Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2005, Qupperneq 39
DV Síðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ2005 39 Barátta góðs og ills Lífið er barátta góðs og ills. í sérhverjum manni er daglegt stríð. Maðurinn reynir oftast að breyta rétt. Fer stundum af sporinu og leitar fyrirgefningar. Þessari báráttu er lýst á afgerandi hátt í meistaraverki Grete Janus og Mog- ens Herzt, Láka, sem er hluti af (mis)skemmtilegu smábarnabók- unum sem bókaútgáfan Björk hef- ur gefið út áratugum saman. Láki þessi er illmenni sem býr neðan- jarðar með foreldrum sínum, Snjáku og Snjáka, sem líka eru ill- menni. Láki strýkur að heiman, fer ofanjarðar og hrekkir um stund sænska vísitölufjölskyldu, póst- mann og kött. Eftir 721 hrekld fær hann nóg og prófar að vera góður. Hei prestó! Fyrr en varir er hann orðinn ljóshærður Svíi og tekinn í sátt af fjölskyldunni sem hann hafði áður ofsótt og verður einn af þeim. í bókinni er hins vegar aldrei spáð í sorg og söknuð foreldra Láka, enda eiga vondir foreldrar eins og þeir það líklega ekki skilið að um þá sé hugsað á svo hugul- saman hátt. Líklega er þeim líka drullusama þótt Láki sé farinn og orðinn vísitölusvíi. Bob Geldof Ég veit ekki hvort Bob Geldof hafi lesið Láka. Hann ræflaðist hér um árið og dæmdi í fegurðarsam- keppni og skrapp síðan á nektar- búllu til að fá einkadans. Hann er alltaf að bjarga heiminum eins og oft vill gerast með poppara sem hafa ekki átt vinsælt lag lengi. Vita- skuld nennti ég ekki að hanga yfir þessu hundleiðinlega Live 8-sjói, enda eitthvað skrýtið við forríka poppara sem heimta syndaaflausn fyrir að taka nokkur lög í beinni. Sá reyndar nokkur lög með pjattkerl- ingunni henni Elton John og svo valt grindhoraður dópisti inn á svið og söng eitt lag. Það skrípi er víst á leiðinni hingað í október og er frægastur fýrir að vera heróín- sjúklingur og með Kate Moss. Æ ég veit það ekki, hugsaði ég þegar ég sá þetta, afhverju millifærði þetta lið ekki bara nokkrar millur í heimabankanum sinum? Nei, það er bannað að vera neikvæður í garð þessa framtaks. Er samt ekki best að hver maður taki til hjá sér áður en hann heimtar að aðrir geri það? Allir vilja vera góðir. Eða að minnsta kosti að aðrir haldi að þeir séu góðir. Björgun Andrésar andar Daginn sem miðaldra poppar- Dr. Gunni er slakur á kantin- um þennan föstu- daginn og hugsar umLiveAid. Síðast en ekki síst arnir slitu sér út fyrir Afríku fór ég í ræktina. Ég sá Elton og liðið á breiðtjaldi. Veðrið var undarlegt, eins og það væri komið haust. Nið- urlútur yfir ástandinu í Afríku ark- aði ég yfir bflastæðið og rak augun í undarlegan fiðurbolta sem rúllaði bjargarlaus í rigningunni. Þetta reyndist vera andarungi. Ég horfði í kringum mig en sá enga andar- mömmu. Uppfullur af manngæsku í anda Bobs tók ég ungann í lófann og þrýsti að brjósti mér. Hann var lifandi og tísti ámátlega. Ég reyndi að hugsa hratt svo mig rigndi ekki niður. Ætti ég að vera harðsvíraður og skilja ungann eftir til að deyja á bflastæðinu eða sýna mannúð í verki og taka ungann með mér heim? Ég valdi síðari kostinn. Mætti fólki á leiðinni og var dauð- hræddur um almenningsálitið - Hvaða geðsjúklingur er nú þetta með andarunga í lófanum?, datt mér í hug að fólkið hugsaði. í bfln- um hringdi ég í betri helminginn og sagði henni frá ástandinu. Hún sagði mér að koma strax heim með ungann, hún myndi útbúa heitt bæli í pappakassa. Ég stakk ungan- um, sem þegar hér var komið við sögu var auðvitað farinn að heita Andrés, í leikfimitöskuna og ók í ofboði heim. Á leiðinni sá ég fyrir mér andarungann sem fullorðna önd spígsporandi um húsið, ekki ósvipað og í Friendsþáttunum. Dauði Andrésar andar Heima vakti unginn mikla lukku, tístandi og baðandi út pínu- litlum vængstubbunum. Ég fór út að veiða flugur en konan útbjó vatnsskál. Það var þó snemma ljóst að Andrés var eitthvað fatlaður. Hann hélt ekki jafnvægi. Dýr eru ekki með velferðarkerfi og mamm- an hafði skilið Andrés eftir til að deyja. Mér datt í hug að fara með hann til dýralæknis, en fannst það einum of. Við vorum á leið í sum- arbústað og Andrés passaði ekki inn í