Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 16

Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 16
10 FREYR RUNÓLFUR SVEINSSON: Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri Hinn 19. nóvember 1949 lézt Gunnlaugur Kristmundsson, fyrrv. sandgræðslustjóri, eftir stutta legu á Landsspítalanum í Reykjavík. Gunnlaugur fæddist að Þverá í Núpsdal hinn 26. júní 1880. Hann lauk prófi við Gagn- fræðaskólann í Flensborg 1904 og kennara- prófi árið 1905. Fór hann síðan til Danmerkur og kynnti sér landgræðslu og gerðist starfs- maður á þeim vettvangi strax eftir heimkomu, árið 1907. Því starfi hélt hann til ársins 1947. Á vetrum var hann barnakennari. Gunnlaugur Kristmundsson var heiðursfé- lagi Búnaðarfélags íslands. I. Búnaðarsaga íslands greinir frá, að á ýmsu hafi gengið um veðráttu landsins þær aldir, sem landið hefir verið í byggð. Landsmenn vita líka gerla, að veðráttan hér er mislynd, óstöðug og óútreiknanleg, ekki aðeins frá árstíð til árstíðar, heldur einnig oftast frá degi til dags. Þegar betur er að gáð í sögunni, má greina góðæri og harðæri til skiptis, stundum einstök ár en oft ár í röð og jafn- vel áratugi. Harðindin birtast okkur í frost- um, stórhríðum, snjóalögum og hafís, að ógleymdum eldsumbrotum, stundum stór- kostlegum, í vissum hlutum landsins. Af- leiðing slíkra harðæra hefir, allt fram á þessa öld, verið meiri eða minni fellir á búpeningi bænda og ekki ósjaldan á fólk- inu líka. Menn deila ekki svo mjög um það, að afkoma og tilvera íslenzku þjóðarinnar hafi verið háð landbúnaðinum fram að síðustu aldamótum.. Þá koma aðrir at- vinnuvegir til og þó einkum sjávarútvegur, sem sumir íslendingar telja nú okkar eina bjargvætt. Mörg rök, svo mörg, að hér yrði það oflangt mál upp að telja, hníga að því, að enn í dag sé afkoma og tilvera íslenzku þjóðarinnar fyrst og fremst undir landbúskap okkar komin. Landbúnaður okkar er nær eingöngu bú- fjárræktarbúskapur. Hann er háður gróðri landsins fremur öllu öðru. Búsmalinn hefir átt tilveru sína undir hinum náttúrlega eða villta gróðri. Enda þó að ræktun síð- ustu áratuga komi til, er svo enn, að bú- peningur sækir mikinn hluta fóðursins út í náttúruna og mikilla heyja er enn aflað af óræktuðu landi. Um gróður lands okkar hefir oltið á ýmsu. í góðærunum hefir hann vaxið, en í harðærunum þorrið að meira og minna leyti. Þá er og víst að í eldsumbrotum og af völdum vatnsfalla landsins hafa víðar

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.