Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 19
B’REYR
175
fyrir burð, og ekki einungis það, heldur
skyldu kýr ekki mjólkaðar fyrr en 4—6 klst.
væru liðnar frá burði. Þannig yrðu kýrnar
miklu hraustari eftir burðinn og jafnframt
kæmust í hærri nyt. Frá því að ég heyrði
þetta hefi ég alltaf fylgt þessari reglu og
alveg jafnt, þótt kýrin ætti erfitt með að
leggjast vegna júgursins. Og ég vil taka
þetta fram um mína reynslu: Hver einasta
þessara kúa hefir reynzt hraust eftir burð
og engin fengið doða, hvorki bráðan, né
heldur né heldur „kroniskan." Þær hafa
mjólkað, að mér virðist, eðlilega, og marg-
ar ágætlega, og júgurbólga aldrei komið
fyrir. Skýringin, sem í upphafi fylgdi þess-
ari rannsóknarniðurstöðu var sú, að kýrn-
ar væru sjúkar um burðinn, og mjólkur-
myndunina mætti ekki örva fyrr en kýrin
væri kominn í eðlilegt ástand.
Ég get að vísu enga ábyrgð tekið á heim-
ildum þeim, sem ég hefi um þessar þýzku
tilraunaniðurstöður. Hitt hefir reynslan
sannað mér í svo mörgum tilfellum, að til-
viljun getur eklci valdið, að það er a. m. k.
hættulaust að draga að mjólka kýrnar, þótt
júgrin séu firnastór og úttroðin af mjólk, —
þar til 4—6 tímar eru liðnir frá burði, þ. e.
helzt þar til kýrin er orðin heil. Og út frá
reynslu minni er það ályktun mín, að það
sé eitt öruggasta ráðið til að tryggja heilsu
kýrinnar eftir buröinn. Þannig sé bráða-
doðahættan að miklu leyti fyrirbyggð,
stálmabólga úr júgri hverfi miklu fyrr,
broddmjólkureiginleikarnir hverfi fyrr,
venjulega eftir 3—4 mál, óát sé að mestu
fyrirbyggt, a. m. k. fyrstu dagana eftir burð-
inn, — í stuttu máli: kýrnar verða hraust-
ar. Það er að minni reynslu ekki mannúðar-
verk að mjólka kýr fyrir burðinn og ekki
heldur rétt á eftir, og það er hagfræðileg
villa. Kálfinum gef ég ekki fyrri en brodd-
mjólk móðurinnar er fyrir hendi handa
honum, og 4—7 stunda svelta í byrjun er
honum skaðlaus.
Að lokum vil ég svo segja eitt dæmi um á-
gæti broddmjólkur. Búkolla bar s. 1. vor í
byrjun maí. Hún bar á 12. tímanum að
kvöldi. Er hún hafði karað kálfinn — það
læt ég kýrnar gera — tók ég hann frá henni,
gaf henni heytuggu og ákvað að láta bíða
morguns að mjólka, eða fulla 7 klukkutíma.
En um morguninn, er ég kom í fjósið, var
Búkolla ekki orðin heil. Ég mjóikaði hana þá
strax og gaf henni broddinn, sem ég ekki
þurfti til dagsins handa kálfinum, og það
voru að mig minnir aðeins ca. 3 lítrar. Rétt
á eftir lagðist kýrin, og að stuttum tíma
liðnum lágu hildirnar í flórnum. Ég full-
yrði, að það var eingöngu broddmjólkinni
að þakka. Ég gef kúm ætíð mjólk um burð,
og oftast af þeirra eigin broddmjólk. Það
er mikil heilsutrygging. Þetta vil ég segja
sveitakonu og öðrum þeim sem annast kýr
um burð.
H úsmæðraþáltur
I SKR ÚÐ GA RÐIISl JJM.
Það þykir máske einkennilegt að segja, að götur í
blóma- og skrúðgörðum setji einna mestan svip á, en
þó má það til sanns vegar færa.
Götur, eða gangstíga, á alltaf að hafa þar sem um-
ferðaþörfin er mest, krókalausar, beint að réttu marki.
Sé vandað vel til gatnagerðarinnar, þá endast þær vel
og setja fallegan svip á allt umhverfi hússins. Helzt
skal alltaf hafa breiða, fallega götu í kringum húsið,
en þó hæfilega langt frá því. Þá er hægt að mynda falleg
blómabeð og pláss fyrir runna og jafnvel einstök tré
milli götunnar og hússins, og Iáta falleg viðkvæm blóm
vaxa þar og ná betri þroska en annarsstaðar. Og til eru
vafningsjurtir, sem geta vaxið upp eftir húsveggjum í
3—5 metra hæð á hverju sumri. Má þar nefna bæði
merlu og humal, þær eru allt of óvíða til hér af því
að fólk þekkir þær ekki.
Göturnar eiga aldrei að vera djúpar, sé t. d. gras
beggja megin við gangstíginn eiga kantar grasblettsins
ekki að vera nema 3—S cm hærri en stígurinn, en miðja
hans nær því jafnhá blettinum. I námunda við bygg-
ingar fer bezt á að götur séu þráðbeinar, en lengra frá
húsinu mega þær vera óreglulegar, ef þörf krefur, en
vel skal gá — að hafa bugður á vegi fallegar og vel
lagaðar.
Með runnum og trjágróðri má mynda skjólbelti kring-