myndina. Gerðum samning við vin okkar um að sækja ungann og hlúa að honum þegar hann væri búinn í vinnunni, tveim tímum síðar. Andrési var pakkað í húfu og lúxorlampa stillt upp fyrir ofan hann. Karlinn í sjoppunni tók að sér að geyma lykil til að vinurinn kæmist inn. Keyrð- um í bústaðinn en hugur okkar var hjá litla fiðraða vinin- um. Tveim tímum síðar bámst okkur tíðindin: Andrés var dauður. Vinurinn hafði fundið hann á stofugólfinu. Unginn hafði skriðið upp úr kassanum, sem okk- ur fannst óhugsandi að hann gæti, og lá örendur við svalar- dyrnar. Fjarlæg eymd Bob Geldof segir að lfldn af Afr- flcubúum hrannist upp í Sikiley. Þangað reka þau þegar flóttabát- unum hvolfir. Björn Bjarnason, sem vill alltaf sjá það besta úr öll- um hlutum, segir að þetta sé nú mjog orðum aukið hjá Bob. Ég segi að það er einfalt að líta framhjá eymdinni þegar hún er fjarlæg. Eins gott að planið hjá World Class er ekki fullt af hálfdauðum Afrflcu- búum. , - él' ,/ . argun Áfram verður gott veður á landinu og landsmenn geta haldið áfram að selikja sólina eða njóta blíðviðris þar sem sólar gætir ekki. Fyrirtakstíð fyrir útilegur og ferðir um landið þvt hvernig sem vindar blása þá verður þurrt og hlýtt. Sem sagt f , fínt! ' | Kaupmannahöfn 20 Mallorca 26 Kýpur 32 Oslo 24 Krít/Chania 30 Rimini 26 London 24 Barcelona 28 New York 37 ,,r r‘ n\ /, París 23 Róm 27 San Francisco 27 Algarve 28 Alicante 32 Orlando/Florida 36 \ tl *■£, V,. \ l\ U ” b /V "5 • össur Skarphéð- insson á til að vera gífuryrtur í bloggi sínu en á einnig í vopnabúri sínu stfl sem felur í sér nöpur köpuryrði undir rós. Þannig ritar hann pistil um óákveðni Gfsla Marteins Baldurssonar sem hikar við að fara gegn Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. össuri tekst, í tengslum við að Gísli hefur verið nefndur sem arftaki Davíðs Oddssonar, að lflcja Gísla við Dan Quale. ("You ain’t no Kenn- edy.“) Þeir sem kunna hrafl í stjórn- málasögu Bandarflcjanna sjá sví- virðinguna sem í þessu felst, en Quale þótti ekki beint hnjóta um vitsmunina... • EinarÁgústtónlistarmaðurerað ná vopnum sínum eftir að hafa flækst í vafasöm leiðindamál. Hann mun koma fram á Neistaflugi í Nes- kaupsstað um Versl- unarmannahelgi með hljómsveitinni Ózón sem hann lék með við upphaf ferl- is síns. Einar Ágúst hefur öðrum betur tekist að tileinka sér hráslaga- legt og afgerandi tungutak poppar- ans og þegar hann frétti að hljóm- sveitin ætti aðeins að leika í 30 mín- útur mun kappinn hafa sagt: Hva, þú ferð ekki að starta Kröflu fyrir hálftíma... • Og meira að austan. DV greindi frá því að allt væri uppi í lofti milli núverandi ritstjórn- ar og útgáfustjórnar Austurgluggans en Erla Traustadóttir framkvæmdastjóri mun ekki vera ánægð með hina hvössu blaða- mennsku sem Aust- urgluggamenn vilja stunda. Jón Knútur núverandi ritstjóri telur sig þó hafa fúllt ritstjómarlegt frelsi og greinir frá því í nýjasta Glugga að í deiglunni sé nýtt vikurit sem dreift verður ókeypis á öll heimili eystra. Ásmundur Asmundsson fasteigna- sali og Samúel Sigurðsson em sagð- ir standa á bak við blaðið en Björg- vin Valur Guðmundsson, fyrmm ritstjóri Austurgluggans, er nefridur til sögunnar sem ritstjóri... • AndriFreyrViðarsson, sem lengi talaði sem útvarpsfýrirbærið Freysi, lenti í klípu um árið þegar hlustandi hringdi í þátt hans og laug upp á Birgittuogjónsa fylleruslúðri í beinni; Jónsi hefði hent háreyðingakremi í hausinn á Birgittu og fleira miður fallegt. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á Birgittu og einkum móður hennar enda er Birgitta fyr- irmynd ungra stúlkna í góðum sið- um. Andri Freyr flutti nýlega í íbúð í Lauganeshverfinu og nágranni hans er ffænka Birgittu. Hann varð fyrir því nýlega, eftir grimma nótt á galeiðunni, að liggja í hálfgerðu móki á fleti sínu og inn á gólf til hans er skyndilega komin fullorðin kona sem hann ekki þekkti. Hún horfði á Andra furðu lostin. Ekki minnkaði fyrirlitning hennar þegar hún spurði hver maðurinn væri en þarna var hin forni fjandi Andra, móðir Birgittu, ljóslifandi komin og hafði ruglast á íbúðum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.