Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 Fréttir DV RóbejUMas Kostir & Gallar Róbert Douglas er duglegur og skemmtilegur drengur sem hefur skemmtileg viðhorftil listarinnar. Hann fersínareig- in leiðir og er ófeiminn við að skemmta fólki í leiðinni. Fólk veit oft á tíðum ekki hvað Róbert er að hugsa af því að hann hleypir ekki hverjum sem er að að sér. Hann á það til að taka hluti persónulega þegar það á ekkivið. „Kostirnir við Robba eru þeir að hann er svokallaður„No butishit" maður. Hann hefur skemmtileg við- horftil listarinnar sem er mjög sjaldgæft á ís- landi. Hann skammast sin samtekki fyrir að skemmta fólki í leiðinni. Ókostur sem hann hafði þegar að ég var að leika hjá honum varað fólk vissi oft ekki hvað hann var að hugsa. Hann er svo Itiö dular- fullur maður." Þorsteinn Guðmundsson, leikari. í________________________________ „Hann Róbert er mjög duglegur að koma hlutunum i fram- kvæmd, það er alltaf eitthvað igangi. Mln reynsla af þvi að vinna með honum er að það var mjög skemmtileg og jákvæö upplifun. Ég hefeigin- lega enga sérstaka galla á hon- um. Kannski það að hann hleypir ekki hverjum sem er að sér. Það þarfþó ekki að vera ókostur." Hafdís Huld Þrastardóttir, tónlistar- maður og ieikkona. „Hann Róbert fer sinar eigin leiðir I öllu sem hann gerir. Hann fer alltaf ótroðnar slóðir sama hvað aðrir segja. Þetta tel ég vera mikinn kost en um leið gæti það einnig talist ókostur I augum sumra. Hann er einn afmínum bestu vinum og er hreinlega frábær og duglegur drengur. Hann á það til að taka hluti persónu- lega þegar þeir eru það ekki. Árni Ólatur Magnússon, leikstjóri. Róbert Ingi Douglas er fæddur 4.júni árið 1973. Hann hefur leikstýrt kvikmyndunum, Maður eins og ég og Islenska draumnum. Hann hefur undanfarið verið að vinna að myndinni Strákarnir okkar sem ervæntan- leg i kvikmyndahús innan tlðar. Kærastan hans heitir Yan Ping Li. Laugavegi lokað Laugavegi verður lokað á milli Snorrabrautar og Barónsstígs næstu þrjá mánuði. Lokunin er til- komin vegna framkvæmda við bflastæðahús og vegna gatnaframkvæmda. Verið er að byggja bílastæðahús á svæðinu þar sem Stjörnu- bíó stóð á sínum tíma. Auk þess er unnið að endurnýj- un yfirborðs götunnar milli Snorrabrautar og Baróns- stígs, en þeim framkvæmd- um líkur ekki fyrr en 7. nóvember. Framkvæmd- irnar eru liður í heildarend- urnýjun Laugavegs. íþrótta- og ólympíusamband íslands gaf í vor út fræðslubækling sem fjallar um sið- fræði íþróttaþjálfara. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir drykkjulæti Viggós Sigurðssonar ekki hafa komið inn á borð sambandsins en segir þau ekki góð fyrir íþróttahreyfinguna. Mál Viggós er óheppilegt fvrir ímynd hreyflngarinnar Stefán Konráðs- son Segir mál Viggós Sigurösson- ar ekki hjálpa til og vera óheppilegt. Stjóm Handknattleikssambands íslands hefur ákveðið að refsa ekki Viggó Sigurðssyni, þjálfara A- og ungmennalandliðs karla í handbolta, fyrir dólgslæti í flugvél á leið frá Kaupmannahöfn fyr- ir rúmri viku þegar hann veittist að flugþjóni sem vildi ekki gefa honum meira brennivín. Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar sambandsins, sagði við DV fyrir helgi að Viggó hefði fengið gula spjaldið í þetta skiptið - næst yrði það rautt. fþrótta - og ólympíusamband ís- lands gaf í vor út fræðslubækling sem fjallaði um siðfræði íþrótta- þjálfara. