Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Side 33
Menning DV
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ2005 33
Hinn þekkti tísku- og
konseptljósmyndari David
LaChapelle, ríkur hvítur
hommi sem hefur gert mynd-
bönd fyrir Britney og J-Lo og
stillt upp efnivið sínum í lit-
ríkar ljósmyndabombur,
hefur snúið sér að öðru. Á
föstudaginn frumsýndi hann
nýja heimildarmynd í fullri
lengd sem fjölmiðlar vestan-
hafs segja að muni setja nýja
bylgju af stað um hinn vest-
ræna heim, nýja dansbylgju.
-
•' ' *
Rize Stæltir svartir
sveittir skrokkar í
South Centralfetta
sig í kvikmynd
LaChapelle.
Mfi rSouth Central
annarri og óskyldri mynd
við hettuklætt ofbeldi
hverfisins. Hann segir
dansinn og allt umhverfi
hans lýsa af jákvæðri sköp-
un og frelsi undan erfiðum
samfélagsaðstæðum.
Krump-æðið er farið að
breiðast út á vesturströnd-
inni og inn í land. Spænsk-
ættuð og asísk gengi eru
að taka dansinn upp víða
um Los Angeles-svæðið
austur til Las Vegas og
norður í Oakland þar sem
hann er kallaður Hyphy.
Krakkar sem hafa staðið
sig best í dansinum eru
famir að sjást í mynd-
böndum helstu poppara
fjöldamenningarinnar
sem sprottin er úr
hiphoppinu og skyldum
leikjum.
Kvikmynd sína kallar hann
Rize og efniviðinn sækir hann ekki
í taumlausan lífsstíl og ofboðsleg-
an auð eins og ljósmyndir sínar
fyrir Vogue og tísicuheiminn.
Þegar hann frumsýndi myndina í
Washington á föstudag dvaldi
hann í hinu fræga Chateau Mar-
mont-hóteli á Sunset Boulavarð-
anum. Það er ekki nema steinsnar
niður í South Central þar sem
kvikmynd hans er tekin að mestu
leyti.
Myndin fjalar úm „krump“,
eldhraðan dans sem sprottinn er
upp úr hiphoppinu með rætur
sínar í breikinu og enn eldri og
dýpri rætur í svörtum tribaldöns-
um. Hamskiptadansar vúdúdýrk-
enda og transdansar kom helst til
í samlíkingum.
LaChapelle hefur unnið að
myndinni í þrjú löng ár. Um hverja
helgi hefur hann farið með tökulið
sitt í heimsókn þangað sem eng-
inn hvítur maður vogar sér nema í
annarlegum tilgangi, inn f hverfið
sem er heimsfrægt orðið fyrir fá-
tækt, vesöld og gengjastríðin.
Byrja í barnaafmælum
Það var Tommi trúður, dæmd-
ur dópsali sem fór í gegnum end-
urhæfingu og frelsaðist, sem er
upphafsmaður þessarar bylgju.
Hann sat inni fyrir krakksölu en
losnaði 1992 og var þá beðinn um
að koma fram sem trúður í barna-
afmæli. Hans leið til að skemmta
börnum í þann tíma var að taka
gömul breikspor og hiphopptakta
og skopstæla svo úr varð eldhrað-
ur trúðleikur sem börn og full-
orðnir höfðu gaman af. Hann dró
að sér aðdáendur sem klæddu sig
upp og úr varð fjöldi dansflokka
sem keppti sín á milli.
Attitjúd -krumpitjúd
Tight Eyez, ein af stjörnum
myndarinnar og dansari, talar um
„krumpitude“ - dansinn losi úr
læðingi krafta stríðsmannsins. í
umsögnum er talað um dansinn
sem ballett gettósins eða trúða-
dans en öllum lýsingum ber sam-
an um eitt: dansinn fer fram með
ógnarhraða, tekur á sig líki hana-
ats og nektardans og virðist því
sækja formeinkenni sín í hreina
eftirlíkingu við kunn fyrirbæri í
daglegu lífi hverfisins.
