Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.10.1948, Qupperneq 17

Freyr - 01.10.1948, Qupperneq 17
FREYR 315 og sýnt fram á þaö, að elrir hefir örvandi áhrif á vöxt annars trjágróðurs, sem ná- lægt honum vex, á sama hátt og belgjurt- irnar á grösin. Heimsóknir merkra manna verða oft til þess að vekja eftirtekt á málefnum, sem annars er lítill gaumur gefinn. Væntan- lega verður heimsókn og fyrirlestur próf. Virtanens til hvatningar íslenzkum búfræð- ingum og bændum, svo að meira verði gert hér að ræktun belgjurta en hingað til. Tilraunir Ólafs Jónssonar á Akureyri eru það helzta, sem gert hefir verið hér á landi að ræktun belgjurta, en með þeim tilraunum var sannað, að ræktun belgjurta er sjálfsögð hér á landi. Er greint frá þess- um tilraunum á öðrum stað í þessu riti. Árið 1936 skrifaði ég í Náttúrufræðing- inn grein um ræktun belgjurta. (Sig. Pét- ursson: Belgplöntur. Náttúrufræðingurinn VI. árg., bls. 85). Skýrði ég þar m. a. frá tilraunum, sem ég hafði gert með nokkrar belgjurtategundir til prófunar á því hvort gerlasmitun væri hér nauðsynleg við sán- ingu á þeim. Tilfæri ég hér orðréttan kafl- ann um þessar tilraunir: „Á árunum 1931—1932 gerði ég hér nokkrar ræktunartilraunir með belgplönt- ur, bæði í nýrækt og í ræktaðri jörð. Var sáð sænskum og dönskum rauðsmára, sænskum hvítsmára og sænskum og dönsk- um Alsikusmára, ennfremur ertum og luzernum. Fræinu var bæði sáð einu og með viðeigandi gerlum, sem ég fékk hrein- ræktaða frá Þýzkalandi og Finnlandi. Ár- angur tilraunanna var í stuttu máli þessi: 1. í ræktaðri jörð fengu allar smárateg- undirnar mikla rótarhnúða og uxu sumar vel, án þess nokkrum gerlum væri sáð með þeim. Gerlasáning hafði hér engin sýnileg áhrif, hvorki hvað hnúðamyndunina né vöxtinn snerti. 2. í nýrækt komu talsverðir rótarhnúðar á sænska rauðsmárann, án gerlasáning- ar, og óx hann sæmilega. Á hvítsmár- ann komu færri, en á Alsikusmárann engir hnúðar. Þar sem sáð hafði ver- ið viðeigandi gerlum með þessum teg- undum, fengu þær allar rótarhnúða og uxu betur. 3. Ertur, sem sáð var án gerla, fengu á sig rótarhnúða í ræktaðri jörð, en ekki í nýrækt. 4. Luzernur fengu enga rótarhnúða í ný- rækt nema sáð væri með þeim viðeig- andi gerlum. Mestu erfiðleikarnir við það, að rækta hér belgplöntur til fóðurs, er að fá af þeim þær tegundir og afbrigði, sem þola lofts- lagið. Er það einkum smárinn, sem vert væri að gera tilraunir með. Væri reynandi að flytja inn afbrigði af smára frá norð- lægum löndum, eins og t. d. Finnlandi, en þar er mjög mikið um smárarækt.“ Ég er ennþá þeirrar skoðunar, að með ræktun belgjurta megi koma upp áburðar- verksmiðju í hverju túni á íslandi. Sigurður Pétursson. í búfjárrœktinni miðar kynbótastarfsemin að því að skapa einstaklinga, sem eru föðurbetrungar, þ. e. hafa eftirsótta eiginleika í ríkari mæli en foreldrarnir. Sem dæmi um hve langt er hægt að ná, má nefna svínarækt Dana, en þar hefir í síðastliðin 20 ár verið unnið að því að skapa grísi, sem eru 93,4 cm. á lengd. Arið 1926, þegar úrvalið hófst, var lengdin 8S,88 cm, 1947 var lengdin 93,39 cm, en það er nákvæmlega sú lengd, sem markaðurinn krefst.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.