Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1950, Síða 32

Freyr - 01.01.1950, Síða 32
26 FRE YR If ^ ■ Halldór Pálsson, ráðunautur, dvelur í Englandi um 6 mán- aða skeið frá miðjum janúar að telja. I fjar- veru hans skulu bændur snúa sér til Gunn- ars Árnasonar, Búnaðarfélagi Islands, eða Hjalta Gestssonar, ráðunauts, Selfossi, varð- andi þau efni, er snerta sauðfjárrækt eða önnur störf, sem Halldór hefir til meðferðar. Að gefnu tilefni skal það endurtekið enn einu sinni, að nafnlausar greinar, og annað sem sent er til Freys án þess að nafns sé getið, fer beina leið í pappírskörfuna. Vélanotkunin fer sigurför í fjölda mörgum löndum á vett- vangi landbúnaðarins. Brezka landbúnaðar- ráðuneytið hefir nýlega tilkynnt, að í Stóra- Bretlandi og Norður-Irlandi hafi verið 150 sláttu-þreskivélar árið 1939, árið 1948 voru þær um 7500, en í sumar 9000. I Danmörku voru aðeins nokkur hundruð dráttarvéla í notkun hjá bændum 1939. Árið 1948 voru þær 6.885, en í sumar voru þær orðnar 12.580. Þar í landi er nú ein dráttar- vél fyrir hver 16 bændabýli. Hér á landi munu vera um 1200 dráttarvél- ar, þ. e. a. s. að 5 býli, eða því sem næst, eru um hverja dráttarvél. Klafaböndin, sem framleidd eru á Akureyri, hafa orðið síðar á ferðinni en vonir stóðu til. Pípur þær, sem þurfa til smíða þeirra, eru mjög vand- fengnar. Fest voru kaup á pípum í Frakk- landi í haust, en þær hafa ekki fengizt til landsins sökum þess, að bankarnir hafa eng- an gjaldeyri haft til yfirfærslu þangað, enda viðskipti við Frakkland verið mjög lítil síð- ustu mánuðina. Framleiðsla er þó hafin, löngu síðar en ætlað var. F R E YR — búnaðarhlað — gefið út af Búnaðarfélagi Islands og Stéttarsambandi bænda. RiUtjóm, ajgreiðsla og innheimta: I.ækjargötu 14 B, Reykjavík. Pósthólf 102S. Sími SllO. Rilstjóri ng ábyrgðarmaðtir: nísli Kristjánsson. Utgáfunefnd: Einar Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júli Prentsmiðjan Edda h.f. Þessi dráttur hefir verið meinlegur fyrir marga bændur, sem byggðu á síðasta ári, en vandkvæðin eru margvísleg, sem af gjald- eyrisskortinum stafa, og koma víða óþægilega niður. Finnar nota allra manna mest aðferð þá, við vot- heysgerð, sem kennd er við V i r t a n e n. Áf sýrumagni því, sem árlega er notað, má ráða hve mikið fóður er framleitt sem vot- hey. Árið 1949 var notað nokkuð á áttundu milljón kg af A.I.V.-sýru, en það svarar til, að um 600 milljónir kg vothey hafi verið fram- leitt eða um 100 milljónir fóðureiningar, en það svarar til fullkomins vetrarfóðurs handa um 50 þúsund kúm. Þetta er meira magn en nokkru sinni fyr. Sykurframleiðslan í heiminum nam á árinu 1948 um 33,8 millj- ónum smálesta. Af þessu magni er talið að rúmlega % hafi verið unnið úr sykurreyr en tæplega þriðjungur úr rófum. Fyrir nokkrum áratugum var allur sykur unninn úr reyr en rófnasykurinn ryður sér til rúms, enda fer sykurneyzla í heiminum vaxandi. Áskrifendur! Aðgætið nú þegar hvað vanta kann í síð- asta árgang Freys og tilkynnið afgreiðslunni það. Reynt verður að bæta úr eftir því sem hægt er, en upplag blaðsins er takmarkað.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.