Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 23
DV Sport MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 23 Fimleikafélag Hafnarfjarðar sigraði örugglega í bikarkeppni FRÍ sem lauk í úrhellisrigningu á Laugardalsvelli á laugar- dag. FH tók þrennuna, vann bæði í karla- og kvennaflokki, sem gaf félaginu að sjálfsögðu sigur í heildarkeppninni. Fræknir fyrirliðar Þau Silja Ulfarsdóttir og Jón ArnarMagnússon fóru fyrir liðiFH sem sem varð enn og aftur bikarmeistari f frjálsum íþróttum. DV-mynd E.ÓI. FH í sérflokki í Laugardalnum FH vann yfirburðasigur í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Is- lands sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina. Þegar upp var staðið hlaut FH alls 195 stig og vann stórsigur í karlaflokki, kvennaflokki og heildarkeppninni. Þetta er tólfta árið í röð sem FH sigrar í bikarkeppninni en í öðru sæti varð ÍR með 153 stig og svo kom UMSS með 131 stig. Silja Úlfarsdóttir safnaði flestum stigum á mótinu en hún vann alls sex greinar. Eftir fyrri keppnisdag mótsins sem-fram fór á föstudag var FH með 100 stig, 23 stigum á undan ÍR, og leiddi bæði í karla- og kvennaflokki. Silja Úlfarsdóttir sigraði í þremur einstaklingsgreinum þann dag, í 400 m grindahlaupi, 100 m hlaupi og 400 m hlaupi, en staðan var frekar jöfn í kvennaflokknum eftir fyrri dag og forysta FH aðeins þrjú stig á ÍR. Jón Arnar Magnússon sigraði í tveimur einstaklingsgreinum á föstudag, stangarstökki og langstökki, og þá var hann í sigursveit FH í 4x100 m boðhlaupi. Tvö aldursflokkamet féllu, Brynj- ar Gunnarsson úr ÍR setti sveinamet í 400 m grindahlaupi þegar hann hljóp á 56,06 sekúndum en FH-ing- urinn Björgvin Víkingsson vann hlaupið á 55,31. Þá var 32 ára gamalt meyjamet í kúluvarpi slegið þegar Ragnheiður Anna Þórsdóttir úr FH kastaði kúlunni 12,69 metra. Silja með alls sex sigra Það rigndi vel seinni keppnisdag- inn en hann byrjaði á sleggjukasti þar sem Guðleif Harðardóttir úr ÍR sigraði og hleypti enn meiri spennu í kvennakeppnina. í karlaflokJd sigr- aði FH-ingurinn Bergur Ingi Péturs- son með yflrburðum. í 200 metra hlaupi og 100 metra grindahlaupi kvenna kom Silja Úlfarsdóttir fyrst í mark og Þórey Edda Elísdóttir sigr- aði í stangarstökkskeppninni.þannig að FH náði góðri forystu í keppninni um kvennabikarinn. Sigur Bimu Björnsdóttur í 800 m hlaupi kvenna og sigur í 1.000 m boðhlaupi færði síðan kvennaliði FH titilinn, en það hlaut 90 stig og sigraði ÍR með níu stiga mun. Ásdís Hjálmsdóttir sem keppir fyrir Ármann/Fjölni setti unglinga- met í kringlukasti kvenna með kasti upp á 49,20 m sem færði henni gullið í greininni. Jón Arnar fór fyrir karlaliðinu Jón Arnar tók þátt í óvenjufáum greinum í mótinu að þessu sinni en sigraði örugglega í 110 m grinda- hlaupi á 15,29 sekúndum og var í sigursveit FH í 1.000 m boðhlaupi. Hann vann því alls fimm greinar á mótinu og fékk flest stig af karl- mönnum Fimleikafélagsins. Jónas Hlynur Hallgrímsson sigraði í þrístökki, Óðinn Björn Þorsteinsson í lcringlukasti, Bjöm Margeirsson í 800 m hlaupi og Sveinn Þórarinsson í 200 m hlaupi. Karlaliðið FH endaði því með 105 stig, UMSS varð í öðm með 80 stig og svo kom ÍR með 72 stig. Heildamiðurstaðan var því sú að FH sigraði með 195 stig, ÍR Maut silfrið með 153 stig, UMSS endaði með 131 stig, Breiðablik hlaut 128 stig og Ármann Fjölnir rak lestina með 122 stig. etvar@dv.is Afall fyrir bikarmeistara Keflavíkur. Maqnúsfrá ímánu Bikarmeistarar Keflavíkur urðu fyrir áfalli um heigina þegar Ijóst varð að markvörðurinn Magnús Þormar getur ekki leiJdð með félaginu næsta mánuðinn. Magnús meiddist illa í leiknum gegn Fylki þegar Björgólfur Takefusa reyndi allt of seint að komast í boltann. Var Magnús svo illa haldinn í kjölfarið að hann var á sjúkrahúsi f nokkra daga. Þetta var annar ieikurinn í röð sem markvörður Keflavfkur meiðist illa en Ómar Jóhannsson rotaðist gegn ÍA á Akranesi eins og flestir ættu að muna. Þetta er enn eitt áfallið sem Keflavík vetður fyrir í sumar en Ingvi Rafb Guðmundsson fót- brotnaðí gegn ÍBV og leiku. ekká nteúa í sumar og svo meiddist Gestur Gylfason gegn Fjölni í bikamum. Hörður Sveinsson er hins vegar allur að koxna til eftir meiðsli sem hal'a verið að plaga hami síðustu vikur. Hann er bytjaður að skokka og ætti aö vera klár fljótlega. -hbg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.