Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1950, Page 30

Freyr - 01.01.1950, Page 30
24 FREYR mánuður reyndist veðragóður. Gerði frem- ur vægt kuldakast með lítilsháttar snjó- komu, sem hélzt frá 22.—28. í nóvember var kuldahret og töluverður snjór, einkum er nær dró sjónum. Gerði þá 13° frost en brá aftur til hlýinda og góðviðris er hélzt til mánaðarloka og hvarf þá snjór nær með öllu úr byggð. Desembermánuður reyndist fremur veðragóður. Þó með nokkrum áhlaupum. Hinn 21. komst frost hér í sýslu mest í 25 gráður. ★ Úr Breiðdal er slcrifað: Um tíðarfarið er mönnum alltaf tíðrætt og er um það að segja, að svo hagstæð hefir veðrátta verið hér, að unnið hefir verið að byggingum og jarðabótum fram til 8. desember. Talsvert hefir verið unnið hér að jarða- bótum á árinu. Skurðgrafan hefir grafið um 4660 lengdarmetra eða 14.200 m3 í Breiðdals- og Beruneshreppum. Þá hefir á þessu svæði verið unnið með dráttar- vélum. Seint í haust fékk ræktunarsam- bandið nýja beltisvél með ýtu. Rekstur hennar er nýbyrjaður og mun óhætt að fullyrða, að notkun hennar valdi stór- breytingum til bóta í byggðarlaginu, í ræktunar- og vegamálum. Þá hefir búnað- arfélag Stöðvarhrepps og fengið beltisvél með ýtu. Hugmyndin mun vera að hefja ræktun fyrir þorpið, en flestir íbúar hreppsins eru þar búsettir og aðeins ör- fáir byggja afkomu sína á landbúnaði ein- um saman. Hér í Breiðdal eru nú 6 íbúðarhús í smíð- um. Af peningshúsum má nefna stein- steyptar hlöður á þrem býlum og sam- byggð fjárhús og hlöðu á einu býli. Til framkvæmda, vegna landbúnaðar, má og telja þrjár brýr steyptar. Sími er lagð- ur inn á 7 bæjum. Vegagerð hefir verið fremur óveruleg og er það bagalegt. En með tilkomu jarðýtunnar mun vegagerð taka stökkbreytingu hér. Oft er hvatt til aukinna vélakaupa og það er rétt, en það þarf að hefja kröftugan áróður fyrir því, að fólkið flytji aftur í sveitirnar. Við verðurn að fá fleira fólk. ★ Þegar nýtt ár hefst er það einatt venja að staldra við og líta til baka til hins liðna, rétt eins og ferðamaðurinn gerir þegar hann fer yfir fjallið, þá blæs hann mæðinni á efsta tindinum og horfir yfir landið, sem hverfur honum þegar farið er niður hinumegin. í þessu hefti Freys er síðasta árs minnst og sízt að góðu. Það er talið hafa flutt okk- ur óþægindi mörg og miður góða efnalega útkomu. Þá varð þröng fyrir dyrum, er bjarga skyldi búfé yfir á gróanda. Og þá varð — sem ekki er annarsstaðar hér get- ið — mjög rnikill fellir á farfuglum, er lágu í hrönnum dauðir í maímánuði á vissum stöðum landsins. Þess má líka geta til tíð- inda, fram yfir hið venjulega, að tófur lögðu í byggð, því að hin venjulegu heim- kynni í hraunum voru öll snjóum þakin svo að þar varð ekki leitað skjóls fyrir af- kvæmin. Dæmi var um það, að tófa legöi í túngarði og refir og yrðlingar léku sér heima við bæi á ýmsum stöðum á síðasta sumri, en heimtur voru taldar í lakara lagi á ýmsum stöðum í haust og því um kennt, að rebbi hefði lifað við þröngan kost af því að fuglar voru fáir og því hafi borö- hald hans verið gætt gómsætu lambakjöti fremur venju. Og á þessu nýliðna ári kom til orða að alfriða rjúpu, af því að hún er að mesti

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.