Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 26

Freyr - 01.01.1950, Qupperneq 26
20 PREYR rannsókna þessara, getur skrifstofustjórinn þess að lokum, að mikilvægasta atriðið í búfj árræktinni sé að leggja megináherzl- una á að efla fóðurframleiðsluna bæði að magni og gæðum, af því að hún vegur meira á metaskál búskaparins en kynbótastarf- semin. Að sjálfsögðu má þó ekki gleyma að bæta stofninn svo sem unnt er. Frjósamt fé Það hefir lengi verið vitað og viðurkennt um allan heim, að frjósemi sauðfjárins er að nokkru arfgeng en þó að einhverju leyti háð meðferð skepnanna. Það er alþekkt, að frjósemin er mjög mismunandi frá sveit til sveitar og frá bæ til bæjar. Sums staðar eru flestar ærnar tvílembdar, annars stað- ar aðeins sárfáar. Sumir bændur eru á- nægðir ef þeir fá lamb á á, þeir eru ekki meiru vanir. Öðrum finnst útkoman aum ef ekki er iy2 lamb á hverja á að hausti. Yfirleitt mun fleira vera tvílembt á smá búum en hinum stærri. Fróðlegt væri að frétta hvort frjósemi á búum, með 100 ær eða meira, er nokkurs staðar meiri hér á landi en hjá Sigurði bónda í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en þar hefir útkoman verið, um undanfarin tvö ár, sem hér segir. Árið 1948 hafði Sigurður um 120 ær á fóðrum. Voru þá fjórar ær af hverjum fimm tvílembdar, en samtals voru fjórar ær geldar. Síðastliðið vor var frjósemi ánna þó enn meiri því að af 125 ám, sem Sigurður hafði á fóðrum veturinn 1948—49, var engin geld, 102 voru tvílembdar og fjórar þrílembdar. Aðeins 19 ær voru einlembdar. Til þess að undirstrika, að hér getur það ekki verið meðferðin ein, sem ráðandi er í þessum efnum, en rík arfgeng hneigð ræð- ur miklu, skal þess getið, að Sigurður átti á eina, sem gekk á Hólasandi norðan Mý- vatnssveitar síðastliðinn vetur, ásamt tveim lömbum, hrút og gimbur, til aprílloka. Laust eftir að ærin fannst, ásamt lömbunum, eða í byrjun maí, eignaðist hún tvö lömb, en dóttirin bar stuttu síðar og var einnig tvílembd. ★ Hinn upprunalegi norræni fjárstofn er enn til á Norðurlöndum eins og á íslandi. í Finnlandi er hann algengastur, en þar er frjósemi hans langtum meiri en við eigum að venjast. Það þykir bara hversdags við- burður þar, að ær sé þrílembd eða fjór- lembd og útkoman þykir aum á minni bú- um, ef ekki eru tvö lömb á á. Þessu marki er eflaust hægt að ná hér á landi. G. Hefir þú hugleitt það? Hefir þú hugleitt það, bóndi góður, að kýrin þín etur 1100 fóðureiningar um árið í þeim tilgangi einum að draga andann? Þetta fóðurmagn er henni nauðsynlegt án tillits til þess hvort hún gefur nokkurn dropa eða 5000 lítra. Gefi hún umrædda nyt, þarf hún um 2000 fóðureiningar til þess. Eða hefir þú hugleitt hvaða fóðurmagn er hæfilegt ef hún er góð skepna, sem gef- ur um árið 4000 lítra mjólkur með 4% fitu? Ef þú hefir ekki hugleitt það, þá skal ég segja þér það. Hún þarf þetta fóðurmagn: Beitartími 105 dagar, y3 ha tún til beitar, eða jafngott engi; samtals bítur hún ........... 860 f. e. 2000 kg grænhafra og kál með beit að hausti .............. 200 f. e. 9000 kg gott vothey í innistöðu 1.500 f. e. 500 kg góð taða í innistöðu .. 240 f. e. 100 kg kraftfóðurblanda, maís og síldarmjöl ................. 100 f. e. Samtals 2.900 f. e. Eða, þar sem það á við: Gott beitiland, sem gefur sam- tals um beititímann .......... 860 f. e.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.