Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 7

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 7
FREYR 163 Við setningu minntist forseti nokkurra manna, sem látizt hafa síðan Búnaðarþing var háð síðast, þeirra, er komið hafa mjög viö sögu landbúnaðarins og setið á Búnað- arþingi. Þessir menn voru: Vigfús Einars- son, skrifstofustjóri í atvinnumálaráðu- neytinu, Gunnlaugur Kristmundsson, sand- græðslustjóri, Guðbjartur Kristjánsson, bóndi, Hjarðarfelli, Þórarinn Benediktsson, bóndi, Gilsárteigi og Kristinn Guðlaugs- son, bóndi, Núpi. Síðar á þinginu var minnzt tveggja aðila, er önduðust á meöan á þinghaldi stóö, en það voru: Jakob H. Líndal, bóndi, Lækjarmóti og Björn Bjarn- arson, bóndi, Grafarholti. Við opnun þingsins fluttu forsætisráð- herra og landbúnaöarráðherra ræður. Þá afhenti Sveinn Jónsson, bóndi á Egilsstöð- um, Búnaðarþingi veglegar gjafir frá Bún- aðarsambandi Austurlands og er þess get- ið á öðrum stað í þessu hefti Freys. Á Búnaðarþingi voru lögð fram 58 mál og ályktanir. Af þeim komu 51 til umræðu og hlutu 50 afgreiðslu. Það má auðsætt vera, að Freyr getur ekki greint frá öllum þeim málum, sem til meðferðar voru, enda verða tíðindi frá Búnaðarþingi gefin út í sjálfstæðum ritlingi. Skal því aðeins minnzt á nokkur mál, er telja má í röð þeirra merkari, sem afgreidd voru, eða eru sérstök nýmæli Erindi frá Alþjóðastofnun flóttamanna. í þessu máli var samþykkt ályktun alls- herjarnefndar svohljóðandi: Ut af bréfi sendiráðsins í París, varðandi erindi Al- þjóðastofnunar flóttamanna um hugsanlegan innflutn- ing á flóttafólki lil Islands, vill Búnaðarþing taka fram eftirfarandi: 1. Búnaðarþing lítur svo á, að íslendingar megi ekki einir skorast með öllu undan þeirri mannúðar- skyldu að taka á móti flóttafólki til landvistar. 2. Búnaðarþing vill í því sambandi benda á, að senda beri vel liæfan mann til Alþjóðastofnunar flótta- manna, sem fengi að kynna sér ítarlega þetta flóttafólk, með tilliti til þess, hvað hentað gæti að flytja hingað til landvistar og gefa síðan um það skýrslur. 3. Það fólk, sem helzt virðist ætti að koma til greina væri: a. Landbúnaðarfólk, sem vildi fara í fastar árs- vistir til landbúnaðarstarfa. b. Menn með sérþekkingu í verklegum efnum. c. Börn, er menn vildu taka í fóstur. Erindi um bœndanámskeið. Frá búnaðarsamböndunum komu óskir um, að upplýsingastarfsemi yrði aukin og þá sérstaklega með því að halda námskeiö í sveitunum. í máli þessu var gerð eftirfar- andi samþykkt: Búnaðarþing ályktar að fela Búnaðarfélagi íslands að taka það upp í fasta starfsemi sína að veita bún- aðarsamböndunum stuðning við að halda uppi bún- aðarmálafundum á sambandssvæðunum. Stuðningur þessi sé í því fólginn að leggja til menn til fyrirlestra á þessa fundi af starfsmannaliði sínu eða útvega aðra hæfa menn. Ennfremur að Búnaðarfélagið leiti samstarfs við aðr- ar félagsmálastofnanir á sviði landbúnaðarins til þátt- töku í þessari fræðslustarfsemi, svo sem Sandgræðsl- utia, Skógræktina, Stéttarsambandið, Nýbýlastjórn, At- vinnudeild Háskólans, Tilraunastöðina á Keldum og ef til vill fleiri. Reynt verði að mæta óskum sambandanna um að senda rnenn á þeirra fundi eftir því sem hægt verður og með sem mestum jöfnuði. Samböndin annast dvalaikostnað sendimanna á fundunum. Ferðakostnað milli fundarstaða innan sam- bandanna greiði viðkomandi samband að hálfu. Um jarðvegsrannsóknir og aburðar- tilraunir. Eftirfarandi ályktun frá jarðræktar- nefnd var samþykkt: „Búnaðarþing væntir þess, að forstöðumaður jarð- vegsrannsóknanna við Atvinnudeild Háskólans haldi áfram athugunum og rannsóknum sínum á því, hvort unnt sé að finna hagkvæma aðferð til að ákveða áburðarþörf mismunandi jarðvegs hér á landi, en með- an þetta tekst ekki, telur það æskilegt, að hann, í sam- ráði við tilraunaráð jarðræktar- og héraðsráðunaut- ana, vinni að því að gerðar séu sem allra víðast ein- faldar áburðartilraunir, er orðið geti til leiðbeininga

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.