Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 25
t
Ð\ Heilsan
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 25
læknað Alzheimer
í sambandi viö notkun á lyfinu og mun
það verða til dæmis notað við flug-
þreytu og Alzheimer.
Lyfið mun virka þannig að það
örvar boð taugasíma til næstu frumu
og stefiit er að því að síðar meir verði
lyfið notað sem örvandi lyf fyrir annars
heilbrigt fólk. Það virðist sem iyfinu
fyigi ekki aukaverkanir og af því að það
hefur ekki örvandi áhrif á líkamann, líkt
og amfetamín, þá muni fólk getað sofið
værtaflyfinu.
Það er þó ekki búið að rannsaka
málið nóg og eflaust langur tími þar til
hægt verður að bryðja töflur þessar til
aðkomasérígír.
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
ö
BETUSAN
DV er í llfrænu stuði þessa dagana og vill fræðast sem mest um málið. Því var leit-
að til Önnu Sigríðar Ólafsdóttur matvæla- og næringarfræðings hjá Rannsóknastofu
í næringarfræði og hún beðin um að varpa betra ljósi á lífrænt ræktaðar vörur.
„Jafnvel þótt við vitum ekki með
vissu hvort eða hversu mikla kosti
lífrænar vörur hafa fram yfir þær
hefðbundnu er það víst að þeir sem
vanda fæðuvalið njóta þess að
borða með góðri samvisku og upp-
skera ánægju og vellíðan," segir
Anna og bendir á að það er gjarnan
fólk sem er uppteknara af hollust-
unni sem velur lífrænar vörur og
veltir kannski innkaupunum meira
fyrir sér.
Henni þykir áríðandi að vera
meðvitaður um það sem maður
velur og gefa sér tíma til að kaupa í
matinn, lesa á umbúðir og velta því
fyrir sér hvað maður lætur ofan í
sig. „Það er mikils virði að velja af
kostgæfni það sem við látum ofan í
okkur, hvort sem við veljum lífrænt
eða annað.”
Er næringin betri í lífrænu?
Anna segir þeim sem rannsakað
hafa næringargildi lífrænna mat-
væla, og þá fyrst og fremst lífrænt
ræktaðra ávaxta og grænmetis, ekki
bera saman um hvort þau hafi
nokkra sérstöðu. Einn helsti vand-
inn er að rannsóknirnar eru fáar og
ekki hefur alls staðar verið vandað
til verksins. Lífrænt ræktaðar kart-
öflur og sumt grænmeti virðast þó
innihalda nokkru meira af C-
vítamíni en sömu vörur við hefð-
bundna ræktun og í lífrænu korni
er próteinmagnið minna en
próteingæðin jafnframt meiri en í
því venjulega. Næringargildið er þó
ekki bara undir framleiðslunni
sjálfri komið. Það getur verið mjög
breytilegt innan tegunda óháð
ræktunaraðferðum auk þess sem
næring jarðvegsins, veðurfar, sól-
skin, væta og vindar geta skipt
sköpum. Það eru hins vegar ekki
bara næringarefhin sem skipta
máli. Anna segir einnig bragðið
ráða almennt mestu um það hvað
verður fyrir valinu þegar keypt er
inn og mörgum finnst lífrænar vör-
ur sérlega bragðmiklar og góðar.
Lífrænn lífsstíll á allra færi?
„Fólk kýs lífrænar vörur ýmist af
heilbrigðisástæðum, umhverfis-
sjónarmiðum eða af hjartagæsku
gagnvart dýrum,“ segir Anna. Hún
bendir á að það er dýrara að velja
lífrænt, enda er framleiðsla líka
dýrari. Það er ekki á allra færi að
leggja út fyrir þessum viðbótar-
kostnaði og því hlýtur lífrænt að
flokkast sem hálfgerður lúxus. Það
er til lítils að hafa hollustuna í fyrir-
rúmi ef ekki er til nóg að borða. Það
skiptir máli fyrir heilsuna að dagleg
neysla af ávöxtum, grænmeti og
grófu komi verði ekki af of skornum
skammti.
Það er þvf kannski ráð fyrir
marga að velja líffænt í bland við
annan hollan mat.
Mikilvægt að vanda valið
Það er sama hvort við veljum líf-
rænar vörur eða matvæli framleidd
með hefðbundnum leiðum - mestu
máli skiptir að velja fjölbreytt fæði
þannig að við fáum nóg af öllum
nauðsynlegum næringarefnum um
fæðunni.
