Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.08.2005, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST2005 Lífið nv Strákarnir í Baggalúti bíöa nú eftir aö platan þeirra Pabbi þarfaö vinna komi til landsins. Platan er svokölluð köntriplata og njóta strákarnir aöstoðar merkra manna. „Hún kemur út öðru hvoru meg- in við helgina," segir Bragi Valdimar Skúlason, einn forsprakki Baggalúts, um plötuna Pabbi þarf að vinna. „Hún er bara í fjölföldun, ég vona að hún komi til landsins í vikunni.“ Kántríhljómsveit Tónlistin á plötunni er öll frum- samin fyrir utan eitt lag. Það mun vera gamalt blúgrasslag sem þeir not- uðu að sögn Braga sem viðmið fyrir banjóleikara plötunnar. Lögin á plöt- unni eru í kántrístíl, eða „köntrí" eins Baggalútsmenn kalla það. Bragi hefur þó vissar efasemdir um vit hljóm- sveitarmeðlima á eiginlegu kántríi. „Við ákváðum að gera kántrí- plötu, en við vitum í rauninni ekkert hvað kántri er. Þetta er blanda af blúgrass, vestern og öðru sem við teljum vera kántrí," segir Bragi. Áður hafa Baggalútsmenn gefið út lag í kántrístfl en það er lagið Kósfheit par exelans sem er endurgerð af lag- inu Islands in the stream. Það lag kom út fyrir síðustu jól og segir Bragi þessa plötu rökrétt framhaid af því lagi. Platan mun þó ekki vera í sama línudansstfl og Kósíheit par exelans. Karlrembur og drykkjuhúmor Eins og flestir Bubbaaðdáendur vita gaf kóngurinn út blúgrassplöt- una Tvíburinn um síðustu jól. Eru Baggalútsmenn undir áhrifum frá Bubba? „Ekki myndi ég nú segja það. Það sem ég hef heyrt af þeirri plötu er nær rótinni. Okkar áhrif eru svona tuttugu árum yngri," segir Bragi. Öll lögin á plötunni eru á ís- lensku og segir Bragi ekkert annað hafa komið til greina. „Þetta er allt rammíslenskt, afskaplega vandaður kveðskapur. Það verður einhver að halda uppi merkjum tungumálsins," segir Bragi. Um hvað fjalla textarnir? „Þetta er gamaldags, karlrembu- drykkjuhúmor með yfirskeggjum og tilheyrandi. Þetta eru óðalsbændur frá 1940 sem eru að láta heyra í sér.“ Rúnni Júl syngur á plötunni Óhætt er að segja að einvala lið listamanna komi að plötu drengj- anna í Baggalúti. Gítarleikarinn eld- klári Guðmundur Pétursson lætur kjöltugítarinn kenna á því, Svíamir úr Hjálmum hamra húðir og plokka bassa. Kiddi gítarleikari Hjálmanna sá um upptökur og spilar einnig á ýmis hljóðfæri á plötunni. Fiðlarinn flmi Dan Cassidy strýkur strengina og svo mætti lengi telja. Einn mann er þó vert að nefna að öðrum ólöstuðum. Það er rokkfaðir- inn Rúnar Júlíusson sem tekur lagið með strákunum en fyrirtæki hans Gimsteinn gefúr einnig út plötuna. „Ég syng lagið Pabbi þarf að vinna," segirRúnar. Um hvað fjallarþað lag? „Það fjallar um að pabbi þurfi að vinna og krakkarnir eigi að vera þægir á meðan," segir Rúnar og tel- ur ekki ósennilegt áð hann hafi sjálf- ur þurft að predika þann boðskap til sinna barna gegnum tíðina. Rúnar segir að það hafi verið gott að vinna með strákunum og hann bíði spenntur eftir að fá plöt- una í hendurnar. Það gerir íslenska þjóðin líka. soli@dv.is Rúnni Júl Gefur strákana út og syngur titillag plötunnar. Líkir sér við Elvis „Þetta erum við Elvis. Ég get ekki gert upp á milli hvor er betri," sagði Liam Gallagher í viðtali við spænska fjöltniöla um helgina. Liam var að kynna vænt- anlega tónleika Oasis þegar hann lét þessi gullnu orð falla en þau hafa vitanlega gert allt vitlaust í tónlistar- heiminum. „Elvis átti meira að segja þrjú topplög á síðasta ári, 30 árum eftir dauða sinn. Eft- ir tíu ár mun enginn muna eftir Oasis eða tónlist hennar," sagði formaður Elvis-aðdáenda- klúbbsins í Bretlandi. Foxy Brown segist saklaus Rapparinn og ofurgellan Foxy Brown hefur hafnað samn- ingi sem saksóknari bauð henni en hún er ásökuð um að hafa ráðist á starfs- menn naglasnyrti- stofu. Foxy, sem heitir réttu nafni Inga Marchland, er sögð hafa ráðist á starfsfólk stof- unnar þegar það krafði hana um greiðslu fyrir naglasnyrtingu sem hún aldrei fékk. Saksóknari bauð henni sátt þar sem hún myndi borga sekt en ekki fara í fangelsi. Foxy neit- aði samningnum á þeim grund- velli að þar með væri hún að játa á sig glæpinn. En Foxy seg- ist saklaus af öllum ákærum og að starfsfólkið sé að reyna að fé- fletta hana. Komst í óbeinavímu Söngfuglinn Craig David not- ar hvorki eiturlyf né reykir sígar- ettur þrátt fyrir það rokkstjörnu- líf sem hann lifir. David segist ekki vilja eitra í sér raddböndin með slíkum óþverra. Hann er nú samt ekki alveg syndlaus því ný- verið viðurkenndi hann að hafa einu sinni komist í vímu. „Ég og vinir mínir vorum á leiðinni á skemmtistað í bíl og þeir voru að reykja gras. Þeir neituðu að skrúfa niður gluggana og þegar við komum loks á staðinn sögðu allir við mig að ég væri skakkur," sagði söngvarinn um eiturlyíja- neyslu sína. Fallegasta barn veraldar gæti litið dagsins ljós eftir nokkra mánuði Angelina ólétt eftir Brad Nú er Angelina Jolie sögð bera barn Brads Pitt undir belti. Náinn vinur parsins segir að stjarnan úr Tomb Raider hafi flutt á búgarð Brads í Malibu í síðasta mánuði sök- um óléttunnar. „Þau stunda ástar- leiki tímunum saman. Hún hefur líka mjög sterka kynhvöt og þau virðast ekki geta fengið nóg hvort af öðru," sagði vinurinn sanni. Þessi gífurlega kyn- orka skötuhjúanna hefur nú borið árangur. Angelina Sögð vera ólétt eftir Brad Pitt. Vinir parsins segja að hin kyn- þokkafulla Angelina hafi einungis samþykkt að flytja inn til Brads með ættleiddu börnin sín, Maddox og Zahöru, því hún eigi von á bami leikarans. Brad er svo ákveðinn í að láta börnum ástkonu sinnar líða vel á heimilinu að hann hefur nú eytt fúlgum í að gera búgarðinn eins barnvænan og mögulegt er. „Húsið hans Brads líkist ekki á neinn hátt piparsveinshreiðri. Þar er allt fullt af barnastólum og bleium," sagði vin- ur kvennagullsins. Brad hefur keypt öryggislæsingar á allar skápahurðir í eldhúsinu og augljóst er að hann ætlar ekki að láta fósturbörnin sín slasa sig á heimilinu. Ef rétt reynist að Angelina sé ólétt þykir lítill vafi á að bam þeirra mun vera fallegt með eindæm- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.