Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Síða 38
38 MÁNUDAGUR 27. JÚNl2005
Síðast en ekki síst DV
Skátastarf samhliða stóriðju
Skammt frá Hellisheiðarvirkjun
hafa skátar löngum haft aðsetur og
eiga þrjá skála undir Skarðsmýrar-
fjalli sem löngum hafa verið fullir
af náttúruþyrstum skátum. Orku-
veita Reykjavíkur stendur að virkj-
unarframkvæmdum á heiðinni og
eru menn innan skátahreyfingar-
innar uggandi yfir því að
útilegustemningin eigi
eftir að raskast samhliða stóriðj-
unni.
„Ég held að skátastemningin
verði miklu betri,'' segir Guðmund-
ur Þóroddsson forstjóri Orkuveit-
unnar, sem á hluta landsvæðisins
þar sem skátarnir hreiðruðu um sig
Ha?
Skátaskálinn Kútur Skátar á Hellisheiði
eru áhyggjufullir vegna framkvæmda Orku-
veitunnar. Guðmundur Þóroddsson er beggja
vegna borðsins þar sem hann er forstjóri
Orkuveitunnar sem og skáti f Skjöldungum.
á stríðsárunum. „Fyrir skátana
verða tækifæri í stað ógnana vegna
virkjunar," segir hann.
Guðmundur er gamalreyndur
skáti úr Skjöldungum, sem eiga
skálann Kút á heiðinni. Hann telur
að virkjunin muni hafa góð áhrif á
skálana, umhverfið muni verða
snyrtilegra og útilegustemningin
verði betri. Þó hefur hann ekki
farið þangað í mörg ár en var tíður
gestur á unglingsaldri. Hann segist
mögulega ætla að kanna sjálfur
stóriðjuna við hlið útilegunnar.
„Það getur vel verið að maður fari
upp í Kút og athugi stemninguna."
gudmundur@dv.is
Hvað veist þú um
Coldplay
1. Hvað heitir söngvari
hljómsveitarinnar og hverri
er hann giftur?
2. Hversu margar plötur
hefur hljómsveitin gefið út?
3. Hversu oft hefur Cold-
play komið til íslands?
4. Hvað heitir nýja plata
sveitarinnar?
5. Hvaða íslenska hljóm-
sveit hafnaði því að hita
upp fyrir Coldplay fyrir
skömmu?
Svör neðst á síðunni
Hvað segir
mamma?
„Hún hefur
alltafverið með
brennandi
áhugaá
hiphoppi og
varfarin að
dansa á fullu
lOáragömul.
Ég veit nú ekki
alveg hvaðan
hún hefur
þetta, ætli það
sé ekki bara
frá okkur báðum/segir Ólöf
Árnadóttir, móðirBrynju Pétursdóttur
tvítugs dansara, kankvíslega. „Hún kemur
úr mjög skapandi umhverfi og hugur
hennar hefur alltafleitað I listræna hluti.
Við foreldar hennar erum bæöi grafískir
hönnuðir og hún er að hefja nám I graf-
ískri hönnun I haust. Nútlmalistamenn eru
í raun fjöllistamenn, þeir eru aðmóta og
gera svo margt í tjáningu sinn og það ger-
ir húnsvo sannarlega í gegnum dansinn
og gaman verður sjá hvað hún gerir I
framtiðinni."
Brynja Pétursdóttir er fædd 3. októ-
ber 1984. f sumar ætlar Brynja að
kenna fólki að dansa eins og
stjarnan sjálf Beyoncé Knowles en
það er blanda af hiphoppi og
svokölluðu dancehall-reggae. Hún
hefur lokíð námi af listnámsbraut frá
Fjölbrautaskólanum (Breiðholti og
stefnir á að læra grafíska hönnun f
Listaháskóla íslands (haust.
i,r ijrniíiijriiuui iijujiyuivi
Þórðarsyni rlkisendurskoðanda að
lækka launin sfn til að halda
skútunni d floti.
