Freyr - 01.10.1948, Page 4
302
FREYR
Búnaðarbankinn — sú hlið, er snýr að Austurstrœti
húsið aftur til eigin afnota, strax að leigu-
tíma bankans liðnum.
Þegar hér var komið var því ekki um
annað að gera en að svipast enn um eftir
nýjum stað fyrir bankann, og var sú á-
kvörðun tekin að fá lóð og byggja eins
fljótt og auðið væri.
Lóð sú, sem þetta hús nú stendur á, var
ein af þeim fáu óbyggðu lóðum í miðbæn-
um, sem til mála gat komið að fengizt og
talizt gat heppileg. Háskóli íslands var
eigandi lóðarinnar, og var leitað eftir kaup-
um á henni. Hr. prófessor Jón Hj. Sigurðs-
son var þá orðinn rektor Háskólans, og
hinn 21. janúar 1944 gaf hann út afsal til
bankans fyrir lóðunum, en þær voru í
rauninni tvær samliggjandi, Austurstræti
5 og Hafnarstræti 6. Skulu hr. prófessorn-
um Jóni Hj. Sigurðssyni hér með færðar
þakkir fyrir hans framkomu í þessu máli.
Mjög bráðlega eftir að lóðakaupin fóru
fram var hafizt handa um undirbúning
undir að reisa hér hús fyrir bankann. Sam-
þykki Byggingarnefndar var útgefið 28.
júní 1945.
Vinna við húsið hófst hinn 25. júlí 1945,
og hefir smíði þess því tekið svo að segja
rétt þrjú ár.
Húsi þessu er nú að lang mestu leyti
lokið, þó ýmislegt smávegis sé enn ógert.
Húsið er að stærð 360 fermetrar og 8135
teningsmetrar. — Það er kjallari, fjórar
heilar hæðir, fimmta inndregin og loks
rishæð. Bankinn hefir til sinna afnota,
kjallarann, fyrstu hæð og aðra hæð að
mestu leyti. •— í kjallara eru skjala-
geymslur, geymsluhólfadeild með 1000
geymsluhólfum, kaffistofa fyrir starfsfólk
bankans, klefar fyrir upphitunarvélar húss-
ins og snyrtiklefar. Á fyrstu hæð er af-
greiðslusalur bankans, aðalbókhald og
snyrtiklefar. — Á annarri hæð er fundar-
herbergi bankaráðs, viðtalsherbergi banka-
stjóra, herbergi fyrir formann bankaráðs,
lögfræðing og endurskoðun. Auk þess bið-
stofa fyrir viðskiptamenn. Þá eru og á þess-
ari hæð Teiknistofa landbúnaðarins, land-
námsstjóri og skrifstofur Nýbýlastjórnar.
— í rishæð hússins er íbúð húsvarðar. Að
öðru leyti er húsið leigt. Þar á meðal ýms-
um opinberum skrifstofum, svo sem Fram-
Ieiðsluráði landbúnaðarins, Stéttarsam-
bandi bænda, sandgræðslustjóra, tollstjóra,
aðalendurskoðun ríkissjóðs o. fl.
Flutt er fyrir all löngu síðan í allt hið
leigða af húsinu. Fyrstur flutti húsvörður,
seint á s.l. ári, og síðan leigjendur hver
af öðrum.
Teikningar af húsinu hefir hr. húsa-
meistari Gunnlaugur Halldórsson gert, og
hefir hann haft yfirumsjón og eftirlit með
smíði þess, og loks haft hönd í bagga með
útvegun á mjög miklu af því, sem til húss-
ins hefir þurft. — Yfirsmiður er hr. Jón
Bergsteinsson, múrarameistari. Útlit, gerð
og frágangur sjálfs hússins, innan sem
utan, er fyrst og fremst verk þessara
manna. Frá bankans hendi hefir hr. aðal-