Freyr - 01.01.1950, Síða 20
14
FREYR
Ef viðhald rafstöðvarinnar verður ekki því
kostnaðarsamara, hef ég von um það eftir
reynslu þessa fyrsta árs, að ég þurfti ekki með
þessari virkjun kælivatns til hitunar að kosta
öðru til ljósa og suðu, en sem svarar vöxtum
af kaupverði rafstöðvarinnar.
Þess skal getið, að gerð var í fyrravetur til-
raun til að virkja hitann frá ,.púströri“ rafvél
arinnar. Þessari tilraun var hætt eftir 2—3
mánuði vegna þess að útbúnaðurinn bilaði,
en svo virðist, að ekki munaði verulega um
þann hita, sem þannig náðist, með því að leiða
hann inn í miðstöðvarkerfi hússins. En vel rná
vera, að það hafi verið fyrir það eitt, að ekki
hafi verið um búið sem bezt mætti verða.
Allur umbúnaður við tengingar rafstöðvar
og miðstöðvar er hér svo einfaldur, að hver
verklaginn maður, sem kann að skrúfa saman
pípur, getur frá honum gengið, Sonur minn,
Erlingur, setti niður þessa dieselvél okkar og
tengdi hana við miðstöðina án hjálpar nokkurs
sérfróðs manns og án teikninga og verkfræði-
legra fyrirsagna. Frá þessu er sagt, til þess að
aðrir þurfi ekki að hræðast það að gera tilraun
þessa heima hjá sér.
Annars má á ýmisiegt benda við þessa til-
raun okkar hér á Þverá, sem vafasamt er að
sé til fyrirmyndar. Fyrst af öllu vil ég að það
sé tekið til athugunar, af hverjum þeim, sem
hyggst fá sér dieselrafstöð, hvort rétt sé af
honum að hafa hana eins stóra og rafstöðina
hér. Ég mundi eigi hafa keypt mér stærri raf-
stöð en 6 kv., ef ég hefði ekki hugsað mér að
nota rafmagn til súgþurkunar og til þess að
knýja heimilisvélar og smávélar til smíða.
Vegna þess hve stóra vél ég hefi valið mér,
hef ég, kostnaðar vegna, ekki treyst mér til að
láta hana vera í gangi nema 6—8 klst. í sóla-
hring að vetrinum og iV2—5 klst. í sólahring
að sumrinu og þá með minna álag en að vetr-
inum. Ef ég hefði valið mér minni vél, hefði ég
etað látið hana vinna mér lengur með sama
kostnaði, 10 - 14 klst. á sólahring eða lengur
allt árið og haft af því ýmisleg þægindi, sem
ég hefekki af minni stóru vél, vegna þess hve
stuttur daglegur starfstími hennar er. Ég hef
að vísu ekki reynslu fyrir því, að ég hefði
getað hitað miðstöðina mína nægilega mikið
með kælivatninu frá 6 kv. stöð, en mér þykir
það líklegt, þ. e- a. s., ef ég hefði látið hana
ganga helmingi lengur en 10,5 kv. rafstöðina.
Fyrir minni hús og haganlegar byggð til mið-
stöðvarupphitunar, en mitt hús er, ætti 6 kv.
rafstöð að nægja til hitunar miðstöðinni.
Hér á Þverá er innan gengtí rafstöðvarhúsið
gegnum miðstöðvarklefann. Hurðir eru að vísu
þrjár milli íbúðar og stöðvarhúss og ein þeirra
tvöföld með einangrun. Þó heyrist alltaf tals-
vert til vélarinnar, og einkum, þegar gengið
er um hurðir til stöðvarhúss- Þetta mun flestum
þykja óþægilegt í byrjun, en við vanann hverf-
ur slíkt, og að lokum taka menn ekki meira
eftir þessu en gang'nljóðinu í klukkunni sinni.
En flest það, sem að rafstöðinni má finna og
þeim útbúnaði hennar, sem hér hefur verið
reyndur, og nú hefur verið frásagt, getur stað-
ið til bóta. Þegar á allt er litið, finnst mér mín
reynsla vera slík, að hér sé um að ræða úr-
[ausn, sem allir sveitabænbur, sem ekki hafa
góð skilyrði til þess að fá rafmagn frá stórum
eða smáum vatnsvirkjunum, ættu að taka til
athugunar. Ef þeir fá sér trausta dieselrafstöð
og þeim lærist að hirða hana sæmilega vel, og
þeim tekst þar að auki að virkja kælivatn vél-
arinnar til hýbýlahitunar, trúi ég ekki öðru en
að þeim verði ljós, eldun og hitun að saman-
lögðu ódýrara með þeim hætti, heldur en með
hinum, að hafa kolakynta (eða olíukynta) mið-
stöð og sérstök tæki til eldunar og ljósa, líkt
og nú er algengast. Mundi þó enn í kaupbæti
með rafstöðinni fylgja aukið hreinlæti og dag-
legur vinnusparnaður bæði við innanhússtörf
og við eldsneytið úti
Þverá í Dalsmynni 3. des. 1949,