Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Blaðsíða 14
74 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 Fréttir DV 50 gráður í Pakistan 106 hafa látist og hund- ruð manns liggja veik vegna hitabylgju sem er í Pakistan þessa dagana. Hit- inn hefur farið upp í 50 gráður á celsíus í nokkrum héruðum landsins. Skurðir, ár og vötn landsins eru því yfirfull af fólki sem gerir hvað sem það getur til að kæla sig. í dag verður kveðin upp refsing yfir manni sem hefur verið kallaður skæðasti lygari Bretlands. í tíu ár blekkti hann flölda fólks og sagðist vera njósnari MI5. Hann svindl- aði pening út úr því, lét það halda að IRA væri á eftir því, svelti og pynti. Kvennaflagari og lygalaupur sem bóttist vere ojósoari Fósturí magadrengs Læknar í Bangladess fjarlægðu á laugardaginn löngu látið fóstur úr maga hins sextán ára Abu Raihan. Hann hafði kvartað undan maga- verkjum. Læknamir segja að fóstrið hefði orðið að tvíbura drengs- ins ef það hefði vaxið á eðlilegan hátt í legi móð- urinnar. Fóstrið var orð- ið tvö kfló að þyngd. Allir útlimir voru vaxnir á það. íbúar bæjarins íjöl- menntu fyrir utan spítal- ann þegar það spurðist út að þar inni væri drengur að fæða bam. Þetta svipar til þess þeg- ar læknar fundu fóstur í maga sjö ára drengs í Kasakstan árið 2003. Það var orðið að æxli og vaxnar á það neglur, bein og hár. Sonur Blairhjá repúblikönum Elsti sonur Tonys Blair, Euan Blair, sem er 21 árs, er á leið til Washington. Þar ætlar hann að vinna fyrir nefnd í neðri deild þingsins í þrjá mánuði. Nefndin er á vegum repúblikana og hefur það vakið furðu demókrata að hann skyldi ekki kjósa að vinna í þeirra röðum. Þeir líta á breska Verkamannaflokkinn sem samherja sinn. Tal^menn Blairs brugðust skjótt við . athugasemdum demókrata; og sögðu strákinn einnig ætla að sækja um aðáð- stoða stjórnmálamann úr röðum þeirra. Hákarl réðst á stúlku . Fjórtán ára stúlka dó eft- ir að hákarl réðst á hana í Mexíkóflóá á laugardag. Hún og vin- ur hennar voru að leika sér á maga- brettum, rétt utan við ströndina. Þá tóku þær eftir dökkum skugga í vatninu og syntu í átt að landi. Há- karlinn réðst til atlögu og beit hana í mittið. Stúlkan var flutt á spítala þar sem hún lést. Robert Hendy-Freegard er þrjátíu og fjögurra ára gamall. Hann á lífstíðardóm yfir höfði sér fyrir að hafa lagt líf fjölda fólks í rúst. Hann spann lygavef og fékk fólk til að trúa því að hann væri njósnari í anda James Bond. Þegar fólk var síðan á „flótta" með honum um England var það svelt, lamið og sent í falskar njósn- aferðir. Að minnsta kosti átta manns lentu illa í blekkingum Hendy- Freegard. Á fimmtudaginn dæmdi kviðdómur f London hann sekan um mannrán, þjófnað og blekingu. Dómari mun í dag kveða upp refs- ingu yfir honum en búist er við því að hann hljóti lífstíðardóm. Fyrrum bílasali Robert Hendy-Freegard er fyrr- um bflasali og barþjónn. Hann þótt- ist vera njósnari í bresku leyniþjón- ustinni og náði algerri stjóm yfir fólki. Talið er að hann hafi haft rúm- lega 120 mflljónir upp úr krafsinu. Hann var með sex konur í takinu í einu og trúlofaðist flestum þeirra. Ein kvennanna eignaðist tvö böm með honum og hann var sýknaður af kæm um mannrán hennar. Fólk var þrælar Lýsingarnar á aðferðum Hendy- Freegard em lygilegar. Hann ving- aðist við og laug að þremur náms- mönnum að hann væri að rannsaka IRA-hóp innan skóla þeirra