Jafiivægi á milli næringarefna
skiptir máli fyrir efnaskipti líkam-
ans, það gildir ekki því meira því
betra. Jafnvægið næst helst með því
að borða alls konar mat í stað þess
að einskorða sig við fáar tegundir.
„Lífrænt er ekki trygging fyrir því að
við borðum hollari mat - það er
„Það erþví kannski
ráð fyrirmarga að
vefja lífrænt í bland við
annan holfan mat/'
alltaf jafn mikilvægt að vanda valið
og kunna sér hóf.“
Verndun umhverfisins
Að lokum þykir Önnu áríðandi
að minnast á að vörur geta verið
umhverfisvænar án þess að vera líf-
rænar. Vörur teljast umhverfisvæn-
ar ef þær eru spameytnar á orku og
auðlindir, endurnýtt efni eru notuð
eins og frekast er kostur og fram-
leiðslan veldur ekki mengun. Neyt-
endur geta líka gert sitthvað til vera
vænni við umhverfið, svo sem valið
umhverfismerktar vömr, takmark-
að umbúðanotkun og hugað að
endurvinnslu. Síðast en ekki síst er
það umhverfinu til góða að velja
sem oftast íslenskt og helst vömr úr
eigin heimabyggð þar sem langar
flutningsleiðir em umhverfinu
óhagstæðar.
ragga@dv.is
Svo sárt að fólki finnst það oft vera að ganga af vitinu
Mígreni er mjög algengt um
heim allan en þó algengara hjá kon-
um en körlum. Mígrenishöfúðverk-
ur er sárari en annar höfuðverkur
en tekur á sig svo margar myndir að
erfitt er að greina hann.
Þekking á mígreni hefur aukist
verulega síðasta áratuginn og auð-
veldar það greiningu þess og með-
ferð.
Vegna þess hve verkurinn er oft
sár heldur fólk stundum að það sé
með alvarlegan sjúkdóm, til dæmis
heilaæxli eða sé að fá heilablóðfall.
Margir þættir geta ýtt undir
mígrenisköst svo sem taugaspenna,
óhóflegt álag, ofþreyta, óreglulegur
svefn, óreglulegar máltíðir, ýmsar
fæðutegundir og ákveðin lyf.
Einkenni mfgreníshöfuö-
verkjar
Stundum kemur höfúöverkurinn
f köstum sem standa yfir í nokkrar
klukkustundir og allt upp í þijá
daga. Hann er oft öðm megin í
höfðinu. Höfuðverknum fylgja oft
uppköst og ógleði. Mígrenissjúk-
lingar finna oft fyrir æðaslátti í
höfðinu. Þeir þola einnig oft illa
skær ljós, hávaða eða ertandi lykt.
Fólki með mfgreni líður oft svo Ula
að því finnst það vera að ganga af
vitinu. Margir vilja bara vera í ein-
rúmi og liggja hreyfingarlausir í
rúminu á meðan mígreniskastið
genguryfir.
Sumir fá sjóntruflanir og finna
jafnvel fyrir ljósglömpum, sikk-sakk
mynstri eða þá að það dimmir yfir
hluta sjónsviðs.
Mígreni getur fylgt dofatilfinn-
ing, eða fiðring í andUti eða öðmrn
útlimum.
Þeir sem hafa einhver af ofan-
töldum einkennum þjást að öllum
líkindum af mígreni.
Hár blóð-
þrýstíngur
Of hár blóðþrýstingur getur
verið lífshættulegur. Hér gefur að
líta helstu áhættuþætti:
J. Öldrun
2. Mikil saltnotkun
3. Reykingar
4. Óhófleg áfengisneysla
5. Offíta
6. Ýmsir arfgengir þættir
7. Mikil kyrrseta
8. Ofhdtt hlutfall mettaðrar fítu I
fæðunni
9. Stress
10. Lág fæðingarþyngd
Hrukkóttur
Ugli-ávöxtur
Ugli-ávöxturinn
á ættir sínarað
rekja til Jamaica
og er hrukkótt-
asti sitrusávöxt-
urinn.Börkur-
inn er Ijós app-
elsínugulur
með grænum
skellum og
kjötið erapp-
elsínugult eða
bleikt og
minnir bæði á
appelsínu og grape.
Ugli er fáanlegur frá október til
febrúar og geymist f Iskáp (eina til
tvær vikur.
Gott er að nota ávöxtinn í salöt en
ef hann er borðaður sér er best að
taka börkinn af og rífa í báta eins
og appelsínur heldur en að borða
með skeið eins og grape. Ugli hefur
ekki verið rannsakaður mikið en er
talinn hafa næringarefni á svipað á
við aðra sitrusávexti.
1