Freyr - 01.01.1950, Page 15
FREYR
ð
ar, sem yfir hafa dunið á mörgum og löng-
um öldum. íslenzka gróðurmoldin hefir
beðið þess í þúsund ár að vel væri með
hana farið. Nú er kostur á þekkingu vís-
indanna og góðri tækni til þess að gera
þetta vel. Betur, eins og brezki vísinda-
maðurinn benti á. Ég hygg, að margir
mundu öfunda yður af að eiga slíka fóst-
urmold.
★
í bók fyrir danska bændur ritar danskur
háskólakennari, að það sé einn af kostum
landbúnaðarins, að varla sé hægt að tala
um stéttarmun milli launþega og vinnu-
veitenda x landbúnaðinum. Hann segir:
„Það hefir verið mjög mikils virði fyrir
innri þróun þjóðfélagsins, að slíkt félags-
málasamræmi hefir verið í öðrum aðalat-
vinnuvegi Dana“. Hann bendir á það, að
danskir bændur hafi jafnan haft sjálf-
stæða stjórnmálasannfæringu; að vagga
frjálslyndisins hafi verið í sveitum; að
sveitamennirnir, sem stundi þá atvinnu,
er í flestum löndum sé upprunalegur at-
vinnuvegur þjóðarinnar, hafi haldið uppi
ræktinni við menningararf forfeðranna,
og loks, að sveitafólkið sé yfirleitt þjóð-
ræknara en borgarbúar.
Margt það sama mætti segja um íslenzka
bændur og sveitamenningu. Það ætti að
vera frekari örvun til þess að halda uppi
veg og virðingu landbúnaðarins.
Eitt aðalsmerki jarðræktarinnar á að
vera það, að þeir sem rækta jörðina eru
engu síður að búa í hendur komandi kyn-
slóð en sjálfum sér. Sá áhugi, sem góðu
beilli er vaknaður fyrir skógrækt hér á
landi, ber sama aðalsmerkið. Fæstir þeir,
sem nú planta skóg, gera ráð fyrir því, að
þeir fái sjálfir að njóta hagnýtra ávaxta
af skógræktinni, heldur þeir, sem á eftir
þeim koma.
Og ég vil bæta þessu við. Ég þekki ekki
neina atvinnugrein, sem gefur mönnum
betri tækifæri til samlífs með móðurmold-
inni og náttúrunni en landbúnaðurinn.
Þeir, sem við hann vinna, eiga þess betri
kost en aðrir að kynnast dásemdum skap-
arans. Þeir sjá störfin í moldinni að sköp-
un nýs lífs; sjá grös, jurtir og blóm spretta
úr skauti móðurmoldai'innar eins og í æv-
intýri, læra að meta samlífið með bless-
uðum skepnunum; njóta unaðar af fuglum
himinsins og öðrum lífverum. Þetta hlýt-
ur m. a. að skapa hjá hverri heilbrigðri
manneskju aðdáun og lotningu fyrir höf-
undi tilverunnar. Hvert getur verið stjórn-
andi afl alls þessa nema sá, sem er upp-
runi alls lífs heimsins? Ef til vill á þetta
ekki minnstan þátt í því, að skapa sveita-
menninguna og gera bændurna að þeim
máttarstoðum þjóðfélagsins, sem þeir eru.
Ég óska öllum þeim, sem heyra mál mitt
og öllum íslendingum árnaðar og farsæld-
ar á þessu nýbyrjaða ári, sem er síðasta
ár fyrra helmings tuttugustu aldarinnar.
Athyglisverð
er grein sú, sem Arnór Sigurjónsson
skrifar í þetta hefti Freys.
Það getur haft ósegjanlega þýðingu fyrir
sveitirnar, ef hægt er að leysa í einu raf-
magns- og upphitunarspursmálið á auð-
veldan hátt.
í vetur er fyrirkomulag þetta reynt á
nokkrum stöðum og lofar árangurinn góðu
um framtíð þess. Frá þessu verður nánar
sagt síðar.