Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 8

Freyr - 15.05.1951, Blaðsíða 8
164 FRE YR fyrir þá bændur, er gera þær, og nokkurs fróðleiks fyrir þá, er eiga að leiðbeina um þessi efni. í þessu sambandi telur Búnaðarþing að stefnt hafi verið í rétta átt með þeirri útsendingu afveginna áburðarskammta til bænda, sem framkvæmd var síð- astliðið vor, og þessu beri að halda áfram og koma sem beztri skipan á dreifingu áburðarskammtanna og söfnun árangursins." Erindi stjórnar Búnaðarsambands S.-Þingeyinga viðvíkjandi rafveitum í sveitum. Mál þetta var til meSferðar í allsherjar- nefnd og var eftirfarandi ályktun hennar, í 4 liðum, samþykkt: Búnaðarþing ályktar: 1. Þar sem með rafveitulögunum nr. 12, frá 2. apríl 1946 er lagður grundvöllur að því, að öll býli á landinu geti notið rafmagns og þessi lög eru í fullu samræmi við vilja og þörf þjóðarinnar, legg- ur búnaðarþing áherzlu á, að framlög rikisins til þeirra séu stórum aukin og að sem allra fyrst verði gerður fullur jöfnuður á verði rafmagnsins milli sveita og kaupstaða. 2. Að tekið verði til gagngerðrar athugunar, hvort ekki sé gerlegt að leggja þrífasa rafmagnsleiðslur um byggðir landsins, þrátt fyrir aukinn stofn- kostnað, þar sem slíkt kerfi er miklum mun ör- uggara og ódýrara fyrir bændur í innkaupi og rekstri hinna stærri rafmagnshreyfla. 3. Að þær strjálbýlu sveitir, sem koma vilja á hjá sér rafmagni á skipulagsbundinn hátt, með smá orkustöðvum, njóti allra sömu hlunninda og raf- veitur frá stórri orkustöð. Telur Búnaðarþing þýð- ingarmikið, að hinar strjálbýlli sveitir verði ekki afskiptar í þessu efni með tilliti til framtíðarör- yggis byggðaririnar. 4. Að raforkumálasjóði sé gert fært að fullnægja gildandi lögum um hámark lánveitinga til bænda, sem ekki geta í náinni framtíð fengið rafmagn frá stærri eða minna samveitum, en vilja koma upp einkarafstöðvum með vatnsafli eða olíuhreyflum." Guöjón Jónsson og Jón Hannesson fluttu þingsályktunartillögu viðvíkj- andi sögulegum minjum gömlu rjóma. búanna. Ályktun allsherjarnefndar í þessu máli var samþykkt þannig: „Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Búnaðarfélags Islands að gera sem fyrst ráðstafanir til að safnað sé saman ýmsum gögnum og skilríkjum, er snerta starf- semi rjómabúanna gömlu, svo scm fundarbókun, reikningum o. fl. Síðan verði gerðar ráðstafanir til að tryggja sem ör- uggasta varðveizlu þessara gagna.“ Ásgeir Bjarnason. Gunnar Guðbjartsson. Nýliðar á Búnaðarþingi. Benedikt H. Lindal.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.