Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 19
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 9. AGÚST2005 19
Myhre til
Charlton
Charlton hefur fengið tíl sín
norska landsliðsmarkvörðinn
Thomas Myhre tíl að hlaupa í
skarðið fyrir Dean Kiely, sem er
meiddur á fingri. Myhre þurfti að
taka pokann sinn hjá liði Sunder-
land á dögunum þegar samningur
hans var ekki endumýjaður og
hafði snúið aftur til heimalands
sfns þegar kallið kom frá Charlton.
„Reglum samkvæmt máttum við
ekki útvega okkur lánsmann í
nokkra mánuði til að hlaupa í
skarðið, þannig að við stukkum á
að gera samning við Myhre sem er
reyndur markvörður. Ef Stephan
Anderson hefði meiðst, hefðum
við ekki haft nema óreynda ung-
hnga úr að moða" sagði Alan Cur-
bishley, knattspymustjóri
Charlton.
Gatlin sigraði
örugglega í
100 metrunum
Hinn 23 ára gamli bandaríski
spretthlaupari Justin Gatling sigr-
aði örugglega í 100 metra hlaupi á
heimsmeistaramótinu í fijálsum
íþróttum á sunnudaginn, þegar
hami kom í mark á tímanum 9,88
sekúndum. Gatlin átti ekki sérlega
gott start í hlaupinu, en náði sér
þó fljótlega á strik og sigraði auð-
veldlega. Gatling sigraði sem
kunnugt er einnig á Ólympíuleik-
unum í Aþenu í fyrra og því er
hann bæði heims- og Ólympíu-
meistari. Heimsmethafinn Asafa
Powell var ekki á meðal keppenda
á mótinu vegna meiðsla, en það
var Jamaikubúinn Michael Frater
sem hafnaði í öðru sætinu eftír að
myndavélar sýndu að hann var á
undan fyrrum meistaranum Kim
Collins, en þeir hlupu báðir á tím-
anum 10,05 sekúndum. „Það var
æðislegt að bæta þessum verð-
launum í safnið, nú á ég þau öll,"
sagði Gatlin. „Ég byrjaði ekkert
sérstaklega vel í hlaupinu og því
veit ég að ég á miklu meira inni og
ákvað því að spara mig fyrir næstu
greinar," sagði Bandaríkjamaður-
inn.
Real staðfestir
áhuga
Newcastle
Real Madrid hefúr gefið það út
að Newcastle United sé búið að
staðfesta áhuga sinn á framherj-
anum Michael Owen, sem talið er
að eigi ekki eftír að eiga sjö dagana
sæla í herbúðum spænska liðsins
á næstu leiktíð vegna gríðarlegrar
samkeppni. „Newcastle er eina
enska liðið sem hefur sýnt Owen
alvöru áhuga, en við vitum þó af
áhuga fleiri liða á honum," sagði
talsmaður ReaJ, sem auðsjáanlega
ætlar sér að reyna að fá gott verð
fyrir enska landsliðsmanninn ef
það ætlar sér að selja hann. Owen
sjálfúr hafði ætlað sér að beijast
mn sætí í liði Real, en þær áætlan-
ir breyttust eftir að Madrid keypti
enn einn framheijann á dögunum
og nú er talið að hann vilji helst
,---—^ snúa aftur til
Englands til
að eiga
möguleika á
i ■■i inu
FH-ingar eru nánast orðnir íslandsmeistarar eftir sigur Fram á Val á Laugardals-
vellinum í gær. Bo Henriksen sem kom til Fram frá Val gerði út um titilvonir
Hlíðarendapilta.
Bo Henriksen Kom til
landsins á vegum Vals en
þótti ekki nothæfur þar. I
gær beit hann frá sér.
Kaldhæðni fótboltans kom fram í sinni skýrustu mynd á Laugar-
dalsvellinum í gær þegar Frammarar báru sigurorð af Vals-
mönnum í Landsbankadeildinni, 2-1. Danski sóknarmaðurinn
Bo Henriksen skoraði bæði mörk Fram í leiknum og gerði útaf
við titilvonir Valsmanna, en hann kom til landsins í vor í þeim
tilgangi að leika fyrir Val.
Frammarar brutu heiðurs-
mannasamkomulag sem var gert við
Val um að Bo Henriksen myndi ekki
spila gegn Val eftir að hann fór frá
þeim til Fram fyrir skemmstu. Þrátt
fyrir samkomulagið spilaði Bo í gær
og kafsigldi þá með tveimur lipur-
lega unnum mörkum.
Það er óhætt að óska FH-ingum
til hamingju með íslandsmeistara-
titilinn eftir sigur Fram í gær en FH
hefur nú níu stiga forystu í deildinni
og er ólíklegt að það glati því.
Aðeins átta mínútur voru liðnar
þegar Bo kom Fram yfir. Það mark
kom eins og blaut tuska framan í
Valsara enda kom Bo upphaflega til
landsins til að leika fyrir þá rauð-
klæddu sem töldu sig síðan engin
not hafa fyrir hann. Frammarar
opnuðu arma sína og Bo hélt í Safa-
mýrina þar sem hann hefur svo
sannarlega látið taka eftir sér, fékk
rautt f sínum fyrsta leik gegn KR en
var síðan hetja í sínum fyrsta leik
eftir bann og skoraði jöfnunarmark
gegn FH í bikarkeppninni í leik sem
Fram vann í vítaspyrnukeppni.
Hann spilaði síðan frábærlega í gær
og gerði út um titilvonir fyrrverandi
samheija sinna.
Valsarar vom þó ekki lengi að
jafna sig og náðu að skora úr ansi
umdeildri vítaspyrnu tæplega tíu
mínútum síðar. Frammarar létu óá-
nægju sína í ljós en Ólafur Ragnars-
son þóttist hafa séð boltann fara í
höndina á Frammara og benti
ákveðinn á punktinn. Garðar Gunn-
laugsson skoraði úr spyrnunni en
Sigurbjörn Hreiðarsson sem vana-
lega sér um vítamál Hlíðarendapilta
tók út leikbann í gær.
Frammarar léku leikinn í gær
býsna vel og greinilegt að það er
kominn ágúst og hið árlega haust-
mót í Safamýri er komið af stað. Bo
var í banastuði í leiknum og bætti
öðm marki við á 75. mínútu eftir frá-
bæran undirbúning Andra Fannars
Ottóssonar. Hann fagnaði vel og
mikið enda ekki leiðinlegt fyrir hann
að sýna Valsmönnum hvað þeir
töldu sig ekki hafa not fyrir.
Leikurinn í gær var hin fínasta
skemmtun og gefur fín fyrirheit fyrir
bikarúrslitaleikinn en þar mætast
þessi tvö lið einmitt. Valsmenn hafa
verið að leika frábærlega í sumar en
Frammarar em fullir sjálfstrausts
eftir að hafa verið fyrsta liðið í sum-
ar til að ná að leggja íslandsmeistara
FH og náðu sanngjörnum sigri í gær.
Með þessum sigri er Fram komið
uppfyrir KR á töflunni og það finnst
fólki í Safamýri ekki leiðinlegt.
elvar<s>dv.is
Bo fagnað Hans
Mathiesen hoppar upp
á hetjuna Bo Henriksen.