Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005
Bílar IV
Bílasérfæðingur DV
' r
Á
hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða birtist í blaðinu alla virka daga.
9 vinsælustu ferðabílarnir í USA 2005
Fallegir og ferðavænir
í fyrsta sæti er
Chevrolette Corvette Convertible. Tækni-
Fyrir þá sem ekki ætla að taka með væddur, kraft-
sér fleiri en einn farþega i ferðalagi, mikill og spameytinn Lexus RX er í
þá er hann hraðskreiður, auðveldur fimmta sætinu.
í keyrslu og þægilegur.
Aston Martin, sem nú tilheyrir
Ford, heldur uppi merki hins
hreinræktaða breska sportbfls;
magnaðir bflar sem höfðu unnið
sér sess í fremstu röð í alþjóðlegum
kappakstri á árunum milli heims-
styijaldanna. DBS, sem lengst af
var bakfiskurinn í sölu fyrirtækis-
ins, birtist fyrst 1967 með 6 sflindra
vél. DBS með V8-vél var fáanlegur
frá og með aprfl 1970 en 1972 var
DBS úr sögunni og gerðin nefndist
upp frá því Aston Martin V8, þar til
1989.
Bensíngleypir
Ekki var gert ráð fyrir að kaup-
andi bfls á borð við Aston Martin
V8 spyrði um verð nema hann væri
nýríkur asni sem kynni sig ekki.
Eyðsla hafði löngum þótt algjört
aukaatriði þegar milljónerar áttu
hluta að máli. En „orkukreppan"
1973 breytti því - á næstu árum
urðu jafnvel millarnir að beygja sig
fyrir almenningsálitinu - því.það
þótti allt í einu púkó, og slæmt fyrir
ímyndina, að sóa eldsneyti.
Aston Martin var ekki eini bfla-
framleiðandinn sem varð fyrir
barðinu á nýja svelgjaskattinum
„gas guzzler tax" í Bandaríkjunum
sem fældi kaupendur frá unn-
vörpum en skattar hafa löngum
verið eitur f beinum auðmanna -
þó með fáum undantekningum.
Einstaklega fallegur
Stafirnir DB í gerðarheitum
Aston Martin standa fyrir David
Brown. Sá var dráttarvélaffamleið-
andi sem eignaðist meirihluta í
Aston Martin 1947 og sem stjórnaði
fyrirtækinu, í eigin persónu, um
árabil og var sérstakur áhugamaður
um alvöru sportbfla.
Skrifa mætti langt mál um tækn-
ina hjá Aston Martin. Auk vandaðra
og öflugra véla er skelin (boddíið) á
DB afar sérstæð; flókið handverk
sem er búr úr stálrörum klætt með
áli; létt og sterkt. Aston Martin hef-
ur oftar en Jagúar falið ítölskum
hönnuðum formun og útlit sinna
bfla. Þó hefur þannig tekist til að
bflarnir, sem þykja einstaklega
fallegir, hafa haldið • áberandi
breskum sérkennum.
Bresk bílaframleiðsla undir
högg að sækja
Nú er nánast ekkert eftir af þeim
stóriðnaði sem bresk bflafram-
leiðsla var á 6. áratug 20. aldar en
þá var útflutningur bfla ein af
helstu tekjulindum Breta. Aston
Martin hefur þó þraukað þrem ára-
tugum lengur en margir þekktir
breskir bflaframleiðendur þótt enn
séu blikur á lofti. Framtíð tegund-
arinnar er óráðin þótt merkið sé nú
eign Ford, sem eins og aðrir amer-
ískir bflaframleiðendur græðir á tá
og fingri. En það breytir ekki þeirri
staðreynd að V8 Vantage og
Volante, sem er blæjubfllinn, verða
enn um ókomin ár á meðal allra
öflugustu sportbflanna.
Aukið vélarafl
Þegar Vantage V8 birtist árið
1976 hafði hann 40% meira vélarafl
en eldri 8 sílindra bfllinn. Fjöðrun-
inni hafði verið breytt sem, ásamt
Annað sætið
skipar Chevrolet Suburban. Vinsæll
með eindæmum og nægt pláss fyrir
vini og vandamenn.
