Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 22
c
I
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005
Fjölskyldan DV
Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og ritstjóri heimasíðunnar stjuptengsl.is.
Hún svarar spurningum í gegnum netfangið samband@dv.is
Hugarástandshringurinn vinsæli
Svokallaður hugarástandshringur,
sem margir mun vel eftir, kom fyrst á
sjónarsviðið árið 1975. Hann átti að
búayfirþeirri náttúru að bregðast
við llðan og hugarástandi fólks með
þvl að skipta litum, sem I raun tengd-
ist hitabreytingum llkamans. Hann
vakti afar mikla lukku, þá sér í
lagi í Bandaríkjunum, og má bú-
astviðaðhönnuðurhans.Joshua
Reynolds, hafi oröið einhverjum dollur■
um efnaðri I kjölfarið. Galli þessara merki-
legu steina var aftur ámóti sá að endingar-
tíminn varaðeins tv'ö áren eft-
\ ir það sýndi hann aöeins
svartan lit sem átti að tákna
þunga lund þannig að
vinsældir hansliðuað
mestu undir lok að þeim
tima loknum.
Steinarnir gor-
óttu Áttu að skipta
litum eftir hugar-
ástandi fólks.
Vatnið er allra
meina bót
1. Vatnið er
hollt fyrir
tennur og
bein.
2. Það er
betra en
nokkurt
hrukkukrem
fyrir húðina.
3. Tiiaðvið-
halda góðri líkamsstarfsemi þarf
mikið vatn. Það heldur þvagrás-
inni hreinni og bætir meltinguna.
4. Vatnsdrykkja er lykilatriði í
baráttunni við aukakílóin. Vatnið
viðheldur eðliiegum efhaskiptum
í líkamanum og auðveldar hon-
um að koma sér í kjörþyngd.
5. íslenskt vatn er ekki klórmeð-
höndlað. Það er hreint, hollt og
kostar ekki neitt.
Nýtt á leiðinni Leyfðu hinum bömunum
aöfylgjast með.
Nýtt barn á leið
í heiminn
Þegar þau gleðitlðindi berast fjöl-
skyldunni að nýtt barn sé á leiðinni I
heiminn skaltu ekki gleyma þeim börn-
um sem komu á undan. Leyfðu barninu
að fylgjast með á meðgöngunni og búa
það sem allra best undir komu litla
bróður eða systur.Taktu til dæmis barn-
ið með I sónarskoðunina og gefðu þvl
eintak af sónarmyndinni til að sýna vin-
unum I skólanum.Spyrðu hvort þvl llki
við nöfnin sem þið foreldrar eru að
velta fyrir ykkur. Allt slíkt dregur úr af-
brýðisemi sem kann að myndast hjá
barninu gagnvart ófæddu yngra systk-
ini.
Fylgstu með náminu
Munduað hrós er gulls Igildi.
Markmið
ínámi
Nú hallar sumri og margir eru
farnir að huga að skólanum. Góð
leið tii að halda utan um heima-
nám barnanna er að setja þeim
námsmarkmið. Heimavinnunni
er hægt að deila yfir vikuna þann-
ig að álagið dreifist og barnið hafi
markmið til að vinna að. Foreldr-
ar ættu að reyna að nálgast
heimavinnuáætlun frá kennur-
unum, ef þeim er ekki dreift
reglulega, og hjálpa baminu við
að skipuleggja vinnu sína. Gott er
að hafa í huga hver námsgeta
barnanna er og passa að spenna
bogann ekki of hátt. Hrós er gulls
ígildi og fleytir mönnum, ungum
sem öldnum, langt.
Dotlir mín
kemup
aldrei í
heimsókn
Komdu sæl Valgerður!
Ég er fráskil-
inn faðir með
eina 13 ára
dóttur. Ég og
mamma henn-
ar skildum fyrir einu ári. f
dag bý ég með konu sem á
9 ára son. Sambandið er
gott en dóttir mfn
kemur nánast
aldrei í heim-
sókn. Við móðir
hennar ákváðum
að leyfa henni að
ráða umgengn-
inni enda er
hún orðin það
stór. Ég hef sagt
við hana að hún megi koma til
mín og hringja í mig þegar hún
vill. Gaf henni meira að segja
gemsa til að auðvelda henni að
hafa samband. Það hafði ekkert
að segja.
Meökveöju,
Einai*
Komdu sæll, Einai!
Flestir foreldrar vilja halda góð-
um tengslum við börn sín þótt þeir
hafi ákveðið að skilja. Ég sldl að það
valdi þér vonbrigðum að dóttir þín
láti lítið sjá sig og í sér heyra. En það
er ekki langt síðan þú skildir við
móður hennar og hún þarf sinn tíma
til að átta sig á þeim breytingum
sem orðið hafa og aðlaga sig þeim.
Það er ekki víst að hún sé t.d. jafn-
spennt yfir nýju eiginkonunni þinni
og þú sjálfur - eða tilbúin að deila
þér með stjúpbróður.
Dóttir þín þarf svigrúm til að
greiða úr flólöium tilfinningum
sem fylgja skilnaði og sætta sig við
orðinn hlut. Liður í því að draga úr
sorg bama eftir skilnað foreldra er
að búa þannig um hnútana að þau
eigi tryggan og greiðan aðgang að
þeim báðum.
Yfirleitt er gert samkomulag um
umgengni við það foreldrið sem
barnið býr ekki hjá að staðaldri. Þú
og fyrrverandi eiginkona þín hafið
hinsvegar ákveðið að láta dóttur
ykkar stýra umgengninni sjálf. Sjálf-
sagt hafið þið borið hag hennar fyrir
brjósti. Þið hafið viljað hafa opið og
óheft samband á milli ykkar og ekki
viljað segja henni fyrir verkum.
Þið sýnið dóttur ykkar mikið
traust en því fýlgir líka ábyrgð sem
ekki er víst að 13 ára stúlka í tilfinn-
ingalegu uppnámi geti axlað.
Það hljómar fremur illa í eyrum
skilnaðarbama þegar foreldri þess,
sem það býr ekki hjá, segir: „Þú mátt
koma þegar þú vilt.“ Það er ekki
ósvipað og að gamall vinnufélagi
segði við þig á förnum vegi: „Líttu
endilega inn hjá mér í kaffi við tæki-
færi." Hann varpar ábyrgðinni á
samskiptunum yfir á þig og þú tekur
Safnað fyrir fórnarlömb Víetnamstríðsins
Stríðinu er ekki lokið
Rauði krossinn reynir nú að safita fé
handa þeim fómarlömbum sem verst
em útleikin eftir Víetmanstríðið, sem
lauk fýrir þrjátíu árum, bömum sem
fæddust löngu eftir að ráðamenn
sm'ðsrekstursins höfðu látið af völdum.
Hátt hlutfall fæðingargalla og krabba-
meins á svæðum þar sem dreift var
eiturefnum er mikið áhyggjuefiii.
Bandarísk stjómvöld neita enn að ræða
málið en þau létu dreifa eitureftium yfir
Víetnam og Kambódíu til að eyðileggja
uppskem bænda og eyða skóglendi
sem talið var að fólk leyndist í. Böm
sem fæðast þar nú em þrisvar sinnum
líklegri til að vera holgóma eða hafa
aukafingur og -tær, átta sinnum líklegri
til að þjást af kviðsliti og þrisvar sinnum
líklegri til að þjást af geðrænum kvillum
auk ótal fleiri kvalafullra kvilla. Heilsu-
leysi fólksins og skemmdur jarðvegur-
inn valda því svo að íbúamir eiga erfitt
að ala önn fyrir sér og sínum sem veld-
ur því að fjöldi veikra bama elst upp á
munaðarleysingjahælum fjarri þeim
sem þau þurfa mest á að halda.
hæfilegt mark á heimboðinu. Raun-
verulegu kaffiboði fylgir staður og
stund með viðbótinni: „Láttu vita ef
þú kemst ekki, þá ákveðum við ann-
an tíma sem hentar!"
Skilnaðarbörn þurfa jafhvel
fremur en önnur börn skýr skilaboð
um að nærveru þeirra sé óskað.
Heldurðu að dóttir þín hafi ekki velt
þeirri spurningu fyTÍr sér hvort þú
hafir ekki skilið við bæði hana og
móður hennar? Nú sértu búinn að
finna nýja konu og nýtt barn, sért
hamingjusamur með þitt nýja líf, og
hún megi koma og hitta þig þegar og
ef hún kæri sig um?
Foreldramir bera ábyrgð á sam-
skiptunum fyrst og fremst, hvorki
börnin né stjúpforeldrar þeirra.
Stundum er nauðsynlegt að end-
urskoða samkomulagið sem foreldr-
amir gerðu um böm sín við skilnað.
Meðaihóf er best. Það verður að
finna milliveg á því að láta bömin al-
farið sjá um umgengnina eða hafa
alveg niðurnjörvað fyrirkomulag.
Taka þarf tillit til aldurs barna þegar
ákvéðið er með hvaða hætti um-
gengnin eigi að vera. Döttir þín er
komin á unglingsaldur og því mjög
eðlilegt að hún hafi eitthvað um slíkt
samkomulag að segja. Flestir ung-
lingar vilja verja meiri tíma með
vinum sínum en áður og verða að fá
tækifæri til þess. Því er ekki víst að
dóttir þín sé tilbúin að gista t.d. aðra
hverja helgi hjá þér - en auðvitað má
kanna það. Það má líka bjóða henni
að koma með vini sína í heimsókn,
jafnvel í gistingu. Ef til vill hentar
ykkur betur eitthvert annað form,
s.s. að borða saman reglulega eða
fylgja henni eftir í tómstundum.
Leyfðu henni líka að fá tíma með þér
einum, án maka og stjúpbróður. Sá
tími þarf ekki að vera mjög langur en
það þarf að gera ráð fyrir honum.
Svo virkar síminn í báðar áttir.
Hættu ekki að hringja þótt viðmæl-
andinn sé með „unglingaveiki" og
svari af litlum áhuga og með eins at-
kvæðis orðum.
Lykilatriðið er að dóttir þín fái
þau skilaboð, bæði í orði og verki, að
nærveru hennar sé óskað og að þú
komir með einhverjar tillögur í þeim
efnum í samráði við móður hennar
og maka þinn. Sýndu áhuga. Ekki
gefast upp.
Börn geta ekki borið ábyrgð á
umgengninni.
Aíeð bestu kveöju,
Valgeröur Halldórsdóttir
félagsráögjaB.
* Nafni hefur verið breytt