Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1950, Síða 10

Freyr - 01.01.1950, Síða 10
4 FREYR Er ég renni huganum yfir árið, sem nú er liðið, árið 1949, vil ég fyrst nota tæki- færið til þess að endurtaka þakkir mín- ar fyrir það traust, sem mér hefir verið sýnt, er ég á árinu var endurkjörinn for- seti um nýtt kjörtímaþil, án atkvæða- greiðslu. Á árinu var Alþingi rofið og efnt til nýrra kosninga rúmu misseri áður en lok- ið var kjörtímabilinu. Þjóðinni gafst tæki- færi til þess að gefa nýkjörnum Alþingis- mönnum nýtt umboð til þeirra ábyrgðar- miklu starfa, sem á Alþingi hvíla. Þrátt fyrir orð og ummæli, sem falla í blöðum og á fundum við undirbúning slíkra kosn- inga — og sum þeirra fela því miður ekki í sér skýringar á málunum og rök fyrir réttum málstað — þá gefst þó sérstakt tækifæri, við undirbúning Alþingiskosn- inga, til þess að varpa ljósi á áhugamál- in og vandamálin frá fleiri hliðum en einni. Hugsandi menn fá með því betra tækifæri en oft ella til þess að mynda sér rökstudda skoðun um velferðarmál þjóð- arinnar. Sú skoðun, sem hver einstakur kjósandi myndar sér með hugsun og nokk- urri fyrirhöfn ætti að vera meira virði en ef menn ganga beint af augum í trölla- trú á það, að fyrirhafnarminnst sé að láta aðra menn, hérlenda eða erlenda, hugsa fyrir sig. Að vísu hvílir það á forystumönn- um á stjórnmálasviðinu að halda málum vakandi og benda á færir leiðir. En al- gert frelsi kjósendanna til þess að velja og hafna á vissu árabili, er traustur grundvöllur undir sönnu lýðræði. Og þrátt fyrir ýmsa annmarka á lýðræðisstjórn, eins og vér búum við, virðist ekkert stjórn- arfyrirkomulag betra eða öruggara um almenn mannréttindi og um réttindi og skyldur einstakra þjóðfélagsborgara en þetta lýðræði. ★ Mörgum hefir orðið tíðrætt um árferðið 1949. Haustið var að vísu gott. En veturinn var harðari og lengri en um mörg ár und- anfarið; sumarið votviðrasamt, hér sunn- an lands og vestan í öllu falli. Síldveiðin Norðanlands brást enn þá einu sinni. Ótti fyrir verðfalli á framleiðsluafurðum til útflutnings. En þar við bætist verðbólga og dýrtíð, og svo það, sem mönunm er nú tamt að nefna vöntun á jafnvægi í fjár- málum og efnahagsmálum þjóðarinnar. Leiðir af þessu að minningarnar um liðna árið verða ekki eins glæsilegar og margir mundu óska. Vér vitum og öll, að framundan eru, fyr- ir oss íslendinga eins og aðrar þjóðir, á- tök sem mikið veltur á hvernig oss tekst um. Meiri framleiðsla, aukin vinna á því sviði, meiri sparnaður einstaklinga og þess opinbera. Slík orð má heyra úr öll- um áttum um skilyrði þess að koma mál- um svo að öryggi skapist um afkomuna í framtíðinni. Ég hygg að fyrir oss liggi að ganga líkar brautir. Og ég vona það og óska, að vér reynumst ekki eftirbátar ann- arra þjóða um að koma skipulagi á efna-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.