Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005
Menning DV
mgjj ^jjkj
Myndarlegur strákur hann Gummi. ?
Sá sirkusinn afog tilá laug-
ardagskvöid. Fátæklegt sett og
vanþróaöa persónusköpun i fyrstu
þáttunum afFriends og Seinfeld -
þeir fyrrnefndu voru samt talsvert
meira mótaðir þó handritið gengi
býsna mikið á one-linerum.
Svo kom Guðmundur Steingríms-
son endurtekinn frá föstudegi. Það
er mikið patá piltinum, stórar og
miklar handasveiflur og talsvert
mikið afhonum sjálfum og einum á
skjánum. Lítið að marka innslags-
kafla og Einn á móti öllum verður
fært I sögur sem innihaldsminnsta
kjaftæði ídebattí langan tima en
umsjónarkonan hefur djarft blik í
auga og er afslöppuð að sjá. Lik-
lega efni i góða sjón-
varpskonu.
Athyglisvert: hér
hafa menn nú
samanburð
viðspjall-
þætti aföllu
tagi. I þeim
öiiumergætt
aðþviað ná
megi í einu miðl-
ungsskoti spyrjanda og gesti.
Oft er gestur settur l set fáum senti-
metrum undir seti gestgjafa. Venju-
legast er I þáttum á borð við Leno
og Letterman homið milli borðs og
sets haft þröngt svo rétt er hand-
arseiling milli sætanna. Hvert sem
litið er á svona þætti má læra um
sviðsmynd og innrömmun.
Ekki hér. Afþessu hafa sirkusstjórar
ekkert lært. Svo langt var milli Ósk-
ars Jónassonar og
G uðmundar að þeir
þurftu að kallast á.
Settið er ofvítt og hornið ofgleitt.
Það vantar mikið á nálægð gests og
gjafa. Sófinn er oflágt set og borð
Guðmundar oflangt og kalt. Það
mun þurfa mikla persónutöfra og
áhuga á þeim sem við á að tala að
keyra þetta sjó áfram. Það er ekki
nógað vera spenntur sjálfur fyrir
að vera á skjánum. En svo lærir sem
lifir.
Flugur
Upphitun fyrir Live 8 erá fullu. Nú
telja menn að fimm milljarðar horfi
á útsendingar i einhverju formi
þann 2.júli.
Konsertarnir i
Paris, London,
Róm, Filadelf-
íu, Tókíó,J6-
hannesarborg,
Toronto og
Berlín fara
með ýmsum
leiðum til
áhorfenda:
netið er nýjasti
ogkraftmesti
miðillinn,en 140 sjónvarpsnet bera
merkið auk útvarpsstöðva. Send-
ingin á að ná 85%jarðarbúa. Listar
listamanna eru enn i mótun. Þó er
vitað að Björk verður í Tókió og
verðurþað fyrsta upptroðsla henn-
ar á sviði um tveggja ára skeið.
Nokkrar járnrúllur vekja lukku í Bilbao. Það er bandaríski myndlistarmaðurinn
Richard Serra sem á þetta gríðarstóra og dýra verk, sem verður fastur hluti af sýn-
ingu Guggenheim í Baskalöndum. Handan við sundin standa stólpar eftir hann í
Viðey sem fáir hafa séð og sjaldan eru nefndir.
Bandaríski myndlistarmaður-
inn Richard Serra, sem gaf Reyk-
víkingum fyrir nokkrum árum
samstæðu höggmynda sem nú
standa í Viðey, ásamt verki Ólafs
Elíassonar sem fyrir tveimur árum
vakti hvað mesta athygli í Feneyj-
um, skekur listaheiminn þessa
dagana með gríðarstórum skúlpt-
úrum í Guggenheim-safninu í Bil-
bao í Baskalöndum.
Þetta eru engin smáflikki eins
og meðfylgjandi mynd sýnir og var
almenningi opnaður aðgangur að
þessum gripum um miðjan mán-
uðinn. Mat sérfræðinga er að verð-
mæti þeirra sé um 20 milljónir
Bandaríkjadala og hafa myndir af
verkinu prýtt öll helstu blöð Evr-
ópu liðnar vikur, þó tíðindi hafi
verið fyrirferðarmikil frá listastefn-
um Feneyinga og í Basel.
Hinn kunni gagnrýnandi Robert
Hughes segir í Guardian í síðustu
viku að á grundvelli þessara verka
sé það ótvírætt að Serra sé helsti
höggmyndasmiður nýrrar aldar.
