Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1951, Page 16

Freyr - 01.09.1951, Page 16
284 PRE YR ur til austurs, inn í fjallgarðinn, sem skil- ur nyrzta hluta Húnaþings og Skagafjarð- ar, en dalurinn greinist þegar skammt er komið inn í fjallgarðinn. Liggur Laxárdal- urinn til suðurs, en Norðurárdalur til aust- urs. í mynni dalsins eru 3 býli, sem eigi bera þess nein merki að þar horfi til auðnar eða úr byggð falli. Sunnan við Laxá eru Efri- og Neðri-Mýrar. Þar eru víðiend tún og miklar nýræktir, en byggingar veglegar og snyrtilegar til að sjá, og tjáð að svo sé einn- ig þegar skoðaðar eru. Að norðan við ána eru Njálsstaðir. Förinni er heitið þangað og þar nem ég staðar. Bóndinn er heima, er mig ber að garði. Hann heitir Hcifsteinn Jónasson, ættaður frá Hnausum í Þingi, hóf fyrst búskap inn í Vatnsdal, en flutti bú sitt árið 1934 að Njálsstöðum. Hefir hann því stundað búskap þar í 17 ár. Þegar Hafsteinn kom að Njálsstöðum stóð bærinn hátt uppi í brekku norðan ár- innar. Forn var hann og fánýtur, og var það meðal fyrstu verka Hafsteins bónda að lagfæra bæinn, svo að lekinn eyðilegði ekki öll verðmæti og fólkinu væri vært í rúm- unum og annars staðar undir þaki, þó nokkrir dropar féllu úr lofti, eða döggvar drypu til frjóvgunar gróandi jörð. Þá sirax eygði Hafsteinn ekki möguleika til þess að flytja bæ og peningshús úr brekkunni niður að ánni, þangað, sem veg- ur mundi síðar koma rétt við bæjarvegg. Hann lagfærði bæinn í brekkunni og hann hóf strax framkvæmdir við sléttun hins stórþýfða túns og leitaðist við að beina burt vatninu, sem allsstaðar kom fram við fjallsrætur. — En ekki hefir þú nú búið í mörg ár í gamla bænum, því tíma hefir þurft til þess að reisa allar þessar byggingar, sem hér eru, segi ég, þegar við höfum gengið umhverfis hinar myndarlegu steinbygging- ar og valið okkur blett á gróandi velli sunn- an undir húsvegg, þar sem við lágum og röbbuðum um daginn og veginn. — Jú, svarar Hafsteinn. Til allrar ólukku var ég of lengi að hressa upp á gömlu torf- kofana — alltof lengi. Það var ekki fyrr en árið 1946 að ég byggði ibúðarhúsið, ásamt fjósinu og hlöðunni, en fjárhúsin, og hlöð- una við þau, hafði ég þá lokið við, því ég reisti þau 1944. Þau rúma um 200 fjár. íbúðarhúsið, ásamt fjósi og fóðurgeymslu er sambyggt, reisulegar byggingar og snyrtilegar. Ég skoða fjósið, lít inn í hlöð- una, kem í íbúðarhúsið og spyr hikandi: Ertu smiður sjálfur? — Nei, það er ég nú ekki, en við þessar framkvæmdir vann ég mest sjálfur og við það fær maður talsverða leikni í að negla nagla, hræra steypu og laga hana svo að vel fari í mótum og veggir verði vel útlít- andi, þegar mótunum er slegið frá. Þetta er nú kannske ekki allt eins vel gert og ef fagmaður hefði unnið eða stjórnað. En af skiljanlegum ástæðum verður maður að hjálpa sér sem mest sjálfur. Ég hefi líka innréttað húsið sjálfur, að mestu. Ég sá fram á að ég hefði ekki efni á að kaupa fagmann til þess, svo ég prófaði og hefir tekizt eins og sjá má af fráganginum. — Ég hlýt að játa þessi sannindi, sem Hafsteinn bóndi hefir fram að færa. Gjaldþol bænda er ekki það mikið, að þeir geti greitt að minnsta kosti þriðjungi hærra kaup en bóndinn fær, já, eiginlega um það bil tvöfalt þegar tekið er tiliit til þeirra fríðinda, sem handverksmenn bæjanna áskilja sér ef þeir fara til starfa úti í sveit. Húsakosturinn hér er mikill og virðist ramlega gerður, og ekki verður sagt að stór- lýti mæti auganu þó að fagmenn hafi eigi að verki verið. — Já, þetta eru miklar framkvæmdir á svo fáum árum. En hvað með ræktunina? — Þegar ég kom hingað, árið 1934, var svo að segja allt túnið þýft og lá uppi í brekkunum að mestu. Það ár fékk ég 160 hestburði af töðu. Þá varð auðvitað að slá allt með orfi og ljá og þurrka á þúfnakoll- um, eins og gerðist í þá daga. — En nú? — Nú er túniö allt slétt og nú notar mað- ur vélar. Ég hefi þó bara hestavélar, en það gengur. í fyrra fékk ég 650 hesta af töðu, en í ár held ég að það verði ekki nema helmings töðufall á við það, því að kölin eru skelfileg eins og þú sérð.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.