Freyr - 01.10.1948, Blaðsíða 15
FRE YR
313
arðlausar eða arðlitlar vegna áburðarleys-
is, sjást nú víðast hvar í sveitum landsins.
Mikið hefir verið rætt og ritað um það
síðustu árin, að nauðsyn væri að byggja
hér áburðarverksmiðju, er vinnur úr köfn-
unarefni loftsins. Sem vonlegt er, hafa
bændur haft mikinn áhuga fyrir því máli.
Verksmiðju til framleiðslu á köfnunarefn-
isáburði er auðvitað sjálfsagt að byggja
hér, svo framarlega sem öruggt er, að hún
verði samkeppnisfær við þær erlendu.
En það þekkist líka önnur leið til öflun-
ar köfnunarefnis úr loftinu, leið, sem löngu
er kunn, en víða er lítill gaumur gefinn.
Sú leið er ræktun belgjurta. Belgjurtir
þurfa nefnilega engan köfnunarefnis-
áburð. Þær sjá fyrir sér sjálfar í þeim efn-
um á þann hátt, að þær lifa samlífi við
gerla, sem binda köfnunarefni loftsins.
Þekktasta íslenzka belgjurtin er smárinn
(rauðsmári og hvítsmári). „Ekki er smjörs
vant, þá smári er gafinn,“ segir gamalt
tæki, svo að hér er sýnilega gömul reynsla
fyrir gæðum smárans.
Síðustu 20 árin er það einkum einn vís-
indamaður, sem vakið hefir á sér eftir-
tekt fyrir rannsóknir á köfnunarefnis-
vinnslu belgplatnanna. Þessi maður er
finnskur og heitir A. I. Virtanen. Flestir
íslenzkir bændur kannast við fangamarkið
hans, A. I. V., því að þannig er nefnd að-
ferð sú við votheysgerð, sem Virtanen fann
upp og við hann er kennd.
Artturi Ilmari Virtanen er 53 ára gamall.
Hann er prófessor í lífefnafræði við tekn-
iska háskólann í Helsingfors og hefir verið
það frá því 1931. Nobelsverðlaunin í efna-
fræði hlaut hann árið 1945.
Próf. Virtanen var hér nýlega á ferð, í
boði Háskóla íslands og Búnaðarfélags
íslands. Ferðaðist hann hér um nærliggj-
andi héruð og kynnti sér búnaðarháttu og
tilraunastarfsemi á sviði landbúnaðarins.
Auk þess flutti hann einn fyrirlestur um
köfnunarefnisbindandi gerla í samlífi við
plöntur. Fyrirlestur þessi var verr sóttur en
skyldi. Var margt þar sagt, sem átti er-
indi til bænda, þótt fyrirlesarinn viki
nokkrum sinnum inn á hinar torskildari
brautir lífefnafræðinnar.
í fyrirlestri sínum vék próf. Virtanen
fyrst að hinum almennu atriðum í hring-
rás köfnunarefnisins í náttúrunni: Eggja-
hvítuefnin eru aðaluppistaðan í öllum lif-
andi frumum og þá um leið í líkömum allra
plantna og dýra. Sameiginlegt með öllum
eggjahvítuefnum er það, að í þeim er köfn-
unarefni. Aðeins plönturnar megna að
setja saman eggjahvítuefni úr ólífrænum
efnum. Þær vinna kolsýru úr loftinu, og
vatn og sölt fá þær úr jarðveginum, þar á
meðal ammóníumsölt og nítröt (saltpétur),
en þaðan kemur flestum plöntum köfnun-
arefnið. Nokkrar plöntur eru hér þó undan-
skildar, og eru belgjurtirnar þeirra merk-
astar. Þær þurfa ekki að fá köfnunarefnis-
sambönd úr jarðveginum. Þær geta notfært
sér hið óbundna köfnunarefni loftsins.
Gerist það í samlífi við gerla, sem lifa í
hnúðum á rótum þessara plantna. Hnúð-
ana geta allir séð, ef þeir taka smára-
plöntu eða baunaplöntu upp með rótum.
Á rótum þeirra er jafnan mikið af slíkum
hnúðum, einkum á þeim rótargreinum, sem
næst liggja yfirborðinu, því að auðvitað
getur köfnunarefnisvinnslan aðeins farið
þar fram, sem loft kemst að. Gerlarnir í
rótarhnúðunum binda köfnunarefni lofts-
ins og miðla síðan plöntunni af köfnunar-
efnissamböndunum, en fá í staðinn kolhy-
dröt (kolvetni) og önnur efni frá plönt-
unni.