Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1950, Side 8

Freyr - 01.01.1950, Side 8
2 FRE YR þeirra riðuðu við efnalega. — En sigur var þó unninn i höfuðorustunni. Sumarið síðasta var landbúnaðinum fremur erfitt. Allur gróður kom miklu síðar en venja er, vegna vorharðindanna. En undramáttur íslenzkrar frjómoldar lýsti sér í því, að á þremur vikum kom víða gott gras. — Þótt jörð vœri aldauð yfir að líta um miðjan júní, var úr mánaða- mótum víða komin góð slœgja. Merki vor- harðindanna lýstu sér þó allt of víða. Mik- ið kal var í túnum norðan lands og austan, svo að töðufengur varð allvlða afar rýr. Þrálátir óþurrkar voru um sláttinn í sum- um héruðum. Yfirleitt mun heyfengur eftir sumarið vera í löku meðallagi — og þar sem engar fyrningar voru til í vor, er vá fyrir dyrum, ef harðindin frá síðastliðnu vori endurtaka sig. Þótt árið hafi reynzt landbúnaðinum erf- itt, og að sumu leyti illt með fádœmum, má þó telja, að landbúnaðurinn hafi stað- izt þetta áhlaup án þess að kikna til muna. Kjölfesta hverrar þjóðar er fyrst og fremst tengd gróðurmoldinni — tengd því, að íbúarnir geri náttúruöflin sér sem mest undirgefin. Landbúnaður er frumatvinnu- vegur hverrar þjóðar. — Af honum eru allir aðrir atvinnuvegir til orðnir. — En um landbúnað tölum við ekki hjá nokk- urri þjóð, fyrr en hafin er rœktun jarðar og menn eru fyrir alvöru farnir að glíma við það erfiða og vandasama starf að ráða yfir náttúruöflum landsins. Landbúnaður er göfugasti og mikilsverð- asti atvinnuvegur hverrar þjóðar. Saga þjóðar okkar sannar það með órœkum vitn- isburðum. Fyrstu aldir íslandsbyggðar var hér blómlegur búskapur á þeirra tíma mœlikvarða. Þá var og þróttmikið þjóðlíf og menning. Þjóðinni hnignaði, rcektun jarða lagðist niður. Þjóðin lifði um fleiri aldir sem hjarðþjóð eingöngu. Endurreisn þjóðar vorrar hófst ekki fyrr en menn vöknuðu til skilnings um það, að landbún- aðinn yrði að nýju að hefja til vegs og virðingar. Undanfarna áratugi, en þó sérstaklega hinn síðasta, hefir fólk streymt í stríðum straumum úr sveitum, frá landbúnaðar- störfum til annarra atvinnuvega. Þessi þróun er að vissu marki eðlileg. Fjöl- breyttara þjóðlíf, jafnt á sviði atvinnu- mála og menningar, hlýtur að stuðla að slíku — og frum-atvinnuvegurinn, sá at- vinnuvegur, sem þjóðlíf vort og menning hvílir á, verður að vera uppspretta og hornsteinar hjá nýjum atvinnugreinum, sem eru að myndast. Það er staðreynd. En gangi slíkar breytingar of langt, verði landbúnaðurinn tœrður og mergsoginn vegna þess, að fólk fáist ekki til þess að starfa við hann, og aðrir atvinnuvegir vaxi honum yfir höfuð, þá er alvarleg hœtta á ferðum. — Ekki fyrir það fólk, sem landbúnað stundar sérstakléga, held- ur fyrir þjóðina alla. Þess er ekki að dylj- azt, að þróun síðustu ára, með okkar þjóð, bendir til þess, að slik hætta sé á ferðum. Stjórnarfarslegt, fjárhagslegt og menn- ingarlegt sjálfstœði þjóðar vorrar þolir ekki að lengra sé gengið en orðið er í þvi að fœkka fólki við landbúnað, gera áhrif hans minni á allt þjóðlifið, en nú er. Að vísu hafa hinar miklu tœknilegu framfarir síðustu ára, við landbúnaðar- störf, skapað möguleika til þess að halda landbúnaðarframleiðslunni óskertri — og jafnvel hefir hún vaxið á sumum sviðum, þrátt fyrir að miklu fœrri hendur vinna nú að framleiðslustörfum en áður var. En vélarnar, þótt nauðsynlegar séu, starfa ekki einar, það þarf fólk til þess að stjórna þeim — og landbúnaðurinn getur ekki gegnt sínu hlutverki nema nœgilega stór hluti þjóðarinnar skipi sér undir merki hans. Ég óska öllum íslendingum gleðilegs ný- árs og vil vona, að þjóð vorri takist að standa saman, starfa sameiginlega að úr- lausn erfiðra verkefna sem bíða og snerta hvern þjóðfélagsborgara þessa lands, hvar í stétt sem þeir standa. Gengi þjóðar vorrar verður þó ekki sízt tengt þvi að landbúnaðurinn blessist og blómgist. Þess vegna á ég enga ósk heit- ari nú en þá, að svo verði á hinu nýbyrj- aða ári og um alla framtíð.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.