Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1950, Page 23

Freyr - 01.01.1950, Page 23
FREYR 17 nefndum tölum, um 70 smálestum á ha, en það er svipað og Norðmenn telja gott víða um vesturströndina. Þetta magn hjá Bögeskov mundi nema 7000 fóðureiningum á ha ef reiknað er með 10 kg. í fóðureiningu, en það er venjan. Það er engum efa bundið, að fóðurkál er jafngott fyrir íslenzkar kýr með beit að haustinu eins og það er viðurkennt í sama skyni handa kúm í grannlöndum okkar. Norðmenn láta kálið gjarnan standa úti langt fram á vetur og gefst ágætlega. Hag- nýt reynsla í þessu efni fékkst í haust í spildu þeirri, sem Bögeskov hafði, og var sú reynsla á allt annan veg en í Noregi. Það sýndi sig, að stormarnir og regnið var þá þegar farið að sveigja kálið er kom fram í nóvember; var það lagst flatt undan krafti og þunga vatns og vinda og hafði hvorutveggja þá þeytt mold upp, svo að kálið var atað í henni og lítt með- færilegt enda varla nothæft til fóðurs í því ástandi. Þetta sýnir, að mjög er vafasamt hvort það þolir að standa fram á vetur á Suð- urlandi. Að sjálfsögðu er það nokkuð háð gildleika stönglanna, en tekið skal fram í sambandi við það atriði, að þegar grisj- að er hættir stönglum til að verða nokkuð sverir og trénaðir, og virðist því eðlilegt að spara þá vinnu, er fer til þess starfs. En geti íslenzkir bændur fengið 5—7 þús- und fóðureiningar af fóðurkáli af hektara eða sem svarar 2 y2—3 y3 kýrfóðri, þá má telja viðeigandi, og fullyrða að borgi sig að hafa hæfilega spildu fóðurkáls til haust- fóðrunar með beitinni. ★ í sambandi við framangreinda frásögn er tilefni fengið til að geta þess, að í Uge- skrift for Landmænd, nr. 49, 1949, getur sendimaður danska félagsins í Englandi þess, að margir Englendingar rækti fóður- kál þegar þeir plægja graslendur sínar. Því er sáð og það er raðhreinsað. Vinna við það er langtum minni en við ræktun rófna og Englendingar segja, að uppskera af því sé eins mikil og af rófum en prótein- magnið mun meira en af rófnaakri. Kálið er oft svo mikið að það nær manni í öxl og það er aðallega notað á þann hátt, að umhverfis það er girt með rafgirðingu, strengurinn er smáfærður inn á skákina og svo ganga kýrnar sjálfar og bíta sneiðina, sem er utan girðingarinnar. Þegar hver sneið er rótnöguð, er þráðurinn fluttur. Þessa beitaraðferð viðhafa Englendingar langt fram á vetur. G. Aluminium-amboð Frey hafa borizt munnlegar og skriflegar kvartanir yfir því, að á síðasta ári hafi amboð — og þá sérstaklega aluminium- amboð — verið mjög torfengin, svo að vandræði séu á ferðum, því að „það er nú svona, að þó að vélarnar séu góðar og á- gætar, þá er og verður lengi enn slegið með orfi og rakað með hrífu“, segir bóndi einn í bréfi til Freys. Nýlega barst Frey grein um þetta efni — þennan aðsteðjandi vanda, sem bændum er stefnt í með amboðaskorti en allir, sem reynt hafa, vilja helzt aluminium-amboð, en sá hængur er bara þar á, að þau hafa verið því nær ófáanleg; verksmiðjan, sem býr þau til, hefir ekki fengið gjaldeyri fyrir nema nokkrum hluta þess hráefnis, sem hún gæti unnið úr um árið. í nefndri grein er þessu máli beint til unar. Að þessum upplýsingum fengnum hefir ritstjóri Freys athugað málið. Kom þá í ljós, Viðskiptanefndar til velviljaðrar athug-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.