Freyr - 01.01.1950, Side 29
FREYR
23
Jón H. Þorbergsson,
bóndi á Laxamýri, skrifar stutta og gagn-
orða lýsingu á árferði 1949, þannig:
Árið byrjaði með norðanhríð hér í byggð,
og 12° frosti. Hélzt það veður um vikutíma.
Annars var janúarmánuður allur mjög
veðravondur. Óstilling, stormar miklir og
snjókoma og frosthart. Einn dag mánað-
arins var frostlaust veður. Það var sunnu-
daginn 9., þá var suðvestan stórviðri með
6° hita. Daginn eftir var komin norðan-
hríð, en daginn þar á eftir var með hríð-
inni komið 16° frost.
í febrúarmánuði voru veður heldur væg-
ari, frost og snjókoma minni og snögg
áttaskipti sjaldnar. Tvo daga mánaðarins
var sunnan hláka, þann 5. og 6.
Marzmánuður hóf göngu sína með 17
gráða frosti, enda varð hann veðravond-
ur og komst frostið, í þeim mánuði, nokkr-
um sinnum upp í 20 gráður. Fimm daga
mánaðarins var þó hláka eða 3., 4. og 5.,
og svo aftur 27. og 28. í aprílmánuði kom
aldrei hláka og hélzt norðaustanátt, með
snjókomu, nær allan mánuðinn. Á sum-
ardaginn fyrsta, hinn 21., var norðan stór-
hríðarveður með 10° frosti.
í maímánuði hélzt ótíðin með kuldum,
snjókomu og norðanátt, nema dagana 1.
og 2. og 9.—12., en þá var suðlæg átt og
frostlaust. Allra verst urðu þó veðrin er
leið að mánaðarlokum. Hinn 23. hófst
norðanhret, og var frostið þá 2° kl. 12 á
hádegi. Hélzt þá stöðug hríð mánuðinn út,
með stórkostlegri snjókomu. Hinn 29. og
30. voru einhverjir þeir mestu snjókomu-
dagar, sem menn muna hér.
Með júnímánuði dró úr úrkomu, en norð-
anáttin með þoku, kulda og súld, hélzt
allan fyrri helming mánaðarins. Flesta þá
daga var hitinn aðeins 1—2°. Á hvíta-
sunnudag, 5. júní, var hitinn kl. 8 f. h. 1°,
og kl. 4 e. h. líka 1°. Um miðjan mánuð-
inn brá til bata. Hinn 14. létti til og tók
að hlýna í lofti og hinn 18. var kominn
17 gráða hiti, en þann 20. var 20° hiti í
skugganum. Hélzt nú hiti með sólskini og
nær engum úrkomum til loka mánaðarins
og allt fram um 20. júlí, en frá þeim tíma
og til 10. ágúst var sólarlítið, en úrkom-
ur ekki miklar, nema 4 fyrstu daga á-
gústmánaðar. Frá 10.—27. ágúst héldust
góð veður, með miklu sólskini. Hinn 28. á-
gúst brá til norðanáttar með miklum rign-
ingum og hélzt það veðurlag til 8. sept-
ember. Aðfaranótt hins 9. þess mánaðar
birti upp með miklu frosti, eftir 12 daga
rigningu, hélzt þá hagstætt veðurfar til
29. sept., en þá gerði kuldahret, sem hélzt
í 4 daga eða til fyrstu daga í október. Sá