Svör:
1. Hann heitir Chris Martin og er giftur leikkonunni Gwy-
neth Paltrow.
2. Hún hefur gefið út þrjár plötur.
3. Hún hefur tvívegis komið til (slands.
4. HúnheitirX&Y.
5. Það var hljómsveitin Sigur rós.
Hrafn Gunnfaugsson Vill
ekki heyvinnuvélar á
heimaslóðir.
og soieyium
„Það þekkja allir Hrafn og hvers
konar furðufugl hann er," segir
nýkjörinn forseti borgarstjórnar,
Stefán Jón Hafstein en Hrafn Gunn-
laugsson kvikmyndagerðarmaður
ritaði nýverið borgarráði opið bréf
þar sem hann biðlaði til borgaryfir-
valda um að hlífa Laugarnestanga
við heyvinnuvélum og fótgöngu-
liðum. Hrafni svíður að sóleyjar og
fíflar séu slegnir hvert sumar í
grennd við heirhili hans við Laugar-
nestanga og eftir sé skilið sem harm
kallar brúnt og sviðið rótarsár.
„Ég skora á ykkur, ágætu borgar-
ráðsmenn, að slíðra hin bitru póli-
tísku sverð og ná þverpólitískri sátt
um að þessi heiftarlegi heyskapur
verði stöðvaður," segir Hrafh í bréfi
sínu sem lagt var fyrir borgarráð nú
fyrir helgi.
Borgaráð tók enga efnislega
afstöðu til erindis Hrafns en ákvað
þess í stað að vísa því til Fram-
kvæmdasviðs og Umhverfissviðs til
umsagnar. Stefán Jón Hafstein telur
þetta til marks um hve
góðan aðgang borgarar
eigi að stjórnkerfi borgar-
innar og segir að vel verði
tekið í erindið.
Hrafn Gunnlaugsson
efast þó sjálfur um það. Segist
hlakka til að sjá hvers konar
viðbrögð erindi eins og hans fái
í kerfinu. „Það verður forvitnilegt
að sjá hvers konar afgreiðslu
þetta erindi mitt fær. Ég vona að
sjálfsögðu að þetta verði rætt og
ég fái einhver viðbrögð. En
svona hlutir eigar til að
skolast til í kerfinu," segir
Hrafn sem áður hefur átt í
deilum við ýmsa embætt-
ismenn vegna fram-
kvæmda sinna við Laug-
amestanga.
Stefán Jón Hafstein
Segir Hrafn furðufugl en að
vei verði þó tekið i erindi
hans.
Krossgátan
Lárétt: 1 lán, 4 ferlíki,
7 matreiðir, 8 ljá, 10
krot, 12 arfberi, 13
höfuð, 14 mjög, 15
angan, 16 vatnavextir,
18 ákefð, 21 vélar-
stimpill, 22 hangs, 23
treg.
Lóðrétt: 1 hæð, 2
snotur, 3 venja, 4 kísil-
gúr, 5 fjandi, 6 skagi, 9
bæn, 11 virki, 16 and-
lit, 17 hápípa, 19
hreyfing, 20 útlim.
Lausná krossgátu
UIJE 02 'JBj 61 ‘pq9 n 'spj 91
‘sue>[s xi ‘ITæje 6 ‘S3U 9 ‘u? S ‘pjomeujeq f 'jnQisSejd g ‘uad z ‘IPq x mpJQPl
•uiæjp gz ‘J9is ZZ ‘cnnq \z ‘esjo gj ‘Qog 91
‘uip si ‘jbjb f ‘sneq gx ‘uo§ zi ‘ssu QI ‘euej 8 ‘Jepp l 'u>IPq \ ‘ddeq x ijjpjpq
Talstöðin
■ FM 90,9
Hafliði Helgason ritstjóri Markaðarins
fjallar um ýmsa þætti viðskiptalífsins.
Alla virka daga kl. 17:30
MARKAÐURINN