Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 20

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 20
176 FREYR um hús og garða, og dafni þau vel einangra þau garðinn vel frá umhverfinu svo að heimilisfólk geti verið þar útaf fyrir sig og notið tilverunnar í ró og næði, jafnvel fengið sér þar sólbað, þegar sólinni þóknast að skína á þessu landi hinnar duttlungafullu veðráttu. Sólin er heilsugjafi sem nota ætti miklu meira en gert er. Allt of óvíða hér sjást sólbyrgi í görðum, með glerveggjum móti austri og vestri og glerþaki en opin til suðurs. Slík sólbyrgi gætu orðið heilsuhæli, bæði fyrir veika og menn heilbrigða. Mér hefir oft fundist að húsameistarar okkar geri of lítið að því að hafa glersvalir á húsunum ■—• því í þeim mætti jafnvel byrja að njóta „sumarins" hér í marz og lengja það þar þangað til í miðjum október. Enda þótt ekkert gler sé fyrir hendi eða annað bygg- ingarefni má útbúa notaleg setpláss í görðum, með því að grafa laut inn í halla, eða hlaða skjólveggi, eða gróður- setja blóm og runna til skrauts og skjóls í kringum. Skrúðgarðarnir eiga ekki eingöngu að vera til skrauts til að horfa á og dást að, heldur eiga þeir jafnhliða að vera til að vera í þeim og njóta lífsins þar þegar vel viðrar og timi er til. Þegar tré eru þar og runnar, blóm, og jafnvel nokkrar matjurtir og grænn fallegur grasblettur til að liggja á, þá er fyrst um verulega fullkominn garð að ræða. I sambandi við skjólbeltin kringum garðana á að taka meira tillit til ávaxtarunnanna en gert er. Af rauðberjum, ribsi, ætti alltaf að hafa sem mest, það er ekki lítið sem þeir geta borið árlega af berjum — til mikils glaðnings fyrir unglinga og fullorðna, sem kunna að meta þessa bragðsterku ljúffengu ávexti — og til mikilla búdrýginda fyrir húsmóðirina, ef hún kann að hagnýta berin allt árið, sem sætindi eða safa. Nokkrir sólberjarunnar ættu einnig að vera f hvers manns garði, vegna hinna bætiefnaríku ávaxta — en ekki eru sólberjarunnarnir eins harðgerðir og rauðberjarunnarnir. En svo að vikið sé á ný að upphaflega efninu um göt- urnar, þá þarf bezt að vanda til þeirra umhverfis húsið, því þar er slitið mest. Fer vel á að þær séu steinsteyptar og má það vera hvort sem heldur er að stéttin sé steypt í einu lagi, eða smáhellur, sem síðan eru lagðar niður, með nákvæmni og vandvirkni. Stéttin við húsið þarf að vera svo breið að tveir geti gengið þar samsíða, eða 1— 1,20 m. Þar sem mikið er gengið, t. d. yfir grasblett, fer vel á að fella steinlímshellur niður í grasið; séu hellurnar 50 cm á kant, má hafa 25 cm grasræmu á milli þeirra. Einnig fer vel á að leggja hellurnar þannig að horn nemi við horn, slíkur stígur fer oft skemmtilega vel. Stígurinn kringum húsið þarf helst að vera í sömu hæð, og oft fer vel á að hækka hann nokkuð yfir umhverfið, svo að dálítill stallur myndist, með jöfnum grasivöxnum halla niður að beinu lægra „plani“. Ragnar Asgeirsson. Spurningar og svör. Sp. 34: Er til hérlend reynsla fyrir því, að fóðra megi sauðfé eingöngu á votheyi? X. X. Svar: Já, hún er til og Hklega er öruggara að fóðra með votheyi eingöngu en votheyi og þurrheyi saman. En votheyið þarf sjálfsagt að vera vel verkað. Illa verk- að vothey er ekki fóður, heldur óþverri, hvort sem það skal notað hancla kindum eða öðrum skepnum. Sp. 35: Er ekki ástæðulaust að taka mark á þeim hrakspám, að vothey frjósi f steinturnum, svo að því verði ekki náð til gjafar? Hver er reynsla annarra [rjóða í því efni? Hafa Svíar t. d. ekki steinturna þar sem vetrarkuldinn er svipaður og hér? X. X. Svar: Svo mikið getur frostið orðið, og það skeð- ur stundum á meginlandi, þar sem frost er 30—50 stig mánuðum saman, að vothey verður klakastumpur. — En hættan er hér miklu rninni en víða annarsstaðar. Þess ber að minnast, að á Suðurlandi er meðal hitastig vetrarmánaðanna svipað og í Danmörku og Suður-Sví- þjóð, og á Norðurlandi svipað og í Smálöndum í Sví- þjóð. En þar í landi eru steinttirnar byggðir allt norð- ur í Dali a.m.k. og miklu norðar þegar þeir eru ein- angraðir. Það væri heilbrigðari ráðlegging að hvetja mcnn til að hætta kartöflurækt hér á landi vegna þess að næturfrost fella grasið oft og valda uppskerubresti, heldur en að ráða frá að byggja votheyshlöður ofan jarðar vegna frosthættu og eyðileggingar á fóðri af þeirra ástæðu. Sp. 36: Hve rnikil er endurgreiðsla á benzíni því, sem notað er á heimilisdráttarvélar, ljósamótora, mjaltavélamótora og aðrar benzín-knúðar vélar? Er það ekki vegaskatturinn sem um er að ræða? Hversu hár er hann? H. B. Svar: Benzínskatturinn er vegaskattur, sem á benzín er lagður, samkvæmt lögum frá 1934. Hann nær

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.