Þessar stálrúllur eru alls átta og
verða til frambúðar fastur sýningar-
gripur í Guggenheim í Bilbao. Hug-
hes telur stærðina eina vekja með
áhorfandanum slíka tilfinningu
smæðar og formið geri hverjum
manni ljósa einfalda snilli verksins.
Því er komið fyrir í stærsta rými
safnsins og stærðin er slík að að-
eins ein stálmylla í heiminum gat
höndlað svo stórar rúllur og er hún
staðsett í Siegen í Þyskalndi. Áhorf-
andi getur gengið milli bylgjandi
stálsins en plöturnar standa sjálfar
á gólfinu og þurfa engan stuðning.
Hughes segir verkið hafa lamandi
áhrif á áhorfandann. Hann kallar
Serra síðasta abstrakt-expressjón-
istann, þótt honum sé þvert um
geð að setja merkimiða á lista-
mann af slíkri stærð.
Það tók mikið þrek og ríkuleg
framlög frá opinberum aðilum og
fyrirtækjum að ná til sín hinu
fræga safni Guggenheim í Bilbao
og var hinn heimskunni arkitekt
Frank Gehry fenginn til að hanna
bygginguna. Safnið hefur nú um
nokkturra ára skeið dregið til sín
hundruð þúsunda gesta og er það
talið eitt besta dæmið sem fyrir-
finnst í Evrópu um hvernig menn-
ingartengd ferðaþjónusta getur
kallað á flaum erlendra gesta.
Því vaknar sú spurning hvers
vegna Höfuðborgarstofu hefur
ekki tekist eftir margra ára umþótt-
unartíma að gera hið mikla verk
Richard Serra í Viðey að kenni-
marki fýrir listalíf borgarinnar?
Héraðshátíðir eru orðnar fastur hluti af sumarbrag landsins. Á Seyðisfirði verða
tónleikar af ýmsu tagi á dagskrá fram eftir sumri. Það er írskur söngvasveinn sem
startar röðinni á miðvikudagskvöld í kirkjunni á Seyðisfirði.
Hljóðfærasláttur á Seyðisfirði
Hann heitir Andy Irvine og er
stofiiandi og meðlimur hljóm-
sveita eins og Planxty, Sweeney’s
Men, Patrick Street og Mozaik.
Tónleikaröðin er kennd við Bláu
kirkjuna og dagskrá Irvine er sett
saman af keltneskri og balkneskri
tónlist, söng og spili á gítar og
bouzouki, og hefst kl. 20.30 á mið-
vikudagskvöld í kirkjunni.
Irvine er fyrir löngu þekktur
sem sönghöfúndur, tónlistarmað-
ur sem elskar heimstónlist, tónlist-
arvinur, ogmeölimur í mörgum
hópum. Hann hefur kynnt
bouzoukuna á írlandi og gætir
áhrifa hans þar víða á eyjunni
grænu.
Hann spfiar nú í fyrsta sinn á
íslandi og mun frá Seyðisfirði
halda norður um: spfiar á Akureyri
og Sauðárkróki áður en hann
kemur til Reykjavíkur þann 4. og 5.
júlí. Andy Irvine kemur tíl íslands í
sambandi við tónleikaröð Sumar-
tóna í Færeyjum.
Hann er ekki sá eini sem mun
spUa í röðinni í sumar. Reykjavík
Five - Kristjana Stefánsdóttir,
Hera Björk ÞórhaUsdóttir, Aðal-
heiður Þorsteinsdóttír, GfsU
Magnússon og Þoraldur Þorvalds-
son - koma austur þann 6. júlí, en
hópurinn hefúr haldið saman í
hartnær ár. Aðrir listamenn sem
verða í firðinum þegar líður á
sumarið eru tríó Einars Braga,
sálmatónleikar með EUen Krist-
jánsdóttir og Eyþóri Gunnarssyni.
3. ágúst kemur óvenjtUegur hópur:
Rúnar Óskarsson klarínettuleikari,
Þórunn Ósk Marínósdóttír víólu-
leikari og Ámi Heimir Ingólfsson
píanóleikari og flytja tónlist sem
er samin sérstaklega fyrir slík trfó.
Á norskum dögum verða svo
norskir gestir á ferð: Reidun Hor-
vei, mjög velþekkt þjóðlagasöng-
kona, Geir Botnen, píanóleikari,
og Knut Hamre sem leikur á
Hardangursfiðlu.