Á Land Rover LR3 skiptir ekki öllu
hvort þú þvælist aðeins af veginum.
Hann þolir það. Auk þess er hann
afskaplega þæ'gilegur.
Chiystler 300 SRT8 er mjög hrað-
skreiður en kannski ekki besti bfll-
inn fyrir langferðir en gaman að
gefa vel inn á milli stoppa.
öflugri bremsum, jók getu bflsins
og öryggi á hraðbrautum en há-
markshraði var 270 km/klst og
hröðunin athyglisverð (6,3 sek).
Vélin, en hún er að mestu leyti
handsmíðuð, er úr léttmálms-
blöndu. Slagrými er 5,34 lítrar sem
telst mikið á evrópskan mæli-
kvarða. Tveir kambásar eru á hvoru
heddi og fjórir tvöfaldir Weber-
blöndungar sáu um eldsneytið þar
til bein innsprautun tók við;
eyðslan er um 20 lítrar á hundrað-
ið, sé stigið varlega á gjöfina.
Listasmíði og glæsilegt
handbragð
Aston Martin hefur aldrei látið
uppi hestaflatölu vélarinnar í
Vantage en sérfræðingar telja hana
a.m.k. 400 hö. Þegar við bætast
tvær forþjöppur og bein inn-
sprautun má ímynda sér að hest-
öflin losi 600.
Listasmíði og glæsilegt hand-
bragð er einkennandi fyrir Aston
Martin og lfldega bera fáar bfla-
smiðjur jafn mikið traust til starfs-
manna sinna og Aston Martin
gerði. Til marks um það er skjöldur
á hverri bflvél sem á er
grafið nafn þess starfs-
manns sem setti vél-
ina saman.
Styttist í framleiðslu vetnisbíla
Toyota, annar
stærsti bflafram-
leiðandi heims,
vinnur að kappi
að ná því mark-
miði sínu að
koma vetnisbfl-
um á göturnar
árið 2015.
Verð á slíkum
grip er áætlað
rúmar þrjár millj-
ónir íslenskra króna.
Haft var eftir Kazuo Okamoto,
yfirmanni rannsóknar- og þróun-
arsviðs Toyota frá og með næsta
mánuði, að erfitt sé að hleypa
verkefninu fyrr af stokkunum sök-
um þess að skortur verði á „vetn-
isstöðvum" til að fylla á bflana.
Markmið Toyota eru mun hóg-
værari en General Motors sem
Vetnisbfll Góðar
fréttir fyrir umhverfið.
halda því
fram að árið 2010 verði þeir undir-
búnir með framleiðslu á vetnisbfl-
um.
Bflar knúnir vetni sem gefa að-
eins frá sér vatn, munu verða
blíðari gagnvart umhverfinu og
ýta undir strangari reglur varð-
andi loftmengun. Einnig er búist
við því að framleiðsla þeirra muni
ýta undir hækkandi orkuverð.
BMW
530xi þolir fjölskyldu, farangur og
skarpar beygjur og hafnar í sjöunda
sæti.
Honda Odyssey er í ijórða sæti en
þessi rúmgóði og spar-
neytni bfll er tal-
inn góður í
löngum
ferðum.
Wolkswagen Phateon er ansi dýr
sem fjölskyldubfll en það er stirnd-
um gaman að vera flottræfill.
Með toppinn niðri á MINI
Cooper Convertable
finnurðu vindinn í
hárinu og
sparar
bensín-
pening-
inn.
Sýning á safnbílum Ralph Lauren
Þessa dagana stendur yfir bflasýning í
Museum of Fine Arts í Boston.
Sýningin er sú fyrsta sinnar tegundar hjá
safninu og sýndir eru 16 magnaðir bflar úr
einkasafni tískumógúlsins Ralphs Lauren en
hann er mikill bflaáhugamaður.
Á sýningunni má finna Ferrari 250 Testa
Rossa, Jaguar XKD og Porche 550 -
Spyder, svo einhverjir séu nefildir. Ferrari 250 Testa
Sýningin stendur yfir til þriðja júlí. Rossa Fráárinu 1958.
Hreinræklaður
breskur spurthíll