Freyr - 01.10.1948, Page 14
312
FREYR
flokka ritsmíð þessa verkfræðings sem
ruslakörfufæðu. —
G. M. telur, að ég vilji innleiða ritskoðun
á greinum um ræktunarmál. Honum ætti
að vera það kunnugt, að a. m. k. öll fagleg
rit, sem sýna alúð í starfi sínu, prenta oft
aðeins lítið tarot af því, sem þeim er sent
til birtingar. Myndi G. M. kalla það var-
hugaverða ritskoðun, ef rafmagnstímarit
neitaði að birta grein, þar sem því væri
haldið fram, að stjörnur himinsins væru
milljón kerta perur, er fengju rafmagn frá
vindrafstöð á tunglinu?
Þá þykir G. M. ég reiða hátt til höggs
gegn skoðunum Björns í Grafarholti. Þegar
farið er með rangt mál og ekki hirt um
vel þekktar staðreyndir, þá má reiða eins
hátt til höggs og getan leyfir, og varla
þörf að taka fram, að það skal gert án
tillits til þess, hver viðkomandi persóna
er. —
Þá er það álit mitt, að ritsmíð G. M. gefi
tilefni til þess, að tekið verði með varúð til-
lögum hans um rannsóknarefni varðandi
jarðrækt.
Dulhneigð verkfrœðingsins.
Höfuðeinkenni greinar G. M. virðist
mér vera þetta: að sniðganga grundvallar-
atriði jurtanæringarfræði og jarðvegs-
fræði, en vinna í þess stað með hugtökum,
sem eru óskýrgreind og óskiljanleg að
meiru eða minna leyti. Hér er enn eitt
dæmi. G. M. ræðir um vinnslu á „léttmelt-
anlegum“ (hvenær fóru jurtir að ,melta‘?)
áburði úr mó og allskyns lífrænum úr-
gangsefnum og segir síðan: „Þeim mun
fjölbreyttari sem blandan er, þeim mun
örar grotnar hún og þeim mun betri verð-
legt að sókn og vörn fari fram fyrir opnum dyram.
svo að enginn þurfi lengur að efast þegar umræðum
er lokið. Ritstj.
ur áburðurinn". Þessi vafasama staðhæf-
ing minnir helzt á söguna um „álann“
og kýrnar þrjár. Grotnunarhraði og áburð-
argildi nefndrar blöndu er að sjálfsögðu
háð hráefnunum og rotnunarskilyrðunum.
En það er fjarstætt að álykta, að viðbót
á einhverju „hráefni" auki nauðsynlega á-
burðargildi. Árangurinn getur eins orðið
neikvæður, m. ö. o. einskonar „þynning“.
Þessi viðleitni að koma umræðum og
hugsun á óskiljanlegan eða „dulrænan“
grundvöll, er táknræn fyrir grein G. M.
Þess væri þó að vænta af verkfræðingi, að
hann reyndi að byggja upp á þeirri þekk-
ingu, sem fyrir er, fremur en opinbera ást
sína á því, sem er óskiljanlegt.
Af minni hálfu er svo útrætt um þessi
mál á þeim grundvelli, sem B. B. og G. M.
hafa hazlað þeim.
Björn Jóhannesson
Áburðarverksmiðja
í hvert tún
íslenzkir bændur munu nú vera komnir
að raun um það, að öflun heyja á órækt-
uðu landi getur ekki borið sig. Tímarnir
eru breyttir, og aukin afköst er krafa hins
nýja tíma. Ræktun verður að koma í stað
rányrkju. En ræktun er líka oft erfið og
kostnaðarsöm. Það þarf að kaupa jarð-
vinnsluvélar og það þarf að kaupa áburð.
Hér á landi er áburðarskorturinn stærsta
vandamálið. Eins og annars staðar. þá er
það fyrst og fremst köfnunarefnisáburður,
sem spurt er eftir. Notkun nýtísku véla
við jarðrækt og heyskap er hér tiltölulega
langt komin. Stórar sáðsléttur, sem eru