Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2005, Síða 40
Py éttíl%k Ot m rnum víð
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
'jjnafnleyndar er gætt. «-* q *-* QQ Q
SKAFTAHLfÐ24,105REYKJAVÍK [STOFNAÐ1910] SÍM!5505000 5 690710 1111171
:p
• Það er alltaf líf í
miðbænum þegar
Eiður Smári
Guðjohnsen bregð-
ur sér á djammið.
Um helgina var
hann umvafinn
fögru kvenfólki á
Café Oliver en komst í hann
krappann fyrir utan. Vitni segj-
ast hafa séð knattspyrnugoðið
með hnefana á lofti þegar
nokkrir drengir úr utandeildar-
liði í íslenska boltanum gerðu
aðsúg að honum. Allt endaði
þetta vel þótt hörð orðaskipti
hafi verið á milli fótboltakapp-
anna sem spila alls ekki í sömu
deild. íslenski boltinn er þekktur
fyrir að vera harður og greinilegt
að menn vilja ekki láta í minni
pokann þó að andstæðingurinn
sé í dýrasta fótboltaliði heims...
MvepkamaOur Natar chili
01 aö auka hárvöxt
„Ég er að komast á seinna gelgjuskeiðið,
eins og maður segir, og hárið farið að þynn-
ast. Einn góður vinur minn er búinn að vera
í þessu í tæp tvö ár og það er allt annað að
sjá hann, það vex á honum hár upp á nýtt,“
segir Stefán, en hann fer einu sinni í viku í
klukkustundar chili-meðferð hjá konu hér í
bæ. Þar er chili-ávextinum nuddað í hár-
svörðinn, sem örvast allur. Stefán segist hafa
haft rosalega gott af þessu og sér líði vel.
Stefán þvær sér auk þess tvisvar í viku um
höfuðið með Astekasápu sem unnin er úr
sítrusjurt og notar chili mikið í matargerð.
„Ég fékk rosalegan áhuga á kryddum
núna á síðustu árum. Það var fyrir svona
fimmtán árum síðan sem ég fór að hugsa
um krydd, elda sjálfur og nota gott hráefni.
Ég bý einn þannig að ég get prófað mig
áfram að vild,“ segir Stefán hlæjandi, en
hann fékk mikinn áhuga á indíánum sem
krakki. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum og
árið 1969 kynntist hann indíánum þegar
hann var á laxveiðum á verndarsvæði þeirra.
„Þeir buðu mér upp á bakaðan lax með
chili og þá smakkaði ég það í fyrsta skipti svo
ég muni," segir Stefán. Stefán nefnir dæmi
um það að í Mexíkó er chili til dæmis notað
við meðferð á bakverkjum, liðagigt og öllum
innyflum og hefur einnig verið notað í
áfengismeðferð í Arizóna, Mexíkó og Nýju-
Mexíkó.
í kringum 1970 var Stefán svo í veislu í
London og í eftirrétt voru alls kyns ostar
með sterkum sósum og sultum með chili og
fleira og Stefán segist hafa orðið mjög hrif-
inn. Hann fékk í kjölfarið prufusendingu
hingað til lands um 1974 og kynnti í mat-
vöruverslunum en það vildi enginn sjá þetta
því það var svo sterkt. í dag vílar fólk hins
vegar ekki fyrir sér að nudda
chili í hárið enda tímarnir
breyttir.
Stefán Á. Magnússon
kraftaverkamaður
Smyr chili-pipar og Ast-
ekasápu í hárið.
Sungu með „Ný dönsk"
Heiðar Helguson og Hermann
Hreiðarsson Skemmtu sér vel á
Islandi um helgina.
Mikið var um dýrðir um helgina
þegar fótboltakappinn Heiðar Helgu-
son hélt upp á afmæli konu sinnar
hér á landi. Einkaþotur flugu með
tigna gesti frá Englandi sem biðu í
röðum eftir herbergi á 101 hóteli -
hóteli fræga fólksins hér á landi. Einn
af þeim sem
fögnuðu
með Heiðari |
og konu fý
hans var
Hermann
Hreiðarsson, leikmaður Charlton í
Englandi.
„Þetta var bara frábær veisla og
mjög góð stemning,“ sagði Hreiðar í
gær en vildi ekkert gefa upp um hvar
veislan var haldin eða hvexjir stigu
þar á stokk.
Eitt er þó víst að margir veislu-
gestir enduðu á tónleikum hljóm-
sveitarinnar Nýrrar danskrar í borg-
inni þar sem Heiðar sjálfur skellti sér
upp á svið og söng með Bimi Jörundi
og félögum. Aðspurður sagðist Her-
mann ekki hafa tekið lagið. „Nei,
maður gefur ekkert upp um
það," sagði fótboltakempan
sem flaug aftur til Englands í
dag og hefur æfingar með liði
sínu á þriðjudaginn.
Spunameistarar
blautir bak við eyrun
„Þessir svokölluðu spunameist-
arar hafa aldrei starfað innan Fram-
sóknarflokksins, þeir vita ekki
hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá
okkur sem störfum í grasrótinni,"
segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi
framsóknarmanna í Kópavogi, í
samtali við DV. Á heimasíðu sinni
vakti Ómar athygli á ffétt sem birtist
í Fréttablaðinu
á föstudag
þar sem
greint var ffá
því að Stein-
grímur Ólafs-
son, einn
af þessum
svoköll-
uðu
Ómar Stefánsson
spunameist-
urum forsæt-
isráðherra,
hefði sam-
neyti við fáa
framsóknar-
menn og
fyndist það
sjálfsagt mál
þar sem
hann starf-
aði fyrir for-
sætisráðu-
neytið en ekki
flokkinn. Ómar
telur slæmt um-
tal vera helsta vandamál flokksins.
„Samkvæmt skoðanakönnunum er
flokkurinn að þurrkast út á lands-
vísu og þetta slæma umtal á stóran
þátt í því. Enginn talar t.d. um
hversu vel okkur í Kópavogi gengur.
Við erum frekar dæmd fyrir það sem
þessir guttar, sem starfa fyrir forsæt-
isráðherra, gera.“
ÖRUGGLEGA
BRÚN/N MEÐ
0