Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1950, Page 18

Freyr - 01.01.1950, Page 18
12 FREYR IV- Á árunum 1925—1930 urðu önnur þátta- skipti í sandgræðslumálum landsins. Sig- urður Sigurðsson, þáverandi búnaðarmála- stjóri, hinn miklu hugsjóna- og fjörmaður, studdi Gunnlaug af miklum krafti og með ráðum og dáð í sandgræðslustarfinu. Á þessum árum var höfuðbólið Gunnarsholt reist úr rústum sandfoksins. í Gunnars- holti er nú aðsetur Sandgræðslu íslands. Sigurður ferðaðist með Gunnlaugi um Rangárvellina og hélt uppi, með sinni al- kunnu bjartsýni, öflugum áróðri meðal bændanna fyrir sandgræðslunni. Þingmenn Rangvellinga, þeir Einar heit- inn Jónsson, á Geldingalæk, og Gunnar Sigurðsson, frá Selalæk, studdu þá mjög að auknum fjárveitingum ríkisins til sand- græðslunnar. Árangurinn af sameiginlegu átaki þessara mætu manna, í sandgræðslu- málum landsins, er glæsilegur. Fyrir 30 árum síðan voru einkum sveit- irnar Rangárvellir og Land mjög blásnar upp af völdum sandfoks. Það má með sanni segja, að verulegir hlutar þessara sveita voru þá aðeins svipir hjá þeirri sjón, sem nú er þar yfir að líta. V. Gunnlaugur Kristmundsson trúði mjög á gróðurmagn íslenzkrar náttúru. Hann byggði sandgræðslustörf sín fyrst og fremst á því að friða sandfokssvæðin svo hin góðu náttúruöfl fengju næði til að græða sandana upp. Þá notaði hann mikið eina harðgerðustu íslenzkra sandjurta, en það er melurinn. Fræi af honum lét hann stundum safna í allstórum stíl og sáði því svo í verstu foksvæðin. Það er að vísu svo. að melurinn er seinn til þroska, og hefir ekki náð þeim gróðri fyrr en á 4. og 5. ári, að hann fari verulega að hefta sandfok, en ekki þarf að gefa honum áburð og hann heftir sandfokið og bindur sandinn vel, því hann er hávaxinn og rætur hans mjög langar og marggreindar. Sjálfgræðslan er þó enn seinvirkari. Gunnlaugur reyndi hér nokkrar er- lendar sandjurtir, einkum danskar. Það heppnaðist ekki að láta þær dafna í sand- inum hér á landi. VI. Gunnlaugur Kristmundsson var óvenju- legur starfsmaður. Störf hans báru öll vott um mikla samvizkusemi og þrautseigju þótt á móti blési, og óbilandi trú á sigur gróðursins yfir auðninni. Hann unni fóst- urjörðinni, og öllu því sem tilheyrði ís- lenzkri náttúru, framar öllu öðru. Hann vann ekki til þess eins, að heimta daglaun að kvöldi, heldur var orka hans og hug- urinn allur helgaður landi og þjóð. Gunn- laugur var öðrum þræði skapharður og lét hvergi sinn hlut ef í deilur sló, en hins- vegar var lund hans viðkvæm, svo að hann gat grátið yfir skilningsleysi manna á heitustu áhugamálum hans. Gunnlaugur átti langan og vel unninn starfsdag. Hann gat að líta, eftir 40 ára sandgræðslustörf, mikla sigra á þeim vett- vangi. Hann sá víðlend gróðursvæði, sem voru svartir sandar og auðn yfir að líta, er hann hóf starfið. Hann hafði snúið van- trú margra manna í trú á sandgræðsluna. Hann sá bændabýli aftur rísa á rústum þeirra, sem höfðu áður blásið upp. Eftir að Gunnlaugur lét af beinum störf- um við sandgræðsluna vann hann að vönd- uðu ritverki um gróður og gróðureyðingu landsins allt frá landnámstíð. Hann hafði að mestu lokið þessu verki er hann féll frá. Samningar voru um að Sandgræðsla íslands sæi um útgáfu þessa rits. Gunnlaugur var mjög fróður og lesinn í sögu landsins. Fáir myndu hafa getað rit- að gróðursögu lands okkar af meiri þekk- ingu, alúð og samvizkusemi, en hann. Þetta verk mun því styrkja hinn óbrotgjarna minnisvarða Gunnlaugs Kristmundssonar um ókomin ár. 'T'

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.