Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 16

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 16
172 FSB7R Það skemmir stálið, ef það er barið of heitt. Hita skal aðeins eggina, en sem minnst inn í efnið og ekki meira í einu en hægt er að slá fram í þeirri hitu. Ekki á að herða stálskerana. Skera, úr yfirborðshertu stáli, má slá fram á sama hátt, en þá á að herða á eftir. Til aö gera það vel þarf að hita allan sker- ann jafnt upp í dumbrautt, síðan að dýfa honum ofan í hreint og kalt vatn og ávallt að láta eggina vita beint niður. Vafasamt er að framsláttur og herðing á plógskera takizt vel, nema við það fáizt vanur eld- smiður. Plóghnífinn þarf að skerpa á smergilskífu og einnig hjólhníf, sé hann notaður. Hjólhnífinn skal taka sundur og þvo leguna upp úr steinolíu, herða á hnoð- unum og fylla leguna með nýrri feiti. Hjólalegur, á hjólplógum, þarf að hreinsa upp og setja í nýja feiti. Herða þarf á öll- um hnoðum og róm. Gott er að slá með léttum hamri á boltahausana meðan hert er á rónum, svo að þeir verði fastir. Diskaherfið. Diskaherfið þarf að yfirfara rækilega áð- ur en byrjað er að nota það. Eftir að búið er að hreinsa og þvo af því óhreinindin, er rétt að byrja á að merkja saman og taka af legulokin, smurkoppana, legurnar og öxlana með öllu saman. Þvo þarf legurnar og annað, sem tekið er sundur, úr stein- olíu. Séu legurnar orðnar slitnar er rétt að endurnýja þær, ef tök eru á því. Diskana og keflin er rétt að númera, þegar tekið er sundur, til að tryggja, að rétt verði sett saman aftur. Hreinsa þarf vel burtu ryð og óhreinindi, þar sem diskarnir og keflin koma saman. Diskana þarf að skerpa séu þeir orðnir sljóir og er bezt að gera það á smergelskífu eða með fínni þjöl. Herða þarf á öllum boltum, skerpa og bursta burtu laust ryð og mála herfið, en bera koppafeiti á diskana eigi ekki að nota herfið strax. Verður vikið nánar að málun- inni í lok greinar þessarar. Traktorar. Rétt er að víkja nokkrum orðum að traktorum. Þeir eru hafðir inni séu nokkur tök á því og nota margir bændur þá að meira eða minna leyti að vetrinum. Fyrir sumarið er þó rétt að yfirfara þá að einhverju leyti eftir því hvað gamlir þeir eru og hvernig farnir. Ekki er ráðlegt að eiga mikið við traktorinn, nema fyrir menn, sem hafa einhverja vélaþekkingu. Ættu því bændur, sem lítt kunna til slíks eða hafa ekki á að skipa slíkum manni, að leita til annarra bæja og fá til þess færan mann. Það helzta, sem ber að athuga við trakt- orinn, er eftirfa'randi: Taka skal úr kerti og hreinsa þau upp og stilla millibil. Séu þau orðin brennd, borgar sig að fá ný. Kveikjuna þarf að hreinsa upp, slípa plat- ínurnar og skipta um þær séu þær orðnar brenndar. Blöndunginn er rétt að hreinsa upp og blása úr öllum götum, taka af og þvo upp bensínglasið. Taka þarf sundur olíuhreinsara og þvo upp úr steinolíu eða skipta um sigti. Sé vélin farin að vinna illa, er rétt að senda hana á verkstæði nema vanur véla- maður sé á staðnum. Kemur þá til greina að slípa eða skipta um ventla, fræsa mótor, skipta um bulluhringi, yfirfara sveifaráss- legur o. fl. Málun. Málun véla og áhalda er ákaflega mikils- vert atriði, fyrst og fremst til að verja hlutina ryðgun og veðrun og í öðru lagi vegna útlits. Það er sálfræðileg staðreynd, að menn fara betur með vel útlítandi hlut en hinn, sem er illa útlítandi. Ég veit, að allir bíl- stjórar kannast við þann mun ,sem er að aka í óhreinum bíl og svo á eftir, þegar búið er að þvo hann og hreinsa. Manni finnst bíllinn vera langt um betri og fer betur með hann. Hið sama gildir um áhöld og vélar, ef þau eru ryðguð og illa útlítandi, eru þau látin drasla og engum finnst taka því að ditta að þeim. Aftur á móti er veruleg ánægja fólgin í því að hreinsa og laga tæki, sem eru fallega máluð og vel við haldið. Ekki þýðir að mála yfir ryðgaða eða olíublauta fleti. Smurningsolíu þarf að þvo

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.