Freyr - 01.09.1951, Side 3
XLVI. ARGANGUR NR. 18-19
REYKJAVÍK, SEPTEMBER 1951
Hvernig flokkast mjólkin?
Á síðastliðnu vori kom mjólkureftírlits-
maður ríkisiris á skrifstofu Freys með yfir-
lit yfir athuganir sínar og niðurstöður
mj ólkurflokkunarinnar hjá mjólkursam-
lögunum á undangengnum árum. Af gögn-
um þessum mátti glöggt sjá hvílíkur regin
munur er á mjólk frá hinum ýmsu heimil-
um. Sumir hafa jafnan haft svo að segja
alla mjólk í fyrsta flokki, en aðrir hafa
oft haft mjólkina í II., III. eða jafnvel IV.
flokki.
Eins og flestum mun kunnugt er mjólk-
in flokkuð eftir sýrustigi hennar, en sýru-
stigið er allgóður mælikvarði á magn gerla-
gróðurs (baktería og annarra lífvera) í
mjólkinni.
Það eru ýmiss atriði, sem hafa áhrif á
gæði, og um leið á flokkun, mjólkurinnar.
Verst gengur að fá mjólkina í fyrsta flokk
að sumrinu, enda eru þá bezt skilyrði til
vaxtar og viðgangs þeirra lífvera, sem
valda mjólkurspjöllum. Stafar þetta auð-
vitað að nokkru af því, að kælingu er ábóta-
vant, enda er algengt að því atriði einu er
um kennt. En sjálfsagt eru það fleiri for-
sendur, er liggja því til grundvallar, að
mjólk bænda flokkast illa, verðmæti henn-
ar verður minna en ella og pyngja bónd-
ans að sama skapi léttari, og gildi mjólk-
urinnar, til þess að vinna úr henni fyrsta
flokks vörur, minnkar nokkuð eða mikið
eftir því hve miklir gallarnir eru.
Nú hefir eftirlitsmaðurinn slegið því
föstu, að víst hefir kælingin nokkuð að
segja, en að hans dómi eru önnur atriði
eigi þýðingarminni. Er það m. a. heilbrigði
skepnanna. Bannað er að blanda mjólk úr
kúm, er hafa júgurbólgu, saman við þá
mjólk, sem send er til samlagsins, en dæmi
munu til þess að menn hafa ekki gætt sín
nógu vel í þeim efnum og sent mjólk til
búsins fyrr en rétt var. Þá hefir hreinlæti
og ræsting á heimilunum eflaust miklu
meira að þýða en margan grunar.
Eins og það er sjálfsagt að þvo hendur
vandlega áður en mjaltir hefjast og áður
en byrjað er að mjalta hverja kú, svo þarf
og að vanda mjög hreingerningu á mjalta-
fötum, mjaltavélum, þar sem þær eru not-
aðar, hreingerningu á öllum hlutum í
mjólkurhúsinu, og svo má ekki gleyma
mj ólkurbrúsunum.