Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 9

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 9
PREYR 277 Fæstir bændanna gátu sagt nákvæmlega hve mikið var látið inn í hvert skipti. 4. spurningu er svarað: hve langur tími leið írá því byrjað var að láta inn unz lok- ið var, en það segir ekki mikið um hversu mikið var sett inn í hvert skipti, því að stundum var flutt heim á hverjum degi, stundum annan eða þriðja hvern dag. Hjá C og D eru svörin þó ákveðin, 12—15 smá- lestir á dag, en annarsstaðar 4—5 smá- lestir dagiega, einkum eftir að hækka tók í hlöðunum, en meira í fyrstu. Virðist þetta magn hafa verið nægilegt til þess að hindra verulegan hita og þjappa saman smátt og smátt. Yfirleitt segja svörin, að aldrei hafi lið- ið meira en 3 dagar milli þess, sem inn var tekið, og oftast aðeins tveir, nema ef veð- ur hamlaði, en það bar við all oft á Norð- urlanúi sumarið 1950. Á meðal umræddra 9 bænda svöruðu 3 hvaoa daga, og hve margar stundir á dag, fóðrið var látið í hlöðu, en það voru A, H og I, að sjálfsögðu samkvæmt vinnuskýrsl- um. Sem áður er á minnst var stabbinn að lokum 4—5 m í gryfjunum, en 5—13 í turnunum. Spurning 8. Hve margar stundir manns- vinna telzt að þurft hafi, fyrir hverja smá- lest fóðurs, við heimflutning og inntöku? í sambandi við svörin við spurningu 5 hér að íraman, er minnst á vinnuþörf, mið- að við mannstíma á hverja einingu fóðurs (smálest). Þessi mælikvarði getur auðvitaö aldrei verið nákvæmur, enda er það mörg- um atvikum háð hve vel gengur, (veður, fjarlægð, tækni, dugnaður manna o.s.frv.). Þeir sem hafa haldið vinnubækur svara samkvæmt þeim, en geta þess hinsvegar, að ekki viti þeir hve miklum þunga þeir hafi komiö í hlöðu, því að á sveitabýlum eru ekki til vagnvogir. Hjá A var mest notað af vélum, en þar þurfti aðeins 160 stunda mannsvinnu til þess að koma fóðrinu heim og inn. Miðað við stabba þann, sem var í hlöðunni, mun mannsvinnan ekki hafa farið langt fram úr 1 klukkustund fyrir hverja smálest af grasi, en líklega um 1,3— 1,5 tímar fyrir hverja smálest af fullgeröu fóðri. Munu þetta beztu afköstin, en sjálf- sagt hefir vélavinna verið meiri þar en annarsstaðar. Bóndi D hefir athugað bæði vinnustundafjölda og fóðurmagn heim- flutt, og segir ákveðið í svari sínu, að 3 mannsstundir hafi þurft fyrir hverja smá- lest heimflutta. Ekki er þess getið hvort miðað er við karlmannavinnu eða meðal- tal af vinnustundum karla, kvenna og ungl- inga. Nokkrir hafa skráð hve margar stundir saxblásari hefir verið í gangi við inntöku og hafa afköst verið frá 6—10 smálestir af grasi á klukkustund, sam- kvæmt þeim tölum, sem upp eru gefnar (saxblásari nr. 7 Harvester). Spurning 9. Var pressa sett á að lokum eða annað, sem hindraði aðgang lofts? Við þessari spurningu voru gefin ákveð- in svör af öllum aðilum. Svörin voru á þá lund, að loftþéttur pappír var lagður ofan á stabbann að lokum, og notuðu flestir sundurskorna áburðarpoka, og höfðu gjarnan tvöfalt eða þrefalt lag. Til þess að hafa glöggt yfirlit yfir með- ferð á yfirboröi stabbans og árangurinn, sem ætla má að sé háður starfsaðferðinni, er réttast að birta hin ýmsu svör, og þá jafnframt svörin við spurningu nr. 13, þar sem sagt er hvernig fóðrið hafi verið þegar varnarlagið var tekið af og farið var að nota ícfðrið. Svörin við spurningum nr. 9 og nr. 13 eru þá saman dregin þannig: A hafði þrefalt lag af áburðarpokum of- an á fóðrinu og annað ekki. Ekkert fóður var ónýtt, engu fleygt, en um 30 cm þykkt lag var gallað (þ. e. 1—2 smálestir). Efstu tveir metrar stabbans voru sætheysverkað- ir, því nokkuð hitnaði í því fóðri. Allur var stabbinn á tíunda meter að hæð. B setti þrjú vagnhlöss af blautum rudda ofan á stabbann, en enga pressu. Þegar ruddinn var tekinn af var allt fóður ó- skemmt undir honum. C setti rennblautt gras á yfirborð í hlöðu, ekkert annað. Taldi hann ekkert fóður ónýtt, allt átzt, en efsta fetið gallað fóður. D þakti stabbann með þéttum áburðar- pokum og þar á ofan nálægt einni smálest af blautum arfa. Ekkert fóður var ónýtt k

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.