Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Blaðsíða 17
Sport
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ2005 77
Saunders
tekur við
Pistons
Forráðamenn Detroit Pistons
biðu ekki boðanna og náðu sér í
nýjan þjálfara eftir að Larry
Brown var látinn fara frá félaginu
á dögunum. Nú hafa þeir gert
fjögurra ára samning við Flip
Saunders um að taka við liði Pi-
stons. Engum dyljast hæfileikar
Saunders sem þjálfara, þótt það
hafi tekið hann nær áratug að
koma liði Minnesota lengra en í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar
þegar hami þjálfaði liðið á sínum
tíma. Saunders er ekki að taka við
af neinum aukvisa, því Larry
Brown náði frábærum árangri
með lið Pistons á þeim tveimur
árum sem hann þjálfaði liðið og
þvi þykir mönnum ákvörðun
Saunders að taka við Pistons
nokkuð djörf, því þar á bæ eru
menn fljótir að láta verkin tala ef
ekki næst árangur, eins og sýndi
sig þegar þeir ráku Rick Carlisle
og réðu Brown á sínum tíma.
Serbi styrkir
Hamarsliðið
Hamarsmenn í úrvalsdeild
karla í körfubolta hafa samið við
tveggja metra framherja frá
Serbíu, Mihajlo Delic, og mun
hann spila með liðinu ásamt
Clifton Cook. Delic er 26 ára gam
all og getur bæði spil-
að í stöðu skotbak- '
varðar og lítils ÆgmA
framherja.
Hann lék í há-
skólaboltanum í * Æ' ‘
Bandaríkjunum jmKíi
með NorfolkState |
University og S,
Lindsey Wilson |
CoLlege og auk (1
þess sem at-
vinnumaður í |§P®§
Marokkó, Fil-
ipsseyjum og í
Noregi þar sem
hann lék sl. vetur *
með Tromsö
Storms. Delic var
var meðl9,2 stig
að meðaltali í
leik hjá Tromsö-liðinu
sem hafnaði í efsta sæti í
úrslitakeppni neðri lilut-
ans.
Heiðar og
Þórdís efst
Kylfingurinn Heiðar Davíð
Bragason var í forystu eftir fyrsta
dag á fslandsmótinu í höggleik
sem fram fer á Hólmsvefii í Leiru,
en hann lauk keppni á fimm
höggum undir pari. íslandsmeist-
arinn Birgir Leifur Hafþórsson,
sem á tdtil að verja á mótinu, er í
öðru sæti á tveimur höggum
undir pari ásamt Inga Rúnari
Gíslasyni. Þar á eftir komu þeir
Ólafur Már Sigurðsson úr GR og
Brynjólfur Einar Sigmarsson úr
GKG, en þeir voru báðir á einu
höggi undir pari.
Hjá konum hefur Þórdís
Geirsdóttir úr Keili tveggja högga
forystu á félaga sinn úr GK, Tinnu
Jóhannsdóttur. íslandsmeistarinn
og eini atvinnumaðurinn, Ólöf
María Jónsdóttir,
lék illa á fyrsta
degiogersex
höggumáeftir Æ'.-J
Þórdísi.
Guðjón Þórðarson fer ekki ótroðnar slóðir í undirbúningi Notts County fyrir
keppnistímabilið sem senn hefst á Englandi og þrælar út leikmönnum sínum
tvisvar á dag. Leikmenn hans hafa hins vegar aldrei kynnst öðru eins álagi hjá
nokkrum öðrum þjálfara og segjast vera að komast í besta form lífs síns.
Guöjón sýnir lærisveinum
sínum engn miskunn
Það púl sem Guðjón lætur leikmenn sína ganga í gegnum þessa
dagana ætti svosem ekki að koma þeim á óvart þar sem Guðjón
lýsti því strax yfir, þegar hann tók við stjórastöðu liðsins í maí, að
undirbúningstímabilið yrði allt annað en auðvelt. Skilaboðun-
um hefur hann sannarlega komið áleiðis, eins og leikmenn segja
sjálfir frá.
„Þú kemst ekki upp með neitt
annað en að leggja þig 100% fram
hjá Guðjóni," segir Steve Scoffham,
leikmaður Notts County. „Það hefúr
verið tvöföld æfing á hverjum ein-
asta degi síðan við byrjuðum að æfa,
nema daginn áður en að við eigum
æfingaleik," segir Scoffham. Aðferð-
ir Guðjóns hjá Notts County eru
keimlíkar þeim sem hann notaði hjá
Keflavík í vetur, en þá fengu leik-
mennirnir eins og kunnugt er að
kynnast svokölluðum „laugardög-
um til lukku" þar sem þeir voru und-
ir handleiðslu Guðjóns frá morgni til
kvölds í stanslausum æfingum og
samverustundum.