og fékk Taliö er að Hendy- Freegard hafi haft rúmlega 120 milljónir upp úr krafsinu. Hann var með sex konur í takinu í einu og trú- lofaðist flestum þeirra. þau til að „njósna fyrir föðurlandið". Stuttu seinna sagði hann hópinn hafa áttað sig á því að hann væri njósnari og að þau væm einnig í hættu vegna vinskaps við hann. Þá fór hann með fólkinu „á flótta“ um England í margar vikur. Kom því síð- an fyrir í húsi uppi í sveit, lét þau ýmist vinna fyrir sig, vera í stofu- fangelsi og hringja í foreldra sína tfl að biðja um pening. Allan tímann trúðu fórnarlömbin sögu hans. James Bond Hendy-Freegara sago ist vera njósnari hjá MI5Í þjónustu hennar hátignar, rétt eins og James Bond. Keyrði um á sportbílum og klæddi sig eins og heimsmaður. Robert Hendy-Freegard Fyrrum bílasali og barþjónn sem tók yfir llf fjölda fólks og stal allt að tíu árum I ' “ ‘ “ sinn undarlega leik. þvi tiíað leika Lýsingarnar á aðferðum Hendy-Freegard eru lygilegar. Hann vingaðist við og laug að þrem- ur námsmönnum að hann væri að rannsaka IRA-hóp innan skóla þeirra og fékk þau til að „njósna fyrir föðurlandið". Engin eftirsjá Ein kona var föst í lygavefnum í tíu ár. önnur var nýgift og yfirgaf eiginmann sinn þegar hún kynntist Hendy-Freegard. Mörg fórnarlömb vom mörg ár að vinna sig upp úr skuldum eftir kynni sín af honum og þeim aðilum sem hann taldi þeim trú um að vildu drepa þau. Sjálfur var hann hins vegar duglegur að fara í frí á glæsilegustu hótel heimsins, keyrði um á sportbílum og gekk að- eins í dýmm föttun. „Þú ert sjálfselskur bragðarefur. Sýnir ekki vott af eftirsjá vegna niðurlægingarinnar og alls sem fórnarlömb þín þurftu að ganga í gegnum," las dómarinn yfir hausa- mótunum á Hendy-Freegard í síð- ustu viku. Búist er við því að hann hljóti lífstíðardóm. Út um allt Fórnarlömbin flökkuðu um allt England, sum jafnvel í fleiri ár, vegna þess að Hendy-Freegard hafði talið þeim trú um að morðingjar væru á hælum þeirra. Mistök lögreglumanna talin geta verið valdur dauða þriggja drengja Klifruðu upp Þrír drengir, sem leitað hafði verið ákaft í tvo daga, fundust látn- ir í bflskotti í heimabæ sínum í New Jersey í Bandarfkjunum á föstudag- inn. Mæður þeirra gerðu lögreglu viðvart á miðvikudaginn þegar þeir hurfu skyndilega. Grunur lék á að þeim hefði verið rænt og alit tiltækt lið kembdi næsta nágrenni í tvo daga. Á föstudaginn fann faðir eins drengjanna þá látna í skotti á bfl, rétt hjá þar sem þeir vom að leik. Gleymst hafði að leita í skottinu en það var meðal fyrstu verka leitar- flokksins. Engin merki vom um átök. Talið er að þeir hafi klifrað upp í skottið, það hafi læst og þeir kafnað. „Ég sá hann opna skottið. í skott og köfnuðu Hann öskraði hástöfum og féll í jörðina," segir nágranni sem var vitni að því þegar faðirinn fann drengina. Hann var fluttur burt í sjúkrabfl. Drengirnir voru 5, 6 og 11 ára. Amma eins þeirra á bflinn, sem bil- aði fyrir skömmu og hafði verið lagt í innkeyrslu fyrir framan heimili hans. íbúar Camden eru ævareiðir yfir þessum mistökum lögregl- unnar og gagnrýnisraddir heyrast víða um Bandaríkin. Óvissa ríkir um hvort hægt hefði verið að bjarga drengjunum. Einnig þykir sæta furðu að enginn heyrði í drengjunum í skottinu þegar byrj- að var að leita. Faðirinn fann drengina David Agosto fann son sinn Daniel og tvo félaga hans látna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.