Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 21

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 21
FREYR 177 aðeins til þess benzíns, sem notað er á bifreiðar. Allan annan benzínskatt er hægt að fá endurgreiddan, þeg- ar viðeigandi vottorð og reikningar eru fram lagðir. Benzínskatturinn (vegaskatturinn) er 31 eyrir á lítra og sú upphæð er endurgreidd samkvæmt tilkynningu fjár- málaráðuneytisins. Endurgreiðsla benzínskattsins er nú bundin við áramót og þurfa kröfurnar, ineð viðeigandi gögnum, að vera komnar til sýslumanna fyrir 15. febrú- ar ár hvert. Sp. 37: Svo er mál með vexti, að vatnsból mitt er um 300 metra frá fjósinu og fjósið er ca. 15—20 metr- um hærra en vatnsbólið. Þarf ég á hverjum degi að aka vatni í fjósið og er það mjög bagalegt í misjafnri tíð. Nú leyfi ég mér að biðja yður að veita mér upplýs- ingar um, hvernig bezt sé að leiða vatnið í fjósið. Hversu kraftmikla dælu muni þurfa og hvað allur kostnaður muni verða mikill. Þætti mér æskilegt, að sá kostnaður yrði sundurliðaður. G. Gunnars. Svar: Ofangreindar upplýsingar um staðhætti eru of litlar til þess að hægt sé að áætla, „hvernig bezt sé að leiða vatnið í fjósið.“ — Ef vatnsbólið er brunnur, þá verður að nota vélknúða þrýstidælu, sem sennilega yrði sett við brunninn eða nálægt honum. — Ef raf- magn er til staðar, þá er það sjálfsagður orkugjafi til að knýja dæluna; ella er notuð benzínvél. Dæla, með lýíj hestafls vél, kostar nú 2500—3000 kr., hvort held- ur er fyrir bcnzín eða rafmagn með 110 eða 220 V. spennu. — 1 umræddu tilfelli mun láta nærri að nota 1” pípur, en verð þeirra er nú kr. 13 pr. metri hér í Reykjavík. Ef vatnsbólið er ofanjarðar-uppspretta, og ef 2—3 metra fallhæð er ti'l staðar, á lítilli vegalengd niður frá uppsprettunni, þá er væntanlega hægt að koma við vatnshrút, ef vatnsrennsli uppsprettunnar er fullnægj- andi. Vatnshrútar eru tiltölulega ódýrir og komast stundum af með mjórri pípur en þarf fyrir dælur. Um vatnshrúta má lesa í Frey 1950, bls. 53. Byggja þarf smáskýli yfir mótordæluna eða vatns- hi'útifin, og vatnsgeymi þarf heima fyrir. Geymirinn getur annað tveggja verið steinsteypt útiþró, ef hæð er til fyrir hana nálægt húsunum, eða inniþró úr járni (járntankur) eða nokkrar stáltunnur, sem tengdar oru saman með pípum niður við botn þeirra. Inni- þrær eru og stundum steinsteyptar. Inniþrær eru oft bezt settar í risbæð húsa. — Gott er að þrærnar rúmi cigi minna cn tveggja daga forða, ef þær eru í sam- bandi við véldælu, svo ekki þurfi að ræsa vélina nema annanhvem dag. Á. L. J. Sp. 38: Er til hér á landi hreinræktað skotzkt sauðfé? Ef svo er, hvaða kyn? X. X. Svar: Á Hesti í Borgarfirði var til hreinræktað Border Leicester fé, en því var slátrað á síðasta hausti. Ennþá eru til nokkrir hrútar af þessu kyni í Árnes- sýslu, en þeim verður slátrað á næsta hausti. Sp. 39: Er það rétt, að Skotablendingar hafi ekki reynzt fjárpestunum jafn auðunnin bráð og íslenzka féð? X. X. Svar: Border Iæicester blendingar virðast surns staðar hafa haft nokkru meiri mótstöðu, en að öðru leyti verið vanhaldasamari (slysahættara) en íslenzka féð. Kynblendingar af svarthöfða- og cheviot kyni voru nokkrir á Hesti, en var fargað 4. vetra á síðasta hausti. Enginn hálfblóðs svarthöfði hafði þá tekið mæði- veiki, þó að allmargir jafnaldrar islenzkir væru fallnir fyrir henni. Hinsvegar höfðu nokkrir jafnaldrar af hálfblóððs cheviot kyni tekið veikina. Þetta virðist benda til þess, að svarthöfðafé sé ó- næmara en íslenzka féð, en ekki verður það þó sagt með óyggjandi vissu. Sp. 40: Við höfum keypt nautkálf af góðu kyni, en þar eð ekki finnst votta fyrir spenum á kviði hans spyrjum vér; Er rétt að nota kálf þennan til undan- eldis? Þorleifur. Svar: Sé það rétt, að ekki votti fyrir spenurn á nautkálfinum, er ráðlegt að athuga hvort svo er varið með hálfsystkini hans. Ef aðrir kálfar eru á þennan hátt „vanskapaðir" má telja hæpið, að þeir séu á vetur setjandi til undaneldis. En rétt er að athuga þetta fyrirbrigði áður en nokkru verður slegið föstu. Sp. Er fjárkláði enn hér á landi? Sé svo, í hvaða sýslum? Kveður mikið að honurn? G. Á. Svar: Fyrir 4—5 árum síðan var fjárkláði útbreidd- ur í flestum sýslum landsins. Á síðasta hausti var vit- að um fjárkláða sem hér segir: Á nokkrum stöðum í Múlasýslum, í Vestur-Skaftafellssýslu á einum bæ, á allmörgum bæjum í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum, fyrir niðurskurðinn, í Strandasýslu á einum bæ, í N- ísafjarðarsýslu, á einum bæ, og í A-Húnavatnssýslu, á einum bæ.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.