„Þetta er mjög erfitt, en maður
harkar sig í gegnum þetta því þetta
púl mun sannarlega koma okkur til
góða þegar tímabilið byijar. Mér
finnst ég vera kominn á það stig að
geta hlaupið stanslaust heilan dag."
Leikmenn virða Guðjón
Scoffham kveðst kunna afar vel
við Guðjón, rétt eins og allir aðrir
leikmenn liðsins, og að hann sé á
réttri leið með liðið.
„Fólk hefur séð hvemig við höf-
um spilað eftir að hann tók við og
//
Hann gerír hlutinaá
sinn máta og hefur trú
á sínum aðferðum."
haft það á orði að þetta sé allt að
smella hjá okkur. Við emm sjálfsör-
uggir. Það er alltaf hægt að ræða við
Guðjón og hann er húmoristi - það
er hægt að deila með honum góðum
brandara," segir Scoffham og bætir
við að leikmennimir hreinlega njóti
þess að púla fyrir harðstjóra sinn.
„Hann gerir hlutina á sinn máta
og hefur trú á sínum aðferðum. Það
þýðir að dagamir em langir hjá okk-
ur, en við njótum þeirra. Guðjón veit
upp á hár hvernig hann getur fengið
það sem hann vill út úr leikmönn-
um sínum og ef þú hlýðir honum
ekki þá mun það koma niður á þér
síðar," bætti Scoffham enn fremur
við og ekki ber á öðm en að fyrir
Guðjóni sé borin mikil virðing.
Erum orðnir vanir þessu
álagi
Annar leikmaður Notts
County, hinn ungi Chris Pal-
mer, hefur einnig lýst yfir
ánægju sinni með þrekæfingar
Guðjóns og þykir það koma
einstaklega mikið á óvart þar
sem hann var sakaður um leti
á æfingum og í leikjum í fyrra.
„Þessar æfingar em mikil
þolraun, en við emm
að komast í dúnd-
urform svo að
þetta er allt þess
virði. Ég held að
flestir okkar hafi
ekki verið vanir tveimur löngum æf-
ingum á dag og þurft að
vera frá fjölskyldunni
síðdegis, en um leið
og þetta kemst upp í
vana er allt í lagi.
Okkur leikmönnun-
um finnst þetta gam-
an og það er það
sem skiptir mestu."
„Þetta púl mun
sannarlega
koma okkur til
góða þegar
tímabilið byrj-
ar. Mér finnst
ég vera kom-
inn á það stig
að geta
hlaupið
stanslaust
heilan dag/
Guðjón Þórðarson
Er að láta lærisveina hjá
Notts County upplifa
sína verstu martröö
Jose Mourinho ætlar nýja leikmanni sínum Shaun Wright-Phillips stóra hluti.
Hann slær David Beckham út
úrenska landsliðinu fyrir
Burt með Beckham
Jose Mourinho ætlar
Shaun Wright-Phillips
fast sæti í enska lands
liðinu á HM.
Jose Mourinho hefur aldrei efast um
eigið ágæti og nú í vikunni gaf hann út yf-
irlýsingu um það hvað Shaun Wright-
Phillips ætti í vændum eftir að hann
gekk í raðir Chelsea. „Phillips er frá-
bær leikmaður og átti fina leiktíð með
ágætu liði Manchester City í fyrra, en
ég mun gera hann enn betri. Ég sé fyr-
ir mér að Phillips verði orðinn
fastamaður í enska landsliðinu á
fyrir HM í Þýskalandi næsta
sumar og þá verða dagar Dav-
ids Beckham á hægri vængn-
um taldir. Ég yrði fyrir mikl-
um vonbrigðum ef ég næði
ekki að gera Phillips
að betri
Ég heffulla trú á því að ég geti
gert hann betri, því ég gerðiJoe
Cole betri. Það er mér að þakka að
hann komst í enska landsliðið."
leikmanni, því það er mitt starf. Ég hef fulla trú á því að ég
geti gert hann betri, því ég gerði Joe Cole betri. Það er mér
að þakka að hann komst í enska landsliðið og Phillips get-
ur farið sömu leið ef hann leggur sig fram," sagði Portú-
galinn.
„Ég vil að sjálfsögðu undirstrika að Chelsea verður að
sitja fyrir hjá leikmönnunum og þeir verða að leggja sig
alla fram hjá mér ef þeir ætla sér að vinna sér sæti í lands-
liðum sínum. Ef þeir gera það get ég látið drauma þeirra
rætast," sagði Mourinho, sem segir ekki hafa verið erfiða
ákvörðun að leitast við að kaupa Phillips í sumar.
„Verðið á ensku leikmönnunum er út í hött, en við
höfum sett okkur skýr markmið um að fjárfesta í
enskum leikmönnum og í mínum huga kom
bara sá besti sem var á lausu til greina og sá
maður er Shaun Wright-Phillips," sagði
knattspyrnustjórinn. baidur@dv.is