Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.1951, Side 8

Freyr - 01.09.1951, Side 8
276 FRE YR hafi ekki verið við þetta allan tímann. Hinsvegar er á það að líta, að mjög er æski- legt að finna hentugt starfsfyrirkomulag, því að mannsaflið er það dýrt, að ástæða er til að haga verkum þannig, að mann- afla þurfi sem minnstan. Á meðan viðhafa þarf þá vinnuaðferð, að mokað er á vagna með handafli, þarf auðvitað nokkurt mannsafl, en vonandi er þess mjög skammt að bíða, að við getum hagað störfum eins og aðrir, og notað þá þessa starfsaðferð: Slegið er með dráttar- vél með átengdri sláttuvél, færibandi, sem tekur grasið um leið og flytur upp í vagn, sem fylgir með um slægjuna. Þarf þá mann til að stýra slætti og ungling til þess að hagræða grasinu í vagninum. Heima við hlöðu er maður sem mokar á saxblásara, en inni í hlöðu unglingur sem stýrir fyll- ingu, en það er máske vandasamasta verk- ið af öllu tilheyrandi votheysgerðinni. Minna en fjóra verður ekki komizt af með, ef miklu á að afkasta. Dæmi eru þó til um það vestan hafs, að helmingur þessa mann- afla, þ. e. einn karlmaður og einn ungling- ur, luku eins miklu starfi á hverja manns- stund og þegar fjórir unnu. Var þá vinnu þannig hagað, að til skiptis var unnið úti á teigi og heima við hlöðu. Með slíkum út- búnaði er algengt, að afköstin verða 1—2 mannsstundir fyrir hverja smálest af grænfóðri (grasi). Með stórvirkari tækjum hefir tekizt að afla smálestarinnar með allt niður í % stundar mannsvinnu. Hjá umræddum 9 bændum var tilhögun mjög misjöfn. A notaði vörubíl og áhleðslu- vél og aðeins 2 menn að starfi. B hafði tvo karlmenn, stúlku og ungling að verki, en hann mokaði að mestu í hlöðu með kvísl- um. C hafði jafnan 7 manns við heyskap og voru sumir að slætti, aðrir að rakstri og svo við heimflutning og fyllingu. D hafði einnig 7 við heyskap. E hafði tvo karlmenn og eina eða tvær konur að verki. F hafði einn karlmann, tvo unglinga og eina konu, það hafði G einnig, en H og I höfðu 4—5 manns að verki, unglinga og fullorðna. Af þessu verður séð, að fæstir voru tveir að verki, oftast voru það tveir fullorðnir og tveir unglingar, en hjá sumum enn fleiri. Um afköstin er getið í svörum við 8. spurn- ingu. Spurning 6. Gekk inntaka í hlöðu jafn fljótt og heimflutningur? Þar eð því heíir verið haldið hátt á lofti frá ýmsum hliðum, að afköst saxblásara séu svo lítil, að ekki komi til mála að nota þá, heíir það nokkra þýðingu að vita hvort heimflutningur gangi yfirleitt miklu fljót- ar en fylling votheyshlaðanna, svo að finna mætti aðferð til samræmingar. Spurningunni er svarað á ýmsa vegu eins og við mátti búast. Það er ekki að- eins starfsaðferðin við heimflutninginn, heldur og vegalengdin, sem nokkru ræður. Sumir bændur hafa þegar samstillt þessi störf þannig, að heimflutningur og fylling gengur sem næst jafn greitt þegar ekkert ber út af á vinnustöðum. Annarsstaðar vantaði vagna og þess vegna gekk inntaka fóðursins miklu örar en heimflutningur. Flestir geta þess, að fylling með saxblásara sé nokkuð háð veðurfari þannig, að vel gengur og ágætlega þegar grasið er „gras- þurrt“ eða betur, en ef laust vatn er í því gengur treglega og þá þarf vel að vanda mokstur í saxblásarann til þess að ekki stíflist í rörum eða afköstin verði lítil. Hins er þó að geta í þessu sambandi, að ekki munu allir hafa brýnt söxin svo oft, sem þörf gerist, en þegar þau verða bitlaus eða skörðótt fer óhæfilega mikil orka til þess að skera — eða réttara merja — fóðrið. Verður þá þeim mun minni orka til þess að gefa fóðrinu hraða upp rörin. Sumir bændanna taka það réttilega fram, að stærsti kostur söxunar og inntöku fóðurs- ins með saxblásara sé máske ekki vinnu- sparnaður við fyllingu, heldur hve auðvelt sé að jafna vel í hlöðunni, og skapa þann- ig öryggi um gerð og gæði fóðursins, og svo hve auðvelt sé að losa saxað fóður þegar gefið er að vetrinum. Spurning 7. Hve margar smálestir af fóðri voru látnar inn daglega og hve marg- ir dagar liðu á milli þess að inn var flutt? Hve hár varð stabbinn að lokum?

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.