Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁCÚST2005
Fréttir DV
Smíði leikmyndar og undirbúningur fyrir tökur myndarinnar Flags of our fathers er nú kominn á loka-
stig. Aukaleikarar hafa hlotið grunnþjálfun. Á þriðja hundrað manns eru nú starfandi við framleiðsl-
una. Áætlað er að hefja tökur á laugardag.
Ryan Phillíppe
Frátekið sjarmatröll.
p*fi
Neil McDonough Vikulegurgest-
ur landsmanna í Medical in-
Adam Beach Erafættum
bandarískra Ojibwa-frum-
byggja. Lék með Nicholas Cage I
Windtalkers en einnig má sjá
honum bregða fyrir I Joe Dirt.
/ 9 vestigation á Stöð 2. A einnig fjölda
/ Wkvikmyndaaðbaki.m.a.Minority
/___9 teport eftir Steven Spielberg, sem
| framleiðireinmitt Flags.
Paul Walker Eftir hann liggja meðal
annars stórvirkin The Skulls, Fast and
the furious og 2 Fast 2 furious.
Jesse Bradford Lékmeðal
annars I unglingamyndunum
Swimfan og Bring it on.
Jamie Bell Guðsgjöftil ís-
lenskra stúlkna. Gæti tekið
sporiö á einhverjum barnum.
og Hollywoodsjrakarnir
Undanfarnar vikur hafa smiðir og tæknimenn unnið hörðum
höndum við að koma öllu í stand í Sandvík og á Arnarfelli. Búið
er að smíða risaleikmynd, skotgrafír og -byrgi og undirbúa inn-
rásarsenurnar miklu. Stutt er í að Sandvflc breytist í Iwo Jima.
Allar leikmyndir, leikmunir og búningar eru komnir til landsins
og búið að þjálfa aukaleikarana.
„Þeir eru byrjaðir að skjóta úti.
Svo koma þeir hingað. Við áætlum
að byrja um næstu helgi og sam-
kvæmt áætlun standa tökur yfir í
mánuð," segir Helga Margrét
Reykdal hjá TrueNorth, fram-
leiðslufyrirtækinu sem hefur yfir-
umsjón með íslensku tökustöðun-
um, Sandvík og Arnarfelli.
Kemur Clint í dag?
Clint Eastwood er því væntan-
legur hingað til lands í vikunni.
Heimildarmenn DV voru ekki sam-
mála um hvenær, en jafnvel er
talið að hann komi í dag. Einhvers
staðar i Sandvík er því tilbúinn
stóll merktur leikstjóranum, sem
ásamt örfáum öðrum hefur tvisvar
fengið óskarsverðlaun fyrir leik-
stjórn.
„Hann mun stjórna þessu öllu,“
segir Helga Margrét. „Undirbún-
ingurinn gekk gífurlega vel. Starfs-
fólkið hans er búið að vinna með
okkur í þessu öllu. Hann er því vel
inni í öllu sem gerist hér á landi.
Rokið í gær var reyndar að stríða
okkur en þetta er allt að koma."
Að nógu eru að huga í innrásar-
senunni. Mikið mun verða um
notkun kvikmyndasprengja sem
eiga ekki að raska umhverfinu á
tökustað. Færa þarf jarðveg og
koma fyrir hvellhettum.
Ekki má gleyma Hollywood-
strákunum
Ásamt Clint eru væntanlegir
leikararnir sex sem fara með aðal-
hlutverkin í myndinni. Ekki eru
þeir allir meðal stærstu stjarnanna
í Hollywood. Enda hefur Eastwood
verið þekktur í gegnum tíðina fyrir
koma
hæfni sína við að greina hæfileika-
menn úr stórum hópi.
Samkvæmt kvikmyndavefnum
imdb.com eru leikararnir sex
Adam Beach, Jamie Bell, Rene
Gagnon, Ryan Phillippe og Paul
Walker. Þar eru Jamie Bell og Ryan
Phillippe einna best þekktir. Bell
fyrir stórkostlega túlkun sína á
dansdrengnum Billy Elliot.
Phillippe fyrir myndirnar Cruel in-
tentions og Gosford park, auk
fjölda annarra. Hann er giftur
leikkonunni Reese Witherspoon og
eiga þau tvö börn saman. Aldrei að
vita nema hún kíki í heimsókn.
Ryari lék einnig í Crash en
henni var leikstýrt af Paul Higgis,
sem skrifar handritið að Flags of
our fathers. Hann skrifaði einnig
Million dollar baby fyrir Eastwood.
Orðstír íslendinga í L.A.
Strákarnir leika hermennina
ungu sem reistu bandaríska fán-
ann á toppi Suribachi-fjalls á Iwo
Jima. í handriti Flags of our fathers
er einnig fylgst með því hvernig líf
þeirra þróast f kjölfar stríðsins. Það
er því fyrri hluti myndarinnar sem
gerist í stríðinu. Ætla má að ís-
lensku senurnar verði í ætt við
upphaf Saving Private Ryan.
Handritið er byggt á sögu rithöf-
undarins James Bradley, sem var
gefin út árið 2000. Hún fæst í Máli
og menningu á Laugavegi og kost-
ar 1795 krónur.
„Ég man frekar nöfnin á per-
sónunum þeirra heldur en sjálfum
leikurunum," segir Helga og hlær.
Hún hefur, líkt og flestir í íslenska
framleiðslugenginu, haft handrit
myndarinnar á náttborðinu í allt
sumar. „Það er mjög vel skrifað."
Það borgar sig fyrir íslending-
ana að vita nákvæmlega hvernig
senurnar eiga að vera áður en þær
eru teknar. Ekki er æskilegt að
nokkur blettur falli á vinnubrögð
þeirra. Orðstírinn er í húfi og ef allt
fer vel mun dugnaður eyjaskeggj-
anna berast í tal í hæstu hæðir
þeirra Eastwoods, Spielbergs og
vina þeirra í Hollywood.
haiidor@dv.is
Ryan og Reese Ætli
Witherspoon kfkifheim-
sókn til eiginmannsins?
Clint og Dina Eastwood
Þau verða Isundur I mánuð.
Tökur eru hafnar úti f
Bandarlkjunum en Clint hef-
ur þó fylgst náið með undir-
búningnum hér á landi.