskó, sem stendur fyrir Duran Duran-tónleikum næstkomandi
fímmtudag. „Ég er búinn aö hlakka til tónleikanna lengi og finn fyrir gríðarlegri stemn-
ingu hjá eiginlega öllum. Núna eru tónleikarnir númer eitt, tvö og þrjú hjá mér, en svo er
maður alltafað spila. Alltaf eitthvað fólk sem nennir aö hlusta á gamla diskótekarann. Síð-
an er maður í nettu sumarleyfí og eftir það tekur við feðraorlof. Lífíð brosir þvl viö manni."
í síðustu viku var handbolta-
hetjan Valdimar Grímsson meira að
segja fyrir dómi. Maðurinn sem
dældi út mörkunum í horninu fyrir
landsliðið þurfti að horfast í augu
við sjálfan sig og þjóðina - og segja
sannleikann, ekkert nema sann-
leikann.
Svarthöfði veit fátt skemmtilegra
en að skella sér niður í héraðsdóm
með popp og kók í hönd. Flest
réttarhöld em öllum opin og á
góðum dögum er þetta eins og besta
leiksýning eða bíómynd. Þú gætir
séð Ástþór Magnússon sprauta
tómatsósu frammi á gangi. Hand-
rukkara með DV fyrir andlitinu.
Morðingja í fylgd lögreglumanna í
jámum. Frægt fólk sem er búið að
missa allt eða einfaldlega nágranna
þinn sem gerði eitthvað sem hann
sér eftir.
Og það besta við héraðsdóm er
að ólíkt Þjóðleikhúsinu kostar ekkert
inn.
Svaithöfði