Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 21

Freyr - 01.09.1951, Blaðsíða 21
F'REYR 289 Fólk þarf að sjá verðmæti sveitarinnar í öðru ljósi en nú er gert, svo það kunni að meta kosti hennar. ★ Hvílíkur munur að sækja mjólkina sína í kúna út í fjósið, eða standa í biðröðum við mjólkurbúðirnar og bíða eftir mjólkinni, sem maður svo ekkert veit hvaðan kemur, og nægtir af garðamat sem heimilið hefir, þeg- ar fram á sumarið kemur og kálið stendur í blóma í görðunum og allt grænmetið, og síðan koma kartöflurn- ar og gulrófurnar. Kálið er sjaldan þroskað fyrr en að haustinu. Venjulega er farið að slátra einhverju seint í júlí; eftir það er nóg af nýju kjöti, silungur úr ám eða vötnum og lax til hátíðabrigða. Það er notalegt að fá þetta allt heima hjá sér, án beinna útgjalda, en ekki er þetta fyrirhafnarlaust. Ekki má gleyma bláberjunum og ribsberjunum úr garðinum á haustin. Ég þekki ekki annan betri eftirmat en bláber og rjóma, og ribsberin úr garðinum í sultu. Mér hefir alltaf fundizt skemmti- lcgast að matbúa og framleiða mat fyrir heimilisfólk og gesti þegar sem mest af því er heimafengið og um leið allsnægtir fyrir hendi. Það er ein skemmtun, sem húsfreyjur í sveit eiga hægra með að veita sér en þær, sem í borginni búa. Það er að eiga reiðhest. Ekkert er betri skemmtun en að koma á bak góðum hesti og ríða lítinn spöl. Það er hressing bæði fyrir líkama og sál. En helzt þarf maður að fá að þekkja hann lengi og kynnast honum og verða vinur hans. Það er ánægjulegt að stíga á bak hesti, sem réttir manni hausinn til að heilsa, um leið og við ætl- um að stíga á bak, og hann er ekki ánægður fyrr en við erum búnar að klappa honum þegar honum er sleppt. Hinn skemmtilegi rithöfundur og læknir Steingrímur Matthiasson segir í bók sinni: ANNAÐ LÍF í ÞESSU I.ÍFJ, þegar hann talar um bændakonur á Fjóni, sem séu of feitar og hafi of háan blóðþrýsting, að engin ráð þekki hann betri að gefa þeim en þau, að bóndinn dansi við þær i hálftíma tvisvar á dag. Eg gæti nú trú- að að það vildi gleymast og vildi heldur að þær reyndu að fara á hestbak. Það þarf ekki að vera svo langt, að þið getið ekki séð til barnanna úti, ef enginn fullorð- inn er heima. Aðalatriðið er að fá hreyfinguna á hest- baki. Nú er mikil bílaöld. Allir vilja eiga bíl. Þeir eru þarf- ir og ómissandi til vöruflutninga og langferða. En til skemmtiferða og hressingar verða þeir aldrei á við ís- lenzka hestinn. Þeir, sem kunna að fara með hann, gera hann sér að vini og fá hann á þann hátt til að láta sér í té allt það bezta, sem hann getur lagt til með fótaburði sínum. ★ Ég var að blaða i bók, sem liggur hér á borðinu hjá mér. Gömul kynni, eftir Ingunni Jcmsdóttur húsfreyju á Kornsá. Mikið hefir starf og staða íslenzku húsfrevj- unnar breytzt síðan móðir Ingunnar tók laxinn og ætl- aði að sjóða hann handa heimilisfólki sínu, en þegar til átti að taka, var eldurinn dauður og engar eldspýtur til. Það var áður en þær urðu til. Húsfreyjan var ein heima við búverkin, en allt fólk á engjum. Henni vildi það til, að léttadrengur kom heim af engjunum og hún gat sent hann á næsta bæ til að sækja eld. Sem eðlilegt var rask- aði þetta mikið matmálstíma fólksins, sem ekki var venjulegt á þessu heimili. Eða þá myrkrið í göngun- um, þegar vinnukonan var að blása í eldinn og kveikja ljós um kvöldið. í*á var líka gleði barnanna mikil, þeg- ar þetta góða ljós á grútarlampanum var komið i bað- stofuna. Við, sem höfum okkar fyrstu kynni af lífinu rétt fyrir síðustu aldamót, höfum aldrei komist í þessi vandræði með eldspýturnar og erum flest uppalin við ljós á stein- olíulampa og kola- eða móeldavél, eða vél, sem brennir sauðataði. Það er ekki nema á þessum 20—30 síðustu árum, sem þær miklu framfarir bafa orðið á lieimilunum og lagð- ar hafa verið miðstöðvar til hitunar með heitu vatni úr iðrum jarðar, með venjulegu eldsneyti eða með raf- magni. Rafmagnið, það er dásamleg heimilishjálp, sem allar húsfreyjur óska að fá á heimili sín og er ómissandi hjálp við heimilisstörfin. Rafmagn til ljósa, suðu og hitunar, rafmagn til að knýja áfram vinnuvélar við innanhússtörf og framleiðslutæki, allt þetta þurfum við að fá. En öll þróun tekur sinn tíma og þess er ekki að vænta, að öll heimili á landinu hafi hlotið þessi gæði á tveim til þrem áratugum; en við verðum að fá þau sem allra fyrst. Vildi ég óska íslenzkum heiniilum þess, að þeim öll- um auðnaðist að fá rafmagn til heimilisnota í einhverri mynd og það sem allra fyrst, og það tekst ef fast er róið. Karlmennirnir, sem má heita að hafi öll fjárráð í rík- inu, verða að skilja það, að eins og nú hagar til með heimilishjálp, er heimilunum það lífsnauðsyn til að létta störfin og til góðrar afkomu, og það má ekki koma fyrir að sveitahúsfreyjur þurfi að flytja úr sveitunum fyrir skort á rafmagni og flykkjast til borgarinnar x von um meiri lífsþægindi. Sannleikurinn er sá, að lífsþægindin geta orðið að óþægindum ef of margir flykkjast utan um þau.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.