Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1950, Blaðsíða 19

Freyr - 01.01.1950, Blaðsíða 19
ARNÓR SIGURJÓNSSON: KÆLIVATN DIESELRAFSTÖÐVAR notað til herbergjahitunar Samkvæmt viðtali við ritstjóra Freys, vil ég hér á eftir með fáum orðum gera grein fyrir reynslu minni af því að nota kælivatn dieselrafstöðvar til upphitunar á íbúðarhúsi mínu að Þverá í Dalsmynni. íbúðarhús þetta var byggt í hjáverkum með bústörfum árin 1946 — 48, er einlyft stein- hús 140 fermetrar að grunnfleti. I norðaustur horni hússins er klefi fyrir miðstöðvarketil og er gólfklefans 1,5 m. lengra en gólf íbúðar- innar, og var húsið hitað upp með kolakynd- ingu fyrsta veturinn, sem það var notað til íbúðar, 1947 ~ 1948, þá lítið meira en hálfsmíðað. Haustið 1948 keypti ég 10,5 kv. Lister dieselrafstöð til eldunar og ljósa, skyldi þá jafnframt reynt að nota hana til upphitunar íbúðarhúsinu. Hús fyrir rafstöð var byggt fast upp að austur gafli íbúðarhússins norðanverð- um, þannig að það lá að miðstöðvarklefanum. Það var að mestu grafið í jörðu niður, svo að sökkullinn, sem aflvélin stendur á, er í jafnri hæð og gólf miðstöðvarklefans. Síðan var aflvélin tengd 3“ víðum pípuleiðslum frá miðstöðvarkatlinum, til þess að vatnið { miðstöð íbúðarhússins mætti nota sem kæli- vatn vélarinnar og vélin þá jafnframt látin hita miðstöðvarvatnið. Eftir að þessum um- búnaði var lokið, snemma í nóvember 1948, hefur Lister - dieselrafstöðin verið látin hita upp íbúðarhúsið, að mestu gegnum miðstöðv- arkerfi hússins, en jafnframt hafa þó verið notaðir 3 rafmagnsofnar, 1 kv. hver að með- altali. Mér var ekki kunnugt um, þegar rafstöð inni var komið fyrir; að þessi virkiun kæli- vatns vélarinnar til upphitunar hefði áður verið reyríd, en rætt hafði ég það við ýmsa verkfróða menn og óverkfróða, en mest við framkvæmdarstjóra Vélasölunnar h. f., Gunnar Friðriksson, er útvegaði mér dieselrafstöðina. Var ýmsu um það spáð, hvort upphitun þessi mundi heppnast, en einna verst af þeim mönnum, er búast mátti við að bezt hefðu vit á því. Síðan mín rafstöð komst upp, hef ég heyrt, að þetta muni hafa verið reynt áður og heppnast, en engar nákvæmar fréttir hef ég af því fengið, og engan ákveðinn stað heyrt tilnefndan. Um kostnað við þessaa upphitun er það helzt að segja, að 16 föt af hráolíu entust frá því um 10. nóvember 1948 til 15. júní 1949 eða rúmlega 7 mánuði, sem telja má að allir hafi verið vetrarmánuðir, eins og veðráttufarinu var háttað síðastliðið vor. Ef olíueiðslan ein er reiknuð móti kolum þeim og skógvið, sem notað var til upphitunar sama húsi veturinn áður, varð upphitunin bæði nokkru ódýrari og miklu betri en þá. En þess er að gæta, að húsið var nokkuð betur á veg komið síðari veturinn, og hafði þó ekki enn verið gengið frá hitaeinangrun á lofti þess, og gluggar þess voru flestir ein- faldir. Nú hefur loft hússins verið einangrað og verið er að einangra gluggana, og virðist svo, að miklu auðveldara sé að halda húsinu heitu það sem af er þessum vetri en var siðastliðinn vetur,

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.