Áköfustu iðkendur krumpsins
tóku dansinn á göturnar: Ýfingar
og hrindingar, föll og hnykkir
urðu meira áberandi. Dragon,
einn af dönsurum í myndinni
segir krumpið hafa þróast í þá átt
að vera einungis fýrir fyrir eldri
áhorfendur. Kynferðislegur og of-
beldiskenndur dansinn fór að
gera vart við sig á götuhornum þar
sem menn mættust af tilviljun og
stæltu mátt sinn í kappi.
Hröð útbreiðsla
LaChapelle er að stilla upp
Rokk og Cha Cha
í eina tíð voru dansskólarnir
innflutningsleiðin fyrir nýja
dansa. Nú taka ákafir dansarar
stíla og stæla eftir myndböndun-
um. Krumpið kann að eiga leið
hingað en af lýsingum má ráða
að það krefst mikilla líkamlegra
burða og eldmóðs
sem kann að vera fjarlægur okk-
ar köldu ströndum.
Mynd LaChapelle var frum-
sýrrd á Sundance-hátíðinni fyrr í
vetur og er nú í dreifingu um
Bandaríkin. Það er Lions Gate
sem dreifir svo líklegt er að hún
komi hingað fyrr en síðar.
Dragon, einn af dönsurum í myndinni, segir
krumpið hafa þróast í þá átt að vera einung-
is fyrir eldri áhorfendur. Kynferðislegur og
ofbeldiskenndur dansinn fór að gera vart
við sig á götuhornum þar sem menn mætt-
ust aftilviljun og stæltu mátt sinn íkappi.
Franski höfundurinn Michel Houellebecq er kominn til Ameríku og fæst í fram-
komu hans og skoðunum passar alveg í kórrétt umhverfi Kaliforníu. Ný skáldsaga
hans er væntanleg í haust.
Þrefaldur expresso eftir miðnætti
„Lífið er fullt af sársauka og
vonbrigðum." Svo hljóðar upphaf-
ið að fýrsta útgefna texta hins
kunna franska rithöfundar Michel
Houellebecq. Textinn var að koma
út í Bandaríkjunum enda efnið
sótt þangað: H.P. Lovecraft, hinn
umdeildi en virti höfundur, er
efniviður þeirrar studíu. í enskri
þýðingu kallast verkið Against the
World, Against Life. Houellebecq
er kominn til Ameríku en hann
hefur um árabil búið á írlandi og
notið þar sérstakra skattfríðinda
sem margir höfundar hafa notfært
sér.
öreindirnar og Áform hafa
báðar komið út hér á landi og
vakið athygli sem þó hefur ekki
farið hátt. Efnivið sinn sækir
skáldið í nánast hversdagslega
lifnaðarhætti sem leiðast síðan út í
öfgar: í öreindunum gætti harka-
legrar fordæmingar á afleiðingum
hinnar evrópsku kynlífsbyltingar
og í Árformum tók hann fyrir kyn-
lífstúrismann.
Það voru hins vegar ummæli
skáldsins um íslam sem ollu hon-
um mestum vandræðum. Það er
bæði trúin og trúleysið sem heillar
hann. Honum er tíðrætt um
hvernig trúleysið breiðir um sig á
Irlandi og hvernig samfélagið
bregst við þeirri breytingu.
Heimsókn skáldsins til Amer-
tku var merkt þeirri frægð sem
hann hefur umlukið í Evrópu.
Fræga fólkið hefur setið um hann.
Margrædd fangelsun Olivers Sto-
ne fýrir fáum vikum átti sér stað í
kjölfar kvöldverðar þeirra
Houellebecqs á Hvítu liljunni,
frægum asiskum veitingastað í Los
Angeles.
En frétmæmast er að skáldið er
að ganga frá útgáfu á nýrri
skáldsögu sem er til í enskri þýð-
ingu þegar. Efni hennar er klónun.
Ef af líkum má ráða verður sú saga
frek til fjörsins í umræðu
haustisns.
Skáldið var ekkert of áhuga-
samt um dvöl sína vestanhafs og
bandarískum pistlahöfundum
sem sátu um hann vestra ofbauð
ýmislegt í fari hans. Sjálfur lýsti
hann því yfir þegar ekki var hægt
að fá espresso-bolla í Hollywood
eftir kl. 1 að nóttu að þessi staður
væri eins og verstu skítabæli í
austantjaldslöndunum. Það þótti
gestgjöfrtm hans ekki þægilegt að
heyra.