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, sagði í samtali við DV í gær að þessi bæklingur hefði verið unninn af Viðari Sigurjóns- syni, starfsmanni sambandsins á Ákureyri, fyrir fræðslunefnd ÍSÍ. Þjálfarinn er fyrirmynd f bæklingnum er farið yfir sið- fræði íþróttaþjálfarans í nokkrum liðum. Mikið er gert úr hlutverki þjálfarans sem fyrirmyndar og þeirri spurningu velt upp hvort það sé siðfræðilega rétt að þjálf- ari láti iðk- endur sína sjá sig við reykingar, eða tóbaksneyslu, áfengisdrykkju eða neyslu annarra vímuefna. Svarið við þessari spumingu í bæklingnum er einfalt og skilaboðin skýr. Þau em á þá leið að þjálfarar eigi aldrei að láta iðkendursína sjá sig reykja eða neyta munn- eða neftóbaks, áfengis eða annarra vímuefna. Aukinheldur er kveðið á um að þjálfarinn sé ekki góð fyrirmynd ef hann lætur sjá sig í skörpum orðaskiptum við einhverj- ar þær aðstæður þar sem iðkendur em nærri. Ekki til höfuðs einstökum þjálfurum Viðar Sigurjónsson, höfundur bæklingsins, sagði hugmyndina hafa kviknað fyrir nokkmm ámm og bæklingurinn hefði komið út í vor. Hann sagði bæklinginn ekki hafa verið búinn til vegna framkomu ein- hverra einstakra þjálfara, en áréttaði að það væri mikilvægt fýrir hreyfing- una að hafa slíka bæklinga til leið- beiningar. Óheppilegt fyrir hreyfinguna Stefán Konráðsson sagði mál Viggós Sigurðsson ekki hafa komið inn á borð íþrótta- og ólympíusam- bandsins. Hann sagði lyktir málsins í höndum handknattleiksforysmnn- ar en taldi það þó afar óheppilegt fyrir ímynd hreyfingarinnar. „öll svona mál hjálpa ekki til og em óheppileg.“ Skýrar reglur KSÍ Eggert Magnússon, formaður Knattspymusambands fslands, sagð- ist ekki vilja tjá sig beint um mál Viggós Sigurðssonar en sagði að regl- KSÍ í þessum málum skýrar. „Svona mál hjálpa ekki tíl og eru óheppi- !eg“ er um borð í flugvélum eða á opin- berum stöðum. Það er alveg klárt. Við höfum ekki lent í vandræðum með þetta síðan ég tók við fýrir fimmtán árum og menn vita algjörlega að hveiju þeir ganga. Slflct háttemi er ekki liðið hjá okkur.“ osk- ar@dv.is ur „Menn drekka ekki áfengi á keppnis- ferðum með landsliðum fslands, hvort sem það v-y ■ Viggó Sig- urðsson Slepp ur með áminn- ingu frá HSl. Eggert Magnússon For maður KSÍ segir reglur sambandsins vera skýrar og að fyllirí á ferðum með landsliðum sé ekki liðið. 21L Fræðslubæklingur (Sf um siðfræði þjálfara Skýrar reglur um hvernig þjálfarareiga að hagasér. Púðursprenging varð á Akureyri Allt á huldu með uppruna púðursins „Ég átti það ekki. Ég er svolítið hissa á þessu," segir Jón Einar Har- aldsson, eigandi íbúðar við Hafnar- stræti 2 á Akureyri, sem varð fyrir því óláni að sprenging varð í kjallara hjá honum þegar verið var að logsjóða járnrör á efri hæð. Allt er á huldu með uppruna púðursins sem olli sprengingunni á sunnudaginn. Talið er að um byssupúður hafi verið að ræða, en eðli málsins samkvæmt fuðraði púðrið upp í sprengingunni. íbúðin hefur verið í útleigu undanfarin ár og hafa ýmsir átt þar búsetu á þeim tíma. „Ég leigði alls kyns þjóðernum," segir Jón Einar, sem átt hefur húsið frá árinu 1992 en hefur leigt það út mestallan tímann. Meðal fyrri íbúa er fólk af múslímskum uppruna og hafa sögur spunnist um að það beri ábyrgð á sprengiefnunum. Engin ástæða er hins vegar til að eigna fólkinu sprengiefnin. „Ég veit ekkert hvaða púður þetta var. En hvort það var al-Kaída, þori ég ekki að full- yrða," segir Jón Einar í glettni. Hugsanlegt er að í hópi fyrr- verandi leigjenda hafi verið skot- veiðimenn, en það er þekkt iðja að þeir hlaði haglaskot sín sjálfir. Lög- reglan rannsakar málið en sönnun- argögn eru af skomum skammti. jontrausti@dv.is Framtíð R- listans ræðst Flest bendir til þess að framtíð Reykjavíkurlistans ráðist í dag. Viðræðunefndir flokkanna hittast í dag í fýrsta skiptið í langan tíma, eða síðan ellefta júlí. Þá var við- ræðum slitið þar sem allt stefndi í að þær sigldu í strand. Framsókn- armenn gerðu þá miðlunartillögu sem hljóðaði þannig að þeir fengju tvo menn og Samfylkingin og Vinstri-grænir þrjá hvor. Nokkurrar svartsýni gætir í öllum flokkum um að sátt náist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.