Freyr - 01.01.1950, Page 25
FREYR
19
Bústærð og arður
Hvað borgar sig bezt — að hafa stórt bú
eða lítið?
Grein um þetta efni birtist í „Norsk land-
bruk“ nr. 23 á síðasta ári. Höfundur hennar
er Cato Kvaal, skrifstofustjóri. Ræðir hann
ástæðurnar eins og þær eru í Noregi og
drepur á það fyrst, að eflaust sé framleitt
of lítið á hverju búi, bæði af því að bústofn-
inn sé of lítill og svo af því að hver eining
bústofns gefi of litlar afurðir. Sem dæmi
getur hann þess, að meðalársnytin á kú í
Noregi sé ekki nema 1500—1600 kg mjólkur.
Til stofnunar þeirrar, sem fyrir tveim ár-
um síðan var sett á fót í Noregi og heitir
„Norges landbrugsökonomiske institutt“
koma skýrslur frá ýmsum greinum land-
búnaðarins, meðal annars frá kúabúunum.
Af þeim skýrslum fást upplýsingar um ein-
staka þætti reksturskostnaðar á mismun-
andi búum og svo afurðamagnið.
Við rannsókn skýrslnanna var þeim skipt
í 4 flokka eftir kúafjölda og reyndist afurð-
ir og einstakir kostnaðarliðir eins og eftir-
farandi tölur sýna, í hinum einstöku flokk-
um:
Flokkur i 2 3 í
Meðal ársnyt á kú, kg mjólk 3117 2952 2984 3315
Vinnukostnaður á lcú kr 398 339 304 246
Húsnæðiskostnaður á kú kr.. . 63 57 48 48
Verkfæri og áhöld, kr. á kú. . 7 12 13 15
Reksturskostn. kr. á kú .... 59 47 43 37
Vextir 34 36 35 35
Viðhald 77 42 47 28
Heimaræktað fóður Allur kostn. —• heimaræktað 394 369 349 394
fóður 1023 938 894 810
Tölurnar skýra sig sjálfar, svo að ekki
þarf um þær að segja mörg orð. Það sýnir
sig, að mestu munar á vinnukostnaðinum
eftir því hve stórt búið er. Á húsnæði kúnna
munar einnig talsverðu eða allt að 20% frá
minnsta búflokki til þess stærsta.
Mælikvarði sá, sem notaður er til að mæla
heildarútkomuna, er tvenns konar, fyrst
framleiðsluarðurinn (produktsjonsfortjen-
esten) og í öðru lagi notagildið (utnyttn-
ingsverdien).
Niðurstöðurnar sýndu, að framleiðsluarð-
urinn á 6 kúa búinu var aðeins 34 krónur
á kú, en jókst meira en 100% við hvern
stækkandi búflokk og er á 26 kúa búunum
325 krónur á kú. Þessar tölur greina hver
var nettóarður á hverja kú.
Notagildið segir aftur á móti hve mikið
hver kýr borgar fyrir hverja heimaræktaða
fóðureiningu, þegar búið er að draga allan
kostnað annan frá afurðaverðinu. Tölur
þessar eru fyrir flokkana í sömu röð og í
töflunni: 21,7 aurar — 23,5 aurar, — 27,4
aurar — og 36,3 aurar. Það leynir sér ekki,
að þá fyrst, er kýrnar eru orðnar yfir 20
verður öll útkoma búskaparins miklu betri
en á hinum minni búum.
Annar þáttur skýrsluuppgjörsins miðar
kúafjöldann við landstærð, og einnig við
rekstursútkomuna. Af 84 búum, sem skipt
var í 3 flokka í þessum rannsóknum, sýndi
það sig, að stærstu búin höfðu langbezta
útkomu, en hver bústærðin skyldi vera,
verður þó að telja þreytilegt frá sveit til
sveitar.
En því fleiri kýr, sem hafðar voru á
hverjum 10 hekturum lands (minnst 4 kýr,
mest 7,8 kýr) þeim mun betri var niður-
staða búrekstursins.
Upplýsingar þær, sem rannsóknirnar
hafa gefið, benda ótvírætt í þá átt, aö
bændum beri að leggja kapp á að rækta
þær fóðurjurtir, Sem gefa mesta eftirtekju
af hverri einingu lands. Á því byggist að
nokkru sú góða útkoma sem kýrnar hafa
gefið sérstaklega á stærri býlunum, en
þetta má þó ekki taka sem algilda reglu,
sem við eigi allsstaðar. Búskapur er svo
fjölþætt starfsemi, að vinnan við búið
hagnýtist auðvitað bezt þegar hæfileg störf
eru handa einum, tveimur eða þremur
mönnum. En mikil eftirtekja af hverri
flatareiningu lands gerir hvorutveggja:
hún hefir í för með sér tiltölulega litla
vinnu á hverja framleiðslueiningu og svo
venjulega betra fóður.
í sambandi við umræður um niðurstöður