Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Blaðsíða 23
r Fjölskyldan DV ÞRIÐJUDAGUR9. ÁGÚST2005 23 Eins og Frisbí er afskaplega vinsælt leik- fang og einfalt í notkun. Frisbídisk- ur er á stærð við matardisk, gerður úr plasti, og honum er kastað á milli manna sem reyna að grípa hann. Frisbídiskurinn er ótjúfanlegur hluti af bandarískri menningu og hefur verið það síðan á sjötta áratug síðustu aldar. Það sést varla sú kvikmynd um háskólalíf eða strandstuð að það glitti ekki í einn frisbídisk eða svo. Grikkir voru fyrstir til að kasta diskum manna á milli og reyna að grípa og kemmtilegri Frisbídiskurinn fraegi Svona gripir hafa selst i 200 milljónum eintaka. sagan segir að í bakaríi nokkru í Connecticut- fylki í Banda- ríkjunum hafi starfsmenn kastað köku- formum sín á milli í kaffipásum frá árinu 1938. Æði fór í gang fyrir frisbídisknum þegar hann kom fyrst á markað en vinsældimar hafa aldrei dofaað af viti og 200 milljónir diska hafa selst síðustu tugi ára. íslendingar eru frægir fyrir sundfikn og láta yfirleitt ekki veörið aftra sér. Á sumr- in verður samt sem áður sprenging í laugunum þegar jafnvel verstu innipúkar slá öllu upp í kæruleysi og skella sér í sund. Karitas Anna Pétursdóttir, starfsmaður í Árbæjarlaug, hefur unnið þar í allt sumar og spjallaði aðeins við blaðamann DV um sund í sól og sumaryl. Horft yfir laugina Þetta erekki amalegt umhverfi til að svamta í. „Þegar það er sól virðast allir vera í fríi, þá verður allt brjálað hérna," segir Karítas hiæjandi en hún hefur unnið í afgreiðslu Árbæjarlaugar í allt sumar og líkar mjög vel. Hún segir að þar vinni góður hópur fólks og starfsandinn sé til fyrirmyndar. Fjölskyldan í sundi „Klukkan hálfsjö kemur eldra fólkið og er fram eftir morgni," segir Karítas. Hún segir að áberandi mik- ið af óléttum konum komi í sund og einnig konur með böm. Annars kemur alls kyns fólk í laugarnar og mjög mikið af Ijölskyldufólki. Karít- as bætir við að það eigi sérstaklega við um helgar. Karítas segir að mikið sé um að krakkar og unglingar komi í sund á sumrin og unglingarnir séu líka mjög duglegir að mæta á kvöldin. Hún segir að lítið sé um vesen á gestum laugarinnar, sem njóti þess á jákvæðum nótum að koma í laug- ina og gæða sér á hressingum sem seldar em á staðnum. ragga@dv.is Stefán, Snorri Geir og Gylfi Kampakátir á leið í sund. Þeir hafa komið alla daga vikunnar og finnst rosalega gaman. Þess má geta að þeir eru auðvitað allir flugsyndir. Fjölskyldan í sund Þessi hópursam- anstendur afíslendingum og Banda- rikjamönnum og minnst var á að Árbæj- arlaugin væri besta laugin fyrir börnin. Karitas Anna Pétursdóttir Starfsmaður í Árbæjarlaug. MWwWIIPif'2IÍP 21 ffiM WmÍísmÆW HOViUi €■ Skilyrði þess að ferð ófrískrar konu til útlanda verði ánægjuleg og hættu- b'til er að konan sé hraust og meðgang- an eðlileg og áfallalaus. Það er ágæt regla að kanna hvemig læknisþjónustu og fæðingarhjálp er háttað á áfangastað um leið og ákveðið er hvert skal farið. Víðast í Vestur-Evr- ópu og Bandaríkjunum er læknisþjón- usta mjög góð en síðri í Austur-Evrópu og fátækari ríkjum heimsins. Sé ferðast með viðurkenndri ferðaskrifstofu sjá fararstjórar um að veita upplýsingar um læknisþjónustu og aðstoða ferða- menn við að nálgast hana. Nauðsyn- legt er að athuga hvort einhveijir sjúk- dómar em landlægir og hvort bólu- setja þurfi við einhverju öðm en hér er gert. Réttast er að fresta ferðinni ef bólusetningar er þörf því ekki er ráð- legt að bólusetja konur á meðgöngu. Sé farið til heitari landa þarf að gæta þess að ofhitna ekki og nota góða sólarvöm. Mikill hiti getur orsakað fósturskaða og á meðgöngu er hætta á að húðlitarefnið hlaupi í kekki í sólinni þannig að húðin verði flekkótt. Best er að skýla sér með ljósum fatnaði og kæla sig vel þegar svitinn fer að láta kræla á sér og gott er að halda sig inn- andyra yfir heitasta tímann. Það þarf einnig að gæta þess að drekka mikið af vökva tfl að bæta upp vökvatap við útguf- un og svita. Bamshafandi kona ætti ein- ungis að drekka soðið vam, eða vatn og aðra drykki á flöskum, og sleppa klökum í drykki þar sem þeir em gerð- ir úr kranavatni. Skelfiskur, ostur og kjúklingur er varhugaverður matur fyr- ir ófrískar konur og velja skal vel eldað- an mat ef borðað er á veitingahúsum. Ef matur er keyptur í kjörbúðum skal passa að hann sé plastpakkaður og 1 Ófrískar konur ættu að gæta þess að ofhitna ekki og nota góða sólvörn Mikill hiti getur orsakað fósturskaða. dagsettur. Allan mat skal sjóða vel og best er að borða ekkert sem ekki er ömggt að lagi ef það er keypt í kjörbúð en vanda þarf valið á álegginu. Mjúkir ostar og heimatilbúnir em varhugaverðir og einnig ósoðið kjötálegg. Ávexti er yfir- leitt í lagi að borða ef þeir em þvegnir vel og afhýddir. Grænmeú skal sjóða nema það sé í umbúðum frá viður- kenndum ræktanda. BARNAVÖRUVERSLUN - GLÆSIBÆ símí 553 3366 - www.oo.is Flestum kiökkum þykirmjög gaman að dansa og þá gjaman heima fyrirframan spegilinn. Það er tilvalin hugmynd að halda diskópartí til að hrista aðeins upp í hlutunum. 1. Boðskort Heimatilbúin boðskort em frábær fýrir svona partí og hægt er að klippa út litlar útvíðar buxur úr gömlum galla- buxum, líma á pappa og skreyta með glimmeri. í boðskortinu ætti að taka fram að ætlast sé til að gestir mæti í diskóklæðnaði, eins og útvíðum buxum, skóm með klumpahæl og öðm í þeim dúr. 2. Klæðnaður í stíl Það er rosalega sniðugt að vera með poka af diskó- fötum svo krakkamir sem þorðu ekki að mæta þannig klædd en sjá svo hvað hinir skemmta sér vel geti valið sér búning og tekið þátt. 3. Uppákomur Sniðugt er fyrir þá sem nenna að leggja á sig smá vinnu að redda pappaspjaldi, líma á stjömur og diskókúlu úr álpappír og mála á flotta diskódansara með svakalegar greiðslur og skera göt fyrir höfuðið. Krakkamir geta svo látíð taka mynd af sér. Ef þetta er of mikil fyrirhöfn má sleppa papp- anum og taka myndir af krökkun- um að dansa eða hveijum og ein- um í skemmtiiegum stellingum. 4. Dans, dans, dans Tónlistin verður vitaskuld að vera diskó og ekkert nema diskó. Ef slík tónlist er ekki til á heimilinu má fá hana lánaða hjá vinum og kumiingjum eða kaupa ódýra geisladiska í Kolaportinu. Danskeppni er vel við hæfi, bæði para- og einstak- lingskeppni og vekur mikla lukku. 5. Diskóleikur Ef enn em föt af- gangs í pokanum góða er tilvalið að fara í smá leik. Skiptu hópnum í tvennt og láttu hvom hóp fá búning. Hver og einn liðsmaður verður að klæða sig í búninginn utan yfir fötin sín, fara aftur úr honum og rétta næsta og svo koll af kolli. Það lið sem nær að klæða og afklæða alla fyrr vinnur. 6. Þakkarkort Rétt áður en afmælispartíinu lýkur er tilvalið að taka hópmynd. Búðu til þakkar- kort með hópmyndinni og mynd af hverjum gesti og láttu afmæl- isbarnið